blaðið

Ulloq

blaðið - 29.09.2006, Qupperneq 22

blaðið - 29.09.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið Þverpólitísk ábyrgð á umhverfisníðslunni Þegar ég hóf að stunda lundaveiðar í Breiðafirði fyrir 2 áratugum eða svo var veiði oft svo mikil að ekki þótti ómaksins vert néma hver veiði- maður kæmi að minnsta kosti heim með hundrað lunda. Nú, tuttugu árum síðar, eru lundaveiðar í Breiða- firði ekki svipur hjá sjón. Fugli hefur fækkað svo gengdarlaust að hvorki fuglafræðingar né fólk sem þekkir til sögunnar og staðhátta geta út- skýrt þessar ofboðslega hröðu brey t- ingar. Talað hefur verið um að fæða fuglanna sé brostin. Bent hefur verið á að síldin fær ekki að hrygna í firðinum og þá staðreynd að vegna hækkandi hitastigs sjávar hefur síli (helsta fæða sjófugls í Breiðafirði) horfið af svæðinu. Hvað sem það er þá eru afleiðingarnar hrikalegar. Það er ekki bara lundi sem hefur fækkað, þetta á við um flestar fugla- tegundir á svæðinu. Kria sem verpir í Breiðafirði en býr á veturna í Suður- Afríku sést nánast ekki lengur, sömu sögu er að segja um teistu, tjald og á dögunum sá ég að toppskarfur er væntanlegur á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vistkerfið í Breiðafirði er í upp- námi. Fátt er vitað um ástæður þess- ara hamfara nema frumorsökin er þekkt. Hækkun hitastigs af völdum gróðurhúsaáhrifa. Þróunin hefur verið svo hröð að vísindamenn eru sí og æ að endurforrita tölvulíkönin sín vegna þess að þróunin er miklu hraðari en þá óraði fyrir. íslensk stjórnvöld hafa ekkert gert til þess að stíga á bremsuna í losum gróð- urhúsalofttegunda og virðast vona að vandamálið hverfi. Enda ekki skrýtið því vandamálið er hrika- legt og snertir okkur öll. Það er til dæmis ekkert sem bendir til þess að hækkun hitastigs á jöíðinni stöðvist þegar hitinn er orðinn ,þægilegur”. Þetta er að gerast núna og með ógnarhraða. Það eina sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á vogar- skálarnar er fjölgun álvera á Islandi (lögðu lóð á vitlausa vogarskál). En það er staðreynd sem hefur farið framhjá mörgum að þegar álverið í Reyðarfirði tekur til starfa eykst Djöfulskapur, Ww heimska og ■ skammsýni í ^ I^wj umhverfinu / Teltur Atlason losun gróðurhúsalofttegunda um það magn sem nemur tvöföldum bílaflota landsmanna! Ég endurtek tvöföldun í losun gróðurhúsaloftteg- unda. Þessu má líkja við að reyna að slökkva bál með bensíni. Hryllingssaga Orwells, 1984, fær á sig spásagnakenndan blæ þegar aðal- hlutverk umhverfisráðherra þjóðar- innar er að skemma náttúruna sem mest og best. Fræg eru orð Sivjar Friðleifsdóttur (umhverfisráðherra) þegar nýlega hafi verið samþykkt að þurrka upp heila jökulsá og hún sagði að gildi hinna sem eftir væru myndi aukast þannig að skaðinn væri sama sem enginn! Dæmin eru fjölmörg sem vekja upp hryllings- myndir úr bók Orwells. Þegar fögru- hverir (einstakir hverir á heimsvísu) voru færðir á kaf þá sló Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra fólk út af laginu og skírði lónið sem kaffærði hverunum Fagralón. Man einhver eftir viðsnúningi hugtakanna í New Speak? Fallegt er ljótt! Ég er guðfræðimenntaður og eitt það áhugaverðasta sem ég lærði í guð- fræðideildinni sneri að hugmynd- inni um djöfulinn. Hugmyndir um djöfulinn eru margar, allt frá því að vera persóna af holdi og blóði eða að hann sé einhverskonar illt afl. Hug- myndir um djöfulinn eigaþó sameig- inlega rót í því að djöfullinn sundrar, skemmir, blekkir og lýgur. Hann kemur óreiðu á hlutina og skemmir regluna. Hann skapar kaos og rugl- ing með lygum og hálfsannleik. Hug- myndir um guð eru aftur á móti í mótsögn við kaos. Guð er regla og sannleikur. Nú trúi ég ekkert á til- vist djöfulsins í hvaða formi sem er. Heimska fólks og skammsýni er nærtækari hugmynd en djöfull með horn og hala. En þessi viðsnúningur hugtaka þar sem ljótt verður að fal- legt og eyðilegging verður sköpun er í þessu samhengi djöfulleg. Það eru ekki bara stjórnarflokk- arnir sem hafa staðið í þessu striði við náttúru íslands og andrúms- loftið. Samfylkingin hefur stutt ál- versvæðinguna. Það hefur sennilega farið um samfylkingarþingmenn- ina á fjöldafundi Ómars á dögunum þegar þeir áttuðu sig á villu síns vegar. Þeir voru að minnsta kosti fjári kindarlegir undir ræðuhöld- unum. Ef það væri eitthvert bein í Samfylkingunni þá ættu flokks- menn að losa sig hið fyrsta við Ingi- björgu Sólrúnu og Össur úr forystu- liðinu. Best væri að þau segðu bara af sér og hleyptu öðru fólki að. Stóra málið í stjórnmálum 21. aldarinnar eru umhverfismál. Ekki atvinnu- mál, ekki byggðastefna, ekki sósíal- ismi eða kapítalismi. Staðan er alvar- legri en svo. Höfundur er ritstjóri Eimreiðarinnar. Kærleikur er forvarnir Börn sem leiðast út í neyslu fíkni- efna eiga á hættu að staðna í þroska og ná ekki að nýta sína meðfæddu og áunnu hæfileika til góðs fyrir sig og samfélagið. I fámennu samfélagi eins og við búum í er þetta dýrkeypt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan og ástvini hans, heldur fyrir samfélagið allt. Hver og einn hefur hæfileika sem er brýnt að hann geti notað sjálfum sér og öðrum til góðs og samfélaginu til framfara. Niðurstöður íslenskra vísinda- manna sýna hvernig foreldrar og aðrir sem vinna með börnum og ungmennum geta lágmarkað hætt- una á að þau ánetjist vímuefnum. Á Forvarnardaginn sem haldinn var í gær, 28. september í öllum grunn- skólum landsins voru kynnt nokkur heillaráð sem byggja á niðurstöðum þeirra, um hvernig við getum forðað börnum frá fíkniefnum. Samvera foreldra og barna skiptir þar miklu máli. Klukkustundar samvera að lágmarki á dag dregur verulega úr hættunni. Stuðningur foreldra, sam- vinna foreldra og skóla og virk þátt- taka foreldra í lífi barna sinna eru allt þættir sem skipta máli. Kjarni málsins er kærleikur í verki. For- eldrar sem sýna börnum sínum kær- leik sem felst í ótakmarkaðri ást og hæfilegum aga eru að vinna öflugt forvarnarstarf. Foreldrar geta þó ekki staðið einir í baráttunni við fíkniefnin. Allt sam- félagið verður að standa saman um að vernda börn og ungmenni gegn Ástúð og agi foreldra við börn sín eru forvarnir líka. þeirri vá. Sýnt hefur verið fram á að börn og ungmenni sem taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðs- starfi falla síður fyrir fíkniefnum. Fé- lög sem sinna slíku starfi eru því um leið að taka þátt í forvarnarstarfi og mikilvægt er að leiðbeinendur innan þeirra raða séu meðvitaðir um það. Sveitarfélög geta einnig lagt sitt af mörkum í þessu samhengi með því að auðvelda börnum að taka þátt, til dæmis með því að greiða niður æfinga- eða félagsgjöld. Hvatapen- ingar til barna á aldrinum 6-16 ára í Garðabæ eru dæmi um slíkan stuðn- ing. Yfirlýst markmið þeirra er að hvetja börn til að taka þátt og njóta þess ávinnings sem hlýst af slíku starfi. Það er skylda okkar sem erum full- orðin að leggjast á eitt um að vernda börnin okkar. Við getum gert það á ýmsum vígstöðvum, sem foreldrar, ömmur og afar, kennarar, íþrótta- þjálfarar, forsvarsmenn fyrirtækja og sveitarfélaga svo dæmi séu tekin. Okkur ber skylda til að sýna börnum kærleik og að axla þá ábyrgð sem felst í þvi að vera þátttakandi i sam- félagi. fslenskir félagsvísindamenn eiga þakkir skildar fyrir að sýna okkur fram á hvað skiptir mestu máli í forvörnum. Nú er það okkar allra að standa saman og fara eftir leiðbeiningum þeirra. Markmiðið á að vera að mynda þéttriðið stuðn- ingsnet sem nær til hvers barns, heldur utan um það, leiðbeinir því og tekur af því versta fallið ef það mis- stígur sig á þroskabrautinni. Hver og einn skiptir máli þegar kemur að for- vörnum og hvert og eitt barn á rétt á því að njóta kærleiks og verndar og komast heilt í gegnum unglingsárin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabœjar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.