blaðið - 29.09.2006, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaðiö
ithrottir@bladid.ne1^
Skeytin inn I
o
vodat°r
%:sm
Biðjist afsökunar
Samtök samkynhneigöra hafa krafist þess að Paul Scholes biðjist opinberlega afsökunar á að
hafa látið niðrandi orð falla um samkynhneigða í leik Manchester United og Benfica á þriðjudags-
kvöld. Scholes fékk að lita gula spjaldið á 10. mínútu í leíknum og á að vera sekur um niðrandi
munnsöfnuð um samkynhneigða í kjölfarið. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ekki fengið
leikskýrslu senda en ólíklegt þykir að sambandið grípi til aðgerða nema kvörtun berist.
Vinnusemi, þrautseigja og agi næstu þrjú árin:
Mynd/Kristinn
Kóngurinn snýr aftur
Pláss fyrir framfarir hjá ÍA Arnar og Bjarki fara
Samuel Eto’o var bor-
inn af leikvelli eftir 65
mínútur í leik Barcelona
og Werder Bremen á miðviku-
dagskvöld vegna meiðsla. Eto’o
var að senda boltann og fékk
vitlaust álag á hnéð með þeim
afleiðingum að liðþófi
rifnaði. Búast má við
að Eto’o verði frá
í tvo til þrjá
mánuði.
Harry Redknapp, stjóri
Portsmouth, hefur
komið til varnar fyrrver
andi aðstoðarþjálfara Kevins
Bond sem rekinn var frá
Newcastle fyrr í vikunni. „Það
er erfitt að finna eins ærlegan
mann og Kevin Bond. Hann er
Éfrábær þjálfari og
honum myndi
aldrei detta í hug að
jgera nokkuð
af sér. Það
1
|va
eina sem
hann er mögu-
lega sekur um
er að vera of
vænn maður.
Hópum áhangenda West
Ham og Palermo lenti
saman á Sikiley fyrir
Evrópuleik liðanna í gærkvöld
og voru tveir áhangendur West
Ham handteknir. Flöskum,
glösum og stólum var grýtt
milli hópanna áður en lög-
reglan náði að skerast í leikinn.
Áhangendum West Ham
var komið upp í rútu og þeir
keyrðir úr miðbænum. 2.500
áhangendur West Ham voru
á Sikiley í tilefni af leiknum í
gærkvöld.
Guðjón Þórðarson og Gísli Gísla-
son, nýr formaður rekstrarfélags
ÍA, skrifuðu undir samning í höf-
uðstöðvum KB banka í hádeginu
í gær um að Guðjón þjálfi Skaga-
liðið næstu þrjú árin. Guðjón sagði
eina meginástæðu þess að hann
ákvað að snúa aftur til Akraness
vera stórbætta aðstöðu til knatt-
spyrnuiðkunar í bænum, en verið
er að leggja lokahönd á byggingu
fjölnota íþróttahúss á Akranesi
sem tekið verður í notkun eftir
þrjár vikur þegar fyrsta æfing Guð-
jóns með ÍA-liðinu er á dagskrá í
Akraneshöllinni.
„Þetta litla orð, agi, er upphaf árang-
urs,” sagði Guðjón Þórðarson, nýráð-
inn þjálfari knattspyrnufélagsins í A.
Guðjón hét því að koma Skagaliðinu
aftur í röð þeirra fremstu á íslandi
og ótækt væri að þetta veldi væri í
hremmingum að reyna að bjarga lífi
sínu í efstu deild í lok leiktíðar. Guð-
jón kvaðst ætla að vinna með þann
hóp sem nú væri til staðar hjá félag-
inu og engar leikmannaráðningar
væru fyrirséðar í nánustu framtíð.
Hann sagði ÍA-liðið hafa á að skipa
víðum hóp ungra og efnilegra leik-
manna í bland við eldri og
reyndari sem gott væri
aðbyggja á.
„Við erum með
góðan hóp leik-
manna til að ná
arangri, en arang-
urinn næst ekki
nema með vinnu-
semi, þrautseigju
og aga. Verkefnið
verður erfitt, en það
er vel yfirstíganlegt
ef menn eru tilbúnir að
leggja á sig það sem þarf.” Þetta
voru meðal gamalkunnra orða sem
hljómuðu á fundinum.
Aðspurður um álit sitt á því
hvernig ÍA-liðið kæmi undan stjórn
Ólafs Þórðarsonar, fyrrverandi læri-
sveins síns hjá ÍA, sagði Guðjón var-
færnislega að sér sýndist pláss vera
fyrir framfarir hjá liðinu.
Guðjón kvaðst koma vitrari og
reyndari til leiks en þegar hann
gerði ÍA að íslandsmeisturum fyrir
sléttum tíu árum. „Ef ég var góður
þjálfari fyrir tíu árum er ég miklu
mun betri núna. Ég hef
verið á vettvangi sem
er miklu grimmari
og harðari en hérna
heima. Sú reynsla
sem ég öðlaðist þar
er ekki tínd upp
I úr fjörugrjótinu,”
sagði Guðjón.
Með sambönd í
Englandi
Um leikmanna-
mál sagðist Guðjón
ekki mundu taka þátt í
kapphlaupi við FH, Val og KR um
leikmenn og útilokaði ekki að hann
myndi nýta sér þau sambönd sem
hann hefði komið sér upp í Englandi
meðan hann dvaldi þar við knatt-
spyrnustjórn. „Ég kynntist mörgum
góðum og efnilegum leikmönnum
í Bretlandi og að leikmaður þaðan
verði með ÍA næsta sumar er eitt-
hvað sem vel getur komið upp,” sagði
Guðjón.
„Það er hins vegar nægur tími til
stefnu og ég ætla fyrst að reyna til
þrautar hvað ég get gert með þann
leikmannahóp sem nú er til staðar
hjá félaginu.”
Aðeins einn leikmaður er með
lausan samning hjá ÍA, en það er
miðjumaðurinn Igor Pesic sem far-
inn er heim til Júgóslavíu. Gísli sagði
að rætt yrði við hann um framhaldið.
Annar óvissuþáttur sem nefndur var
á fundinum var framtíð Arnars og
Bjarka Gunnláugssona en samvinna
tvíburanna og Guðjóns hefur ekki
verið án vandræða í gegnum árin.
í samtali við Blaðið fullyrti Arnar
að þeir bræður yrðu ekki áfram hjá
Skagaliðinu. „Ef við hefðum verið
beðnir að þjálfa liðið hefðum við
skoðað það, en Guðjón var ráðinn og
við munum ekki spila með liðinu á
næsta ári,” sagði Arnar. Hvort þeir
hygðust leita sér að öðru liði fyrir
næsta tímabil vildi Arnar engu um
það svara, sagði tímabilið aðeins ný-
afstaðið og nógan tíma vera til slíkra
ákvarðana, en að hann eða þeir
bræður myndu taka að sér þjálfun á
næsta tímabili væri mjög ólíklegt.
Talsmenn DC United í
bandarísku knattspyrnu-
deildinni gefa lítið fyrir
þær sögusagnir að Freddy
Adu sé á Ieið til Reading og full-
yrða að hann sé ekki á förum.
Adu er aðeins sautján ára
gamall og þykir gríðarlegt efni.
Reading eru sagðir spenntir
fyrir því að fá Freddy Adu til
liðs við sig og fyrrum liðs-
félaga sína hjá DC United,
vængmanninn Bonny
Convey og markvörð-
inn Marcus Hahne-
Liverpool hlaut í gær styrl
frá Evrópusambandinu
upp á níu milljónir pund
eða tæplega 1,2 milljarða
íslenskra króna. Styrkurinn
er eyrnamerktur byggingu
nýs leikvangs Liverpool
í Stanley Park en frestur
félagsins til að sýna
borgaryfirvöldum í
Liverpool fram á að
það eigi 23,5 millj-
arða íslenskra krón
til að geta hafið
byggingu á nýjun
Ieikvangi, rennui
út á morgun, 30.
september.
Claudio Ranieri, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Chelsea,
segist ekki mundu hika ef
Ken Bates, stjórnarformaður félags-
ins, hefði samband við hann og
byði honum stjórastöðu Leeds sem
hafa verið stjóralausir á aðra viku
eftir brottrekstur Kevins Black-
wells. „Ken þekkir mig vel. Ef Ken
vill Claudio, þá á hann að
hringja i Claudio.
Ég myndi koma
Leeds upp í
efstu deild að
nýju en mark-
mið mitt væri
að koma þeim
aftur í Evrópu-
keppnina,” sagði
Ranieri í viðtali við
bresku pressuna í
gær og kvaðst að
auki spenntastur
fyrir að vinna í
Englandi.
Marcus Allback, framherji
FC Köbenhavn, sagðist
eftir leik Kaupmannahafn-
arliðsins og Glasgow Celtic ekki
hafa verið hrifinn af spilamennsku
Thomasar Gravesens. „Ég lenti
einu sinn gegn honum í leiknum og
hann var svo hræddur við að tækla
mig að hann skýldi sjálfum
sér. Þegar ég spurði
hann af hverju hann A
væri svona
hræddur við ***' 4
að fara á
fullri ferð í
migvarfátt
um svör,
en hann tók
því ekki
vel,” sagði
Allback.
% Celtic
vann
leik-
1
mn 1-0.
"T A 7’ayneRooneyhefurtekið
\l\l úttveggjaleikjalandsliðs-
V V bannið sem hann hlaut eftir
rauða spjaldið
sem hann fékk
eftir samskipti
sín við liðsfélaga
sinn Cristiano
Ronaldo í
undanúrslitaleik
HM í sumar.
Steve McClaren
tilkynnir um
helgina liðið sem mætir Make-
dóníumönnum og Króötum í
október og er ekki talið líklegt að
Beckham verði kallaður til þótt
skortur sé á miðjumönnum í
liðinu, en Aaron Lennon og
Owen Hargreaves eru báðir
frá vegna meiðsla. Breskir
sparksérfræðingar veðja
á að Jermaine Pennant hjá
Liverpool verði tekinn inn í hópinn
fram yfir Beckham.