blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT HÚSAVÍK Tengivagn valt Tengivagn flutningabíls valt á Steingrímsfjarðarheið- inni í fyrrakvöld. Flutningabíllinn haggaðist ekki og þvi sakaði ökumann ekki. Valdimar Guðmundsson, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, segir að aftakaveður hafi verið, flughált og vindhraði náð 30 metrum. VIÐSKIPTl Enn lækkar Flaga Hlutabréf í Flögu Group lækkuðu um 1,74 pró- sent í gær. Þau hafa þar með lækkað um tæp 39 prósent frá siðustu áramótum, meira en hluta- bréf í nokkru öðru fyrirtæki. Næstmest hafa hlutabréf í Eimskipum fallið, um 35,6 prósent. AKUREYRI Bílar fuku til á bílastæðum Vonskuveður var á Akureyri aðfaranótt þriðjudags. Bílar fuku til á bílastæðum, þakplötur rifnuðu upp og rúður sprungu í húsum. Óveðrið skall á seinnipart kvölds og var vindhraði mestur klukkan tvö um nóttina en vindhviður náðu um 30 metrum á sekúndu. Óveður fyrir austan: Fjarðaál á Reyðarfirði Maður lenti ísjálfheldu uppi i mastri i miklu roki. Mynd/Sleinunn Fastur í mastri Fyrr um kvöldið var björg- unarsveitin Hérað kölluð út til aðstoðar vegna fólks sem var í tveimur bílum sem voru í vand- ræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Bílarnir voru á sumardekkjum þrátt fyrir fljúgandi hálku og rok. Ökumenn og farþegar bíl- anna neituðu allri aðstoð og kváð- ust ætla að gista í bílunum um nóttina. Björgunarsveitarmenn frá Hér- aði og Norðfirði voru kallaðir til að aðstoða björgunarsveitina Ár- sól á Reyðarfirði á tólfta tímanum í fyrrakvöld við að bjarga manni sem sat fastur uppi í mastri á lóð Fjarðaáls. Var maðurinn fastur í 20-30 metra hæð en ekki var hægt að nota vinnulyftur til að ná honum niður þar sem vindhraðinn var um 25 metrar á sekúndu. SMÁAUGLÝSINGAT XÆKI FÆRI blaðiÖB SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VsTRÖND ' EHF. Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid.is Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli: íslenska leyniþjón- ustan er vinnutitill ■ IIS NATO á Keflavíkurflugvelli ■ Segir bréfið persónulegt Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@bladid.net Icelandic Intelligence Service, þýtt íslenska leyniþjónustan, er vinnu- titill sem sýslumaðurinn á Kefla- víkurflugvelli notar í samskiptum við NATO. Þetta segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, og er stutt af Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanrikisráðuneytinu. Sýslumaðurinn sendi bréf til norsku leyniþjónustunnar og kon- unglega varnarmálaráðuneytisins í Noregi í nafni íslensku leyniþjón- ustunnar. Jóhann sendi bréfið þann 29. nóvember. Það er skreytt merki NATO og með íslenska skjaldarmerkinu. „Við erum í raun borgaralegjög- regla en í hernaðarsamskiptum,“ segir Jóhann og útskýrir að með vinnutitlinum séu samskipti við er- lendar greiningardeildir lögreglna auðvelduð. Hitti hann menn er- lendis í starfi sínu afhendi hann tvennskonar nafnspjöld, hið rétta og það sem vísar til sambærilegra starfa þeirra sem hann eigi sam- skipti við. Hann segir vinnutitilinn IIS-NATO notaðan með vitund utanríkisráðuneytisins sem og dómsmálaráðuneytisins. Björn þekkir ekki IIS „Ég þekki einfaldlega ekki þá s k a m m - stöfun, sem þú nefnir, og veit ekki fyrir hvað hún stendur," ritar Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, i tölvupósti við fyrirspurnum Blaðsins.Hann bendir á að sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli heyri undir utanríkis- ráðuneytið. „Hann flyst um áramótin undir dóms- og kirkjumálaráðu- neytið og verður þá lögreglustjóri á Suðurnesjum,' ritar Björn og bætir við: ,,[E]ftir 1. janúar er gert ráð fyrir að lögreglu- stjórinn sinni áfram verkefnum fyrir utanríkisráðuneytið sam- kvæmt sérstökum samningi á milli dóms- og kirkjumálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis og hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskað eftir yfirliti yfir þau verk- efni, sem áfram verða undir stjórn utanríkisráðuneytisins." Davíð stofnaði IIS-NATO Ráðuneytisstjórinn Grétar Már tekur undir orð Jóhanns og upplýsir að Davíð Oddsson, nú seðlabanka- stjóri, hafi stofnað íslensku greining- ardeildina þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra 2004. Þeir utan- ríkisráðherrar sem hafi starfað á eftir Davíðs þekki máiið. Spurður af hverju starfið hafi ekki verið kynnt utanríkismálanefnd segir hann spurninguna góða. Hann þekki ekki svarið. Það hafi heldur ekki verið kynnt öðrum ráðherrum en utanríkisráðherrum. Blaðið hefur heimildir fyrir því að ríkislögreglustjóri hafi einnig yfir að ráða deild sem kalli sig IIS á erlendri grundu. Spurður um IIS greiningardeild ríkislögreglustjóra K/ Ég þekki einfald- lega ekki þá skammstöfun Björn Bjarnason, dómsmálaráöherra p ^" . » SSKL Bm Afhendir tvenns nafnspjöld, sýslumanns og leyniþjónustu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaðurá Keflavíkurflugvelli Davíð Odds- son stofnaði IIS-NATO í ráðherratið sinni Grétar MárSigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir Grétar að hann þekki hana ekki. Slikt heyri undir dómsmála- ráðuneyti. „Það er þeirra mál hvaða skammstafanir þeir nota í sam- skiptum við aðra,“ segir Grétar. „Ég get ekki tjáð mig um orð Björns.“ AMERISK HÁGÆÐARÚM Rúm með sérhönnuðum lofthólfum og 100 stillingum. Þannig er hægt að aðlaga stífleika dýnunnar hvorum megin þú ert í rúminu . I ATH. VIÐ HÖFUM EINNIG OPIÐ Á SUNNUDÖGUM LLR BETRI ,l\ k HVÍLD^^ HLIDASMARI 1 SÍMI 554 6969 WWW.LUR.IS ■ • 201 KÓPAVOGUR • FAX 554 3100 LURWLUR.IS OPNUNARTIMI: MAN - FÖS 10:00- 18:00 LAU 11:00 - 16:00 • SUN 13:00 - 16:00 Erum fyrir ofan Smáralind RUM OG HVILD FYRIR ALLA • Vönduð rúm með rafstýringu • Hvíldarsófar/hvíldarstólar • Hágæða nuddstólar • Svefnsófar (með heilsudýnu) • Svefnherbergishúsgögn • Heilsukoddar o.fl.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.