blaðið - 29.09.2006, Síða 8

blaðið - 29.09.2006, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI ÍSRABL fVj Fundur yfirvofandi Ehud Olmert, forsætisráðherra ísraels, hefur lýst því yfir að hann muni funda meö fulltrúum palest- ínsku heimastjórnarinnar á næstu dögum en varar menn við því að búast við miklum árangri af þeim fundarhöldum í fyrstu. prar : Fornir dýravinir Indíánar sem bjuggu í Perú til forna virðast hafa verið miklir dýravinir. Nýlega fundu fornleifafræð- ingar fornan dýragrafreit og af honum má ráða af indíánarnir hafi grafið hunda sína og látið þá fá hlý teppi og mat til að gera hina hinstu för þægilegri. Giuliani ver Clinton Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur komið Bill Clinton til varnar. Giuliani segir að gagnrýni á Clinton fyrir að hafa gert of lítið til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í forsetatíð sinni ömakiega og óréttláta. Giuliani segir að Clinton, rétt eins og George Bush núverandi Bandaríkjafor- seti, hafi gert það sem þeir gátu miðað við þær upplýsingar sem þeir höfðu. Flug til Vestmannaeyja: Von á samkomulagi Vonir standa til þess að búið verði að finna bráðabirgðaaðila til að sjá um flugleiðina milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja á næstu dögum. Vegagerðin vinnur að samkomulagi við flugaðila fyrir hönd samgönguráðuneytis og samkvæmt upplýsingum þaðan er unnið að málinu eins hratt og kostur er. Flugfélagið Landsflug hætti reglulegu áætlunarflugi til Vest- mannaeyja síðastliðinn sunnudag þar sem flugleiðin bar sig ekki lengur. 1 kjölfarið ákvað ríkis- stjórnin að bjóða út flugleiðina gegn ríkisstyrkjum og er reiknað með að formlegt útboð fari fram í byrjun næsta árs. Mora Temp Handlaugartæki með lyftitappa, mjúkar línur og þægindln í fyrirrúmi, Ifð Kreta m/nuddi Falleg hönnun sem skapar vellíöan fyrir alia fjölskylduna. Mora Marena Hitastillt sturtutæki með ömmustöng, sturtuhaus og tilheyrandi búnaði. I tilefni af 25 ára afmæli Tengis bjóðum við afslátt af völdum vörum, þar á meðal 25% afslátt af sturtuhurðum. Hjá okkur getur þú skapað baðherbergi drauma þinna en við erum með fjölmörg frábær vörumerki sem bjóða upp á glæsilega hönnun á baðkerum, hreinlætistækjum og eldhúsvöskum. Verið velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að Smiðjuvegi 76 HANNAÐU HEIMILIÐ MEÐ TENGI Opið: Virka daga Laugardaga aii Nú getur þú greitt með léttgreiðslum Euro og Visa - vaxtalaust í 3 mánuði. ................................................................ TCDGI Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 4141000 Fax4141001 tengi.is kynningar- afsláttur af baðkerum frá Balteco 20.-30. september Byssumaður í grunnskóla: Myrti stúlku og tók eigið líf ■ Tok sex í gíslingu ■ Vopnaður maður réðst inn í grunnskóla í bænum Bailey í Kó- lóradó-ríki í Bandaríkjunum á mið- vikudag. Maðurinn tók sex börn í gíslingu og skaut eitt þeirra og svipti sig lífi þegar sérsveitarmenn lögreglu réðust inn í skólann til að yfirbuga manninn. Stúlkan lést eftir að lögreglumennirnir höfðu komið henni undir læknishendur. Nemendur segja að maðurinn hafi eingöngu sóst eftir að halda stúlkum í gíslingu og talið er að hann hafi beitt nokkrar þeirra kynferðislegu ofbeldi. Um 460 nemendur sækja grunn- skólann. f fyrstu tók maðurinn sex nemendur í gíslingu eftir að hann réðst inn í skólann stuttu fyrir há- degi og hóf að skjóta úr byssu sinni en lét nokkra þeirra úr haldi eftir að lögregla kom á vettvang og hóf samningaviðræður við hann. Mað- urinn, sem hafði sagst vera með sprengiefni, krafðist þess að lög- reglan myndi yfirgefa staðinn fyrir fjögur. Maðurinn hætti öllum sam- skiptum við lögreglu þegar klukkan sló fjögur og í kjölfarið var ákveðið að sérvsveitarmenn myndu ráðast til atlögu. Um leið og sérsveitar- i fórnarlömbin Nöturleg skilaboð Nemendurnir notuðu farsíma til þess að koma skilaboðum áleiðis til ættingja sinna mennirnir réðust inn skaut maður- inn stúlkuna og sjálfan sig. Lögreglu- mennirnir fundu skammbyssu og tóman bakpoka sem maðurinn bar í skólastofunni þar sem hann hélt börnunum í gíslingu. Engin sprengi- efni fundust. Ekki er vitað hvort maðurinn hafði einhver tengsl við skólann. Bærinn Bailey er í um klukkustund- arfjarlægð frá Columbine en fyrir sjö árum myrtu tveir nemendur skólans þrettán manns og særðu 21 í nöturlegri atburðarás áður en þeir sviptu sig lífi. / Tessa eikarhúsgögn á betra verði Skenkur 48x154x90 Kr. 79.000,- 48x200x90 Kr. 130.000,- Leðurstóll bicast Eikarfætur Kr. 15.900,- Borðstofuborð 210x100x75 Kr. 99.000,- 200x90x75 Kr. 69.000,- 160x90x75 Kr. 59.000,- Tessa vörurnar eru dönsk hönnun úr gegnheilli olíuborinni eik og afhendast samsettar. Sófaborð Lampaborð 140x70x45 Kr. 39.000,- 70x70x45 Kr. 29.000,- 110x65x43 Kr. 35.000,- 55x55x43 Kr. 23.000,- 100x100x52 Kr. 39.000,- Sjónvarpsskápur 48x158x58 Kr. 59.000,- Glerskápur 48x108x150 Kr. 79.000,- 48x108x200 Kr. 99.000,- Jiuiíflcnfl Jitimiiií Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.