blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið Dæmdir til dauða Líbýskur dómstóll hefur dæmt fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni til dauða þar sem sannað þótti að þau hefðu vís- vitandi smitað hundruð líbýskra barna af alnæmisveirunni. Hjúkrunar- fræðingarnir og læknirinn hafa verið í haldi síðan 1999 og síðan hafa 53 af 426 smituðum börnum dáið. Þrír létust í óeirðum Þrír létust og fjöldi fólks særðist eftir að átök brutust út milli liðsmanna Hamas og Fatah-hreyfingarinnar á Gasa- ströndinni í gær. Fylkingarnar sömdu um vognahlé um helgina en það varði stutt því síðan hafa átök ítrekað blossað uþþ á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Bush í krabbameinsaðgerð Laura Bush, eiginkona Bush Bandaríkjaforseta, hefur gengist undir aðgerð vegna húðkrabba- meins. Meinið var á hægri sköflungi og var fjar- lægt í nóvember. Talsmaður Hvíta hússins segir að búist sé við að Bush nái fullum bata. Lýðheilsustöð: Leggja drög að reykbanni Lýðheilsustöð hefur sent veit- ingahúsum kynningarbækling i tilefni þess að allir veitinga- og skemmtistaðir eiga samkvæmt lögum að vera reyklausir frá og með í. júni. Auk bæklingsins verða gefnir út tvenns konar límmiðar sem hægt verður að líma í glugga veitingastaðanna. Annars vegar að staðurinn sé reyklaus og hins vegar að hann verði reyklaus í. júní 2007. Samtök ferðaþjónustunnar og hagsmunasamtök starfs- fólks í veitingarekstri voru meðal þeirra sem hvöttu til lagabreytingarinnar. Natascha Kampusch enn uggandi eftir átta ár í gíslingu: Treystir sér ekki ein út ■ Býr ein í lítilli leiguíbúð ■ Ávallt með sólgleraugu og eyrnatappa til taks Natascha Kampusch segir að hún treysti sér ekki enn til að fara ein út úr húsi og finnst það vera yfirþyrm- andi tilfinning að vera innan um fjölmennan hóp fólks. Þetta sagði Kampusch í viðtali við austurrísku sjónvarpsstöðina ORF. „Ég get ekki farið ein út á götu því áhættan er of mikil.“ Kampusch var rænt af Wolfgang Priklopil, austur- rískum farsímafræðingi, árið 1998 en slapp úr fangelsi sínu í ágúst- mánuði síðastliðnum. Málið vakti gríðarlega athygli um allan heim. Priklopil hélt henni fang- inni í litlu gluggalausu herbergi undir bílskúr sínum. Hann fyr- irfór sér þegar honum varð ljóst að Kampusch hefði sloppið. Hin átján ára Kampusch segir að hún sé ávallt með sólgleraugu og eyrna- tappa til taks til að geta útilokað hljóð og birtu. Aðspurð hvort fólk kannist við hana úti á götu segir Kampusch það oft vera. „Oftast er það saklaust. Stundum kemur þó fyrir að ég hræð- ist þegar ókunnugir kannast annað hvort við mig eða þann sem er með mér og kalla „halló“.“ 1 viðtalinu á austur- rísku sjónvarpsstöð- inni var Kampusch með ljóst hár sitt slegið. í fyrsta sjónvarpsviðtal- inu sem hún veitti eftir að hún losnaði úr prísund- inni var hún hins vegar með höfuðklút. Ráð- Kampusch í viðtali Var ■ haldið fanginni í átta ár en I fannst á ráfi i bæ norður af - ____ M S* V— •' Wolfgang Priklopil gjafar sögðu henni að höfuðklúturinn myndi veita henni fleiri möguleika ef hún vildi forðast athygli almenn- ings. 1 síðasta mánuði kom Kampu- sch fram á sjónvarpaðri samkomu til styrktar fötluðum börnum. Hún býr nú ein í Htilli leiguíbúð og fær reglu- lega sálfræðiaðstoð sem hjálpar henni til að aðlagast nýju lífi eftir átta ára ánauð. KAKOSUPA EKTA ÍSLENSK Súpur «, grautiar Minningarsjóður Sonju Zorilla Ekkert greitt út Ekca íslensk kakósúpa með mjúku og seiðandi sœtu kakóbnagði „Það er í raun ekkert að ger- ast, bara ekki neitt. Eina sem við höfum fengið er vilyrði fyrir styrk en staðan er ennþá á núlli,“ segir RagnaMarinósdóttir.framkvæmda- stjóri Umhyggju. Félagið er eitt þeirra sem sótt hafa um styrk í minningarsjóð Sonju Zorilla, sem var stofnaður eftir andlát hennar í mars 2002. Sjóðnum var ætlað að stuðla að menntun og heilbrigði barna á ís- landi og í Bandaríkjunum. Annar umsjónarmanna sjóðsins fullyrti að allar umsóknir yrðu afgreiddar seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Ragna bendir á að búið sé að skila inn öllum gögnum sem óskað var eftir og nýverið hafi verið óskað eftir öllum skjölum á nýjan leik. „Við höfum svarað því til að öllum gögnum hafi verið skilað. Þrátt fyrir það erum við beðin um allt aftur,“ segir Ragna. „Þetta virðist algjörlega stopp og við erum að skoða núna hvað við eigum að gera í málinu. Kannski leitum við til ís- lenskra skattayfirvalda til að hjálpa okkur.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Guðmund Birgisson, annan umsjónarmann sjóðsins. mng i Galleríi Fold Opið til kl. 22 Kjarval Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins Vaxtalaus lán til listaverkakaupa Kringlunni, 2. hæS, simi 5680400 Rau&arárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Galleri Fold • RauSarárstíg og Kringlunni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.