blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Blissett snýr aftur Hinn 48 ára gamli fyrrum framherji Watford og enska lands- liðsins, Luther Blissett, hefur tekið skóna af hillunni þar sem þeir hafa rykfallið síðustu tólf árin til að leika með utandeild- arliði Chesham United. Blissett er jafnframt þjálfari liðsins. Skeyti$? nn FIFA útnefnir leikmann ársins 2006: Hristo Stoitchkov, þjálfari Búlgariu Raymond Domenech, þjálfari Frakklands Didier Drogba, fyrirliði Filabeinsstrandarinnar John Terry, fyrirliði Englands Rafael Benit- ez,stjóri Liverpool, segir ensk félög standa illa að unglingastarfi sem sýni sig i því að alltof fáir góðir leikmenn komi upp úr starfinu og knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeiídinni leiti yfir hafið eftir leikmönnum. „Það þarf að bæta unglingastarf á Englandi. Það er ekki nóg fyrir unga leikmenn að spila átján leiki á ári fyrir unglingalið og varalið. Þeir þurfa meiri keppni," segir Benitez. Forráðamenn Bayern Munchen eru loks tilbúnir að skoða tilboð i enska lands- liðsmanninn Owen Hargreaves, en Hargreaves hefur marglýst því yfir að hann vilji leika fyrir Manc- hester United. „Ef við finnum leikmann í staðinn fyrir Hargrea- ves sem kostar félagið minna en það fær greitt fýrir hann, þá fyrst er hægt að skoða málið. Mark- mið félagsins er að ná árangri á knattspyrnuvell- inum en ekki að safna peningum í banka,“ sagði Uli Hoeness, knattspyrnu- stjóri Bayern Munchen. Sven-Göran Eriksson, sem hefur verið atvinnulaus frá því honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Englendinga í sumar, er að íhuga tilboð um knatt- spyrnustjórn frá þremur evrópskum félagslið- um og einu landsliði. Tvö félaganna eru talin vera Paris St. Germain og Marseille. ■ Langar í Evrópumeistaratitil ■ Ætlar aö enda ferilinn hjá Napoli Höfum opnað nýjan og glæsilegan sýningarsal Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði Islands ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro var valinn besti knatt- spyrnumaður heims árið 2006 af þjálfurum og fyrirliðum 164 lands- liða innan Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, en afhendingin fór fram í Zurich i fyrrakvöld. I öðru sætinu varð Frakkinn Zinedine Zidane og Brasilíumaðurinn Ronaldinho í því þriðja. Cannavaro, sem er 33 ára gam- all, tók við fyrirliðabandinu af öld- ungnum Paolo Maldini í ítalska landsliðinu í fyrra og batt saman vörn ítala sem vann heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu í sumar. Eftir keppnina ákvað Cannavaro að fara frá Juventus eftir að félagið var dæmt niður í b-deild vegna spillingar og skrifaði undir þriggja ára samning við Real Madrid. Hann sagði ákvörðunina helgast af draumi sínum um að vinna Evr- ópumeistaratitil áður en hann snýr aftur til æskufélagsins Napoli þar sem hann hyggst Ijúka ferlinum. Úr fátækrahverfinu Fabio Cannavaro fæddist árið 1973 í Napólí á Suður-Italíu. Hann ólst þar upp í fátækrahverfi og lærði að sparka bolta þar á götunum í bók- staflegri merkingu. í byrjun tíunda áratugarins komu njósnarar frá a-deildarliði Napoli auga á Cannavaro og buðu honum unglingasamning sem hann þáði. Napoli var þarna á gull- aldartímabili sínu og ekki ómerk- ari leikmenn en knattspyrnugoðið Diego Maradona og varnarjaxlinn Ciro Ferrara léku með félaginu, en Cannavaro hefur oft sagt að þessir tveir leikmenn séu sínar helstu fyrirmyndir. Fæðingardagur: 13. sept, 1973 Fæðingarstaður: Napólí, Italíu Hæð: 176 sm Staða: Mlðvörður Viðurnefni: Berlínarmúrinn, Mennska rútan Ferill: Tímabil 1992-1995 1995-2002 2002-2004 2004-2006 2006- 1997- Felag Leikir (mork) Napoll 68 (2) Parma 212(5) Inter Milan 50 (2) Juventus 74 (6) RealMadrid 17(1) Italía 105(1) Titlar a ferlinum: ■ Italskur meistarl 2005 og 2006 með Juventus ■ Bikarmeistari með Parma 1999 og 2002 ■ Heimsmeistaratitill með Italíu 2006 Hjá Napoli vakti Cannavaro fljót- lega athygli fyrir mikinn leikskiln- ing og hárréttar tímasetningar á varnaraðgerðum. Honum var þá fljótt lýst sem þindarlausum harð- jaxli frá náttúrunnar hendi sem í seinni tíð hefur gefið honum viðurnefnin „mennska rútan“ og Berlínarmúrinn". Þráttfyriraðveraekkiháríloftinu j/jf er Fabio einnig gríðarlega sterkur \ skallamaður og hefur hávaxnari ^ leikmenn oftar en ekki undir í loft- inu, bæði í vörn og sókn. Leiðtogahæfileikar Cannavaros eru ótvíræðir og komu berlega í ljós í Heimsmeistarakeppninni í Þýska- landi í sumar þar sem ítalska liðið fckk aðeins á sig eitt mark í allri keppninni á móti ellefu ' skoruðum. Sem persóna þykir Cannavaro ein- staklega ákveðinn og fylginn sér en jafhffamt hógvær og glaðvær en fáar myndir eru til af honum utan vallar öðruvisi en brosandi. Hann hefur mikla stjórnunarhæfileika og smitar jafnan út ffá sér stemningu og sigurvilja. 0ABNS ATKVÆÐI EINSTAKRA ÞJALFARA 0G LEIKMANNA: (MÁ EKKI KJÓSA SAMLANDA) Fabio Cannavaro, leik- maður ársins 2006 Fabio Cannavaro dreymir um að vinna Meistaradeiidina áður en ferlinum lýkur. Hann hyggst snúa aftur til æskustöðvanna og leika eitt tímabil með Napoli þegar þriggja ára samningur hans við Real Madrid rennur út. INDUSTRIAL EQUIPMENT Fabio Cannavaro er bestur Bestu óskir um gleðilega hátíd 1. Ronaldinho 1. Zinedine Zidane 1. Fabio Cannavaro 1. Samuel Eto’o 1. Petr Cech 2. Ógilt 2. Gianluigi Buffon 2. Kaká 2. Deco 2. Gennaro Gattuso 3. Fabio Cannavaro 3. Samuel Eto’o 3. Zinedine Zidane 3. Ronaldinho 3. Didier Drogba ¥ KRAFTVClAR Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • www.kraftvelar.is Dimitar Berbatov, fyrirliði Búlgaríu 1. Samuel Eto'o 2. Didier Drogba 3. Thierry Henry Fabio Cannavaro, fyrirliði Italíu 1. Lilian Thuram 2. Patrick Vieira 3. Samuel Eto'o Patrick Vieira, fyrirliði Frakklands 1. Samuel Eto'o 2. Gianluigl Buffon 3. Deco Steve McClaren, þjálfari Englands 1. Fabio Cannavaro 2. Zinedine Zidane 3. Ronaldinho Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Islands LZinedine Zidane 2. Fabio Cannavaro 3. Gianluigi Buffon

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.