blaðið - 29.09.2006, Side 26

blaðið - 29.09.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaðið kolbrun@bladid.net Lífið er of stutt til að vera lítilfjör- legt. Benjamin Disraeli íitP tm Afmælisborn dagsms HORATIO NELSON SJÓLIÐSFORINGI, 1758 MIGUEL DE CERVANTES RITHÖFUNDUR, 1547 MICHELANGELO ANTONIONI LEIKSTJÓRI, 1912 I átt að fallegu mannlífi Guðrún Helgadóttir „Ég erupptekin afþvíað styrkja sjálfsvitund barnanna og beina þeim í áttina að því að verða herraryfir eigin lífi.“ g hef ekki komið nálægt þessari leikgerð þannig að Illugi Jökulsson á all- an heiðurinn af henni og verkið er líka í góð- um höndum leikstjórans, Sigurðar Sigurjónssonar. Ég held að það sé ekki sniðugt að höfundur geri sjálf- ur leikgerð eftir verkum sínum. Það yrði mjög erfitt fyrir mig að velja hvað ég vildi hafa og hverju ég vildi sleppa og sennilega yrði þetta þá sýning upp á fimm tíma,“ segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur en í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu Sitji guðs englar. Leikgerðin er byggð á þremur bókum Guðrún- ar, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Frumsýning í herlausu landi Guðrún er spurð hvort hún hafi sótt í eigin uppvöxt þegar hún skrif- aði bækurnar. „Að því leyti til að þær gerast á þeim tíma þegar ég var krakki,“ svarar hún. „Upphafið var það að mér fannst furðulegt hversu lítið var til af barnabókum þar sem sjómannafjölskyldur komu við sögu. Mér fannst að það stæði mér nær, sjómannsbarninu sjálfu, að bæta úr þessu. Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og fara aftur í uppvaxtarár mín og sækja í andrúmsloftið og umhverfið sem ég ólst upp í, sem kemur heim og saman við heimsstyrjöldina. Ég var fjögurra ára gömul þegar stríðið skall á og þá breyttist ísland og hef- ur aldrei orðið eins. Það er dásam- legt að leikritið skuli vera frumsýnt um leið og bandaríski herinn fer af landi brott. Ég fæddist inn í her- laust land og leikritið verður frum- sýnt í herlausu landi. Ég hlakka til þessarar frumsýningar." Ertu mikil leikhúsmanneskja? „Ég lék svolítið þegar ég var stelpa í Flensborg og tók þátt í tveimur menntaskólaleikritum og lék í þög- ulli mynd hjá Ásgeiri Long þegar ég var átján ára. Ég ætlaði mér jafn- vel að verða leikkona en ég var svo skrambi lítil að ég missti kjarkinn. Ég sá fram á að ég yrði aldrei ann- að en skrípaleikkona. Ég reyni að fara í leikhús en þegar maður er að bjástra í ritstörfum hefur maður lít- inn tíma og gerir alltof lítið af öllu.“ Enginn predikari Finnst þér að barnabcekur eigi að hafa boðskap? „Ég er enginn predikari en mér finnst sjálfsagt að opna gáttir fyrir börnin. Ég hef þá kenningu, og er sannfærð um, að tvær manneskj- ur, hvað þá ein, eigi ekki að ala upp börn. Fleiri þurfa að koma að. Ég er mikil stórfjölskyldukona. Ömmur og afar, frænkur og frændur eiga að koma að uppeldinu og dreifa sjónar- horni barnanna fremur en „alvitrir" foreldrar sem oftast hafa rangt fyr- ir sér. Ég skrifa bækur sem meðal annars eru ætlaðar börnum og vil að foreldrar leggi á sig að lesa bæk- urnar með börnunum. Börnin vita ekkert betra en að njóta einhvers með hinum fullorðnu því þá vita þau að maður hefur vandað sig og er ekki að plata. Auðvitað vill mað- ur ekki gera börnin að verri mann- eskjum með því að skrifa fyrir þau bækur, maður vill heldur ýta þeim í áttina að fallegu mannlífi. Það kemur enginn riddari á hvítum hesti og færir öðrum hamingju. Maður verður sjálfur að vinna að hamingjunni. Ég er upptekin af því að styrkja sjálfsvitund barnanna og beina þeim í áttina að því að verða herrar yfir eigin lífi. Ég vona að ég sé að gera eitthvað í þessa áttina, ef ég er þá að gera eitthvað af viti.“ Myron Zabol, Cody Moore 2000 -úr sýningunni: "Þjóð hins Dansandi Himins" Carl Beam, Nýr heimur 1990 -úr sýningunni: "Enn á Flugi'' Joseph Shuqslak, Andlit 1999 -úr sýningunni: "Inúítar" Þrjár sýníngar á myndlist frumbyggja nútímans í Kanada Inúítar - Úrval verka frá Þjóðlistasafninu í Québec Þjóð hins Dansandi Himins - Ijósmyndir eftir Myron Zabol Enn á Flugi - Verk eftir Carl Beam LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN BMMMMBMBMMMMBBMBKMBMWMMMMWWMMMWaWWMMMWWMWWMTff’irrri'l'iljnHiHI'nilMllll—aimaæawmiwi

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.