blaðið - 29.09.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaðiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Hvað finnst þér um nýjan þjálfara
á Skaganum?
„Þetta verður að minnsta kosti stuð. Það eru ekki allir Skagamenn sáttir,
en það er alltaf gaman þegar það er stuð."
Ólafnr Páll Gnnnarsson, dag-
skrárgerðarmaÖur á Rás 2
Guðjón Þórðarson var í gær ráðinn þjálfari
Skagamanna i knattspyrnu.
HEYRST HEFUR...
Aðdáendur tónlistarmann-
anna Stefáns Hilmars-
sonar og Eyjólfs Kristjáns-
sonar hafa ástæðu til að
gleðjast því
að í haust
er von á
nýrri plötu
frá þeim
félögum.
Þetta er fyrsta plata sem
þeir senda frá sér þrátt fyrir
að hafa starfað saman öðru
hverju frá því að þeir tóku
þátt í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva með
laginu Nínu árið 1991.
Á nýju plötunni mun einmitt
vera að finna nýja útgáfu af lag-
inu góða en að öðru leyti sam-
anstendur platan af gömlum er-
lendum slögurum frá áttunda
áratugnum sem settir hafa
verið í íslenskan búning.
Kastljósstjórnandinn
Sigmar Guðmundsson
blandar sér í umræðuna um
persónunjósnir og símahler-
anir á bloggsíðu sinni. Telur Sig-
mar umræð-
una góðra
gjalda verða
en bendir
jafnframt
á annað
brýnt
hagsmuna-
mál fyrir
borgara landsins sem brýnt
sé að hulunni verði svipt af. Á
hann þar við Svarta listann
ógurlega sem hann segir að sé
vel þekktur í ýmsum kreðsum
þjóðlífsins. „Ég er að sjálf-
sögðu að tala um SVARTA
LISTA myndbandaleiganna.
Þessi helvítis listi hefur gert
það að verkum að Þóra fer
aldrei útá leigu, bara ég.
Stöðvum þetta óréttlæti, strax!“
segir Sigmar.
Nú er að bíða og sjá hvort orðið
verði við ósk Sigmars þannig
að Þóra Tómasdóttir, unnusta
hans og samstarfskona, komist
aftur út á myndbandaleigu.
Skelfilegar fj
Guðjón Friðríi
segirað Einar
upp við skelfil
í Elliðavatnsbí
kylduaðstæður
1 n sagnfræðingur
nediktsson hafi alist
r fjölskylduaðstæður
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
leiðir á morgun göngu um bernsku-
slóðir þjóðskáldsins Einars Benedikts-
sonar við gamla Elliðavatnsbæinn í
Heiðmörk. Guðjón segir að Einar hafi
búið þarna fyrstu sjö ár ævi sinnar
við skelfilegar fjölskylduaðstæður.
„Foreldrar hans voru við það að
skilja og það var mikið fyllirí á karl-
inum. Þau skildu upp úr þessu og
Einar varð eftir hjá föður sínum.
Einar fékk sullaveiki þarna sem barn
sem herjaði á hann nánast alla ævi,“
segir Guðjón og bætir við að staður-
inn tengist einnig voveiflegum at-
burðum í ævi Einars.
„Ólafur Haukur, yngri bróðir hans,
var orðinn rúmlega tvítugur þegar
hann ætlaði að taka við búskap á Ell-
iðavatni en drukknaði í álnum beint
fyrir framan bæinn sem nú er horf-
inn undir vatnið. Sveinn eldri bróðir
hans dó í æsku á Elliðavatni þannig
að þetta var síðasti bróðirinn,“ segir
Guðjón.
Áveituframkvæmdir föðurins
Guðjón segir að Benedikt Sveins-
son faðir Einars hafi beitt sér fyrir
miklum framkvæmdum á Elliða-
vatni svo sem byggingu bæjarins og
áveituframkvæmdum. „Landslagið
hefur breyst mjög mikið. Stíflugerð
hefur stækkað vatnið um næstum
helming og upphafið að því voru eig-
inlega áveitur sem Benedikt Sveins-
son, faðir Einars, lét gera. Hann hlóð
þarna stíflugarð og veitti vatni á
engjar sem voru þarna áður,“ segir
Guðjón.
Dagskráin fer aðallega fram
inni í gamla steinhúsinu. Húsið
hefur verið tekið í gegn að utan en
er óinnréttað og sést gamla stein-
hleðslan mjög vel en á bak við
hana er ákveðin saga sem Guðjón
ætlar að segja ásamt fleiri sögum.
„Benedikt Sveinsson var skap-
bráður maður. Hann fékk íslend-
ing til að hlaða húsið en það samd-
ist ekki með þeim þannig að hann
rak hann á miðjum vetri. Senni-
lega hefur Benedikt sjálfur hlaðið
það sem eftir var með húskörlum
sínum og maður sér hvernig
hleðslan er miklu verri eftir að
hann tók við.“
Elsta vísa Einars
Guðjón mun einnig fara með
kvæði Einars, Móðir mín, sem
hann orti um móður sína látna.
„Þar koma fyrir smámyndir úr
æsku hans sem tengjast Elliðavatni.
Ég ætla líka að lesa annað kvæði
sem er eins konar frumbernsku-
minning sem ég held mikið upp
á. Það er einnig til ein vísa sem
hann er talinn hafa ort þarna sem
barn. Hún er frekar frumstæð en
er það elsta sem vitað er um eftir
hann,“ segir Guðjón Friðriksson
að lokum.
Gangan hefst klukkan 11 í gömlu
„hlöðunni“ í Elliðavatnsbænum
þar sem Einar fæddist árið 1864.
SUDOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hvertala komi ekki nema einu sinni
fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem Uþþ eru gefnar.
Gáta dagsins:
9 6 4 3 7
1 7 5 2 4
1
4 6 1
6 9 4 2 1 5
3 8 9
7 3 5 9
7 4 9 8 3
5
5 8 2 6 9 4 7 1 3
6 9 3 5 1 7 4 2 8
4 7 i 8 2 3 9 5 6
9 1 5 2 4 8 3 6 7
7 6 4 3 5 1 8 9 2
2 3 8 7 6 9 1 4 5
1 5 7 9 3 6 2 8 4
8 4 6 1 7 2 5 3 9
3 2 9 4 8 5 6 7 1
eftir Jim Unger
11-21
© Jim Unger/dist. by United
Medla, 2001
Áttu einhverjar bækur með stórum og góðum
litmyndum í og henta vel til að ramma inn?
A förnum vegi
Gekkstu með Ómari?
Ágúst Dúason, nemi
Ha? Nei. Hvaða göngu?
Ólafur Alexander Jóhannsson,
nemi
Nei, ég nennti ekki að fara.
Kristján Þórisson
Nei, ég er mjög ánægður með
þessar virkjanir.
Halldóra Magnúsdóttir.
Nei, því miður. Ég komst ekki.
Egill Egilsson, kennari
Já, ég fór. Þetta var mjög ánægju-
legt, en hefði átt að gerast þrem-
ur árum fyrr.