blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið Hundalíf í lyftu Lögreglan þurfti að koma manni til bjargar sem læstist í lyftu í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Hann ætlaði í lyftuna með tvo hunda en þeir hlupu út þannig að ól flæktist í lyftunni. Lögreglan þurfti að fá fagmann til að koma manninum út. UMFERÐ Trukkur keyrði á fólksbíl Vörubifreið ók inn í hlið Volvo-bifreiðar á Reykja- nesbraut í Breiðholti í gær. Ökumaður vörubifreið- arinnar ætlaði að aka yfir á aðra aðrein en fór þá inn í hlið fólksbílsins. Engin slys urðu á fólki en fólksbíllinn skemmdist lítillega. EFNAHAGSMÁL Dregur úr verðbólgu Verðbólgan hefur náð hámarki sínu og rólega mun draga úr henni á næstu vikum og mánuðum samkvæmt spá Greiningar Glitnis banka. Er gert ráð fyrir að verðbólgan muni minnka um 0,2 prósent- ustig og mælast 7,4% í næsta mánuði. Einnig er spáð að matvörur hækki á næstunni en á móti lækki eldsneyti og gisting. Taílenski herinn: Herinn gegn ofurhetjum Lögreglan í Taílandi handtók Qóra leikara sem voru klæddir í gervi japanskra ofurhetja í gær. Þeir höfðu verið með ærslagang fyrir framan skriðdreka sem eru úti um allt vegna valdaráns hersins. Mennirnir voru að vekja athygli á því að sýningar eru að fara að hefjast á japönskum sjón- varpsþætti sem fjallar um íjórar ofurhetjur. Herforingjastjórnin hefur lagt blátt bann við því að fólk sé með fiflalæti við skrið- dreka og önnur vígtól á götum borga landsins. Taílenskur almenningur virðist ánægður með að herinn tók völdin í landinu en þrátt fyrir það hefur herforingjastjórnin einsett sér að gleðin fari ekki úr böndunum. Á miðvikudag gaf hún tilskipun sem meinar nekt- ardansmeyjum að stunda iðju sína fyrir framan skriðdreka og hersveitir. Maður yfirgaf slysstað þegar kona og barn þurftu aðstoð: Keyrði burt frá slysstað Slasaðist í bílveltu Brot á umferðarlögum ■ Tíu þúsund króna sekt Eftir Val Grettisonn valur@bladid.net ,Ég var að aka á eftir rauðum bíl þegar bíllinn minn fór að rása og svo valt hann,“ segir kona sem slas- aðist nokkuð þegar jeppi sem hún ók valt á Grafningsvegi á miðviku- daginn. Maður sem ók bifreiðinni á undan henni stoppaði þegar slysið varð. Hann steig út úr bílnum, gekk að aftari hluta bílsins, skoðaði slys- staðinn og ók svo á brott án þess að huga að konunni, sem ekki vill koma fram undir nafni. „Bíllinn var á hliðinni og það eina sem ég hugsaði um var að koma barninu mínu úr honum,“ segir konan, furðu lostin yfir hegðun mannsins. Hún segist hafa horft á hann þegar hún var föst í bílnum og sýndist hann í fyrstu vera að at- huga dekkin á eigin bifreið. Barnið hennar, sem er fjögurra ára gamalt, komst út klakklaust en þá ók maður- inn á brott. „Ég hélt fyrst að ég væri hrein- lega að ímynda mér þennan bíl,“ segir konan en eiginmaður hennar ók strax til hennar eftir að hún hringdi í hann og segist hann hafa mætt rauða bílnum. Ökumaðurinn blikkaði eiginmann hennar og segir konan að hún hafi ekki vitað hvers vegna hann gerði það. „Þegar maður sér bíl í nauð þá stoppar maður og athugar hvort ekki sé allt í lagi, í það minnsta hringir maður eftir hjálp," segir konan, furðu lostin yfir hegðun mannsins. „Þetta er ótrúlega ómerkilegt og ég er ekki viss hvort það sé hreinlega nógu sterkt orð yfir þessa hegðun,“ segir Ingvar Guðmundsson, varð- stjóri lögreglunnar á Selfossi. Hann segir að það sé brot á umferðar- lögum að koma einstaklingum ekki til hjálpar. Við því liggur tíu þúsund króna sekt. Að sögn Ingvars gerist svona lagað sorglega oft og skeytingarleysi líkt og þetta sé hræðilegt. „Svo skapast umferðaröngþveiti þegar fólk sér lögreglubíl úti í kanti með ljósin á, þó svo að þá sé engrar aðstoðar þörf,“ segir Ingvar, ómyrkur í máli. Langar þig að hitta á hverjum degi Fjölbreytt atvinnutækifæri hjá Hrafnistu Hrafnista Reykjavík Aðhlynning Starfsfólk óskast í aðhlynningu. Vaktavinna eða bara virka daga. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Einnig eru í boði stuttar vaktir. Nánari upplýsingar veitir starfsmannaþjónustan í síma 585 9529 og á hrafnistaás Vífiilsstaðir, Garðabœ Aðhlynning Okkur vantar starfsfólk i aðhlynningu á morgun-, kvöld- og helgarvaktir. Einnig vaktir frá kl. 8:00 -13:00 alla daga. Unnið skv. Time Care vaktavinnukerfinu, sveigjanlegur vinnutími. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Tómasdóttir hjúkrunarstjóri í síma 599 7011 og 664 9560. HRAFNISTA Hrafnista Hafnarfirði Aðhlynning Starfsfólk óskast í aðhlynningu. Vaktavinna eða bara virka daga. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Einnig eru í boði stuttar vaktir. Nánari upplýsingar veitir starfsmannaþjónustan ísíma 585 9529 og á hrafnista.is Einnig er hægt að sækja um atvinnu á heimasíðu Hrafnistu. á Hrafnistu www.hrafnista.is bankastjóra iðnaðarmann kennara, forstjóra, fiskvinnslukonu, framkvœmdastjóra, verkamann, verðbréfasala, skipstjóra, háskólaprófessor, húsfreyju, dansara, íþróttamann, ráðuneytisstjóra, nikkara, lœkni, Ijóðskáld og lífsglaðan sjóara?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.