blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið Jólalykt I mörgum verslunum fást nú ilmolíur og ilmkerti merkt noél sem þýðir jól áfrönsku. Þessi kerti og olíur ilma einstaklega vel og um að gera að fá sér góða lykt í húsið. heimili heimili@bladid.net Lýsing í skólum Menntamálaráðuneytið hefur gefið út sérstakan bækling, Góð lýsing í skólum, í samvinnu við Ljóstæknifélag fslands. Lýsing hefur mikil áhrif á afköst og líðan starfsfólks og það á jafnt við um skóla sem aðra vinnustaði. neytendur neytendur@bladid.net Jólakortatré í stofu stendur Það er falleg leið til að halda utan um jólakortin að hengja þau upp i stofunni. í föndurbúðum er hægt að kaupa fallegar htlar klemmur og festa hvert kort með einni slíkri á band eða borða sem síðan er strengdur upp í stofunni. Sumir hengja kortin á jóla- tréð sem er fallegt ef stærð þess leyf- ir. Það er líka hægt að útbúa sérstakt kortatré til að hengja kortin á. Til að búa til slíkt tré er nóg að verða sér úti um greinar, hægt er að notast við alls kyns greinar, jafnvel gervigreinar, en mikið úrval er af þeim í blómaverslunum. Það þarf ílát eða vasa (hann þarf að vera frekar hár og grannur) og steina til að setja í botn vasans til að styðja við grein- arnar. Veljið borða sem ykkur finnst fallegur en ekki of breiður. Síðan þarf gatara til að gera lítil göt á kortin. Ef þið viljið að hægt sé að lesa kortin er betra að hafa gatið á innri helmingnum. Þræðið borða í gegnum kortin og hengið þau síðan á greinarnar, bara eins og þið séuð að skreyta jólatré og þá er jólakortatréð tilbúið. marimekko® Fínt frá Finnlandi Marimekko rúmföt, svuntur, snyrtibuddur, töskur og ótalmargt fleira. Þú finnur það fínasta finnska hjá okkur í Skeifunni. Meðhöndlun matvæla yffir hátiðarnar Hreinlæti og hitastig skipta mestu máli Gefðu íslenska jólagjöf RAMMÁGERÐÍN ikilvægt er að rétt sé staðið að matreiðslu og meðhöndlun á matvælum til að koma í veg fyrir að örverur láti á sér kræla með tilheyr- andi hættu á sýkingum og matareitr- un. Það er ekki síst brýnt að gæta að þessu yfir hátíðarnar þegar lands- menn fylla ísskápa sína og búr af krásum og slá upp matarveislum. Hreinlæti og hitastig skipta mestu máli þegar matvæli eru annars vegar að sögn Jónínu Þrúðar Stefánsdótt- ur, sérfræðings á matvælasviði Um- hverfisstofnunar.Gæta þarf þess að umhverfi sé hreint og að fólk sé með hreinar hendur við meðhöndlun matvæla og þvoi sér rækilega á milli þess sem það meðhöndlar hrátt kjöt og tilbúin matvæli. Einnig þarf að gæta þess að öll áhöld svo sem hníf- ar og skurðarbretti sem komast í snertingu við hrátt kjöt komist ekki í snertingu við önnur matvæli nema þau séu hreinsuð á milli. Hitastig í ísskápum oft of hátt Jónína segir einnig mikilvægt að huga að því hitastigi sem matvæli eru geymd við hvort sem þau eru frammi á borði eða í ísskápnum. „Við erum oft með það mikinn mat að ísskápurinn verður fullur þannig að það þarf að fylgjast með hitastiginu," segir Jónína og bæt- ir við að það eigi að vera um 0-4 gráður. „Hitinn er oft svolítið hærri, sérstaklega ef við setjum mikið af volg- um mat inn í hann. Ef hann er fullur þá loftar ekkert um og það er yfirleitt ekki neinn blástur í þess- um skápum þann- ig að maturinn er lengi að kólna nið- ur, jafnvel marga klukkutíma,“ segir Jónína og bætir við að matur eigi helst _ að kólna á tveimur til ’ þremur tímum niður fyrir tíu gráður. w „Þaðerstundumtalaðum ” að það eigi að láta hangikjöt ^ kólna í soðinu og maður hefur jafnvel heyrt að fólk hafi látið það vera í pottinum í sólarhring eða að Jólasteikin skorin Mikilvægt erað matvæli séu elduð og meðhöndluð á réttan hátt þannig að fólk þurfi ekki að fara á spítala á jólunum. minnsta kosti yfir nótt. Það er nátt- úrlega alls ekki nógu gott. Það þarf að láta það kólna niður á tveimur til þremur tímum,“ segir Jónína. Gæta þarf að umbúðum „Það þarf líka að passa upp á að það sem fer inn í ísskáp sé vel pakk- að inn þannig að hrátt og soðið kom- ist ekki í HáfnarGtrætí19 SirniSSl 1122 snertingu hvort við annað. Safi úr kjöti getur til dæmis farið í eitthvað sem á eftir að borða án þess að það sé hitað, lekið í grænmetið, sósur eða jafnvel mjólkurfernuna,“ segir Jónína. Ekki má heldur láta mat standa of lengi frammi á borði því að þá er hætt við að örverur láti á sér kræla á nýjan leik. „Ef matur er lengur en tvo tíma frammi þarf að gæta þess að kaldur matur sé vel kældur og að heitum mat sé haldið yfir 60 gráðum,“ segir Jónína og bætir við að jafnvel sé ráð að henda afgöngun- um ef þeir hafa verið geymdir lengi við óvið- unandi að- stæður. Síðast en ekki síst er mikilvægt að elda allt kjöt vel, ekki síst fuglakjöt og unnið kjöt, því það drepur ör- r verur sem geta valdið matarsýk- ingum. Fuglakjöt, fisk og unna kjötvöru þarf að gegnhita við að minnsta kosti 75 gráður en við það hitastig drepast flest- ar orverur. Skeifunni 6 / Sími 568 7733 / Fax 568 7740 / epal@epal.is / www.epal.is Háværar Einungis fimm hvellhettuleik- fangabyssur af 20 uppfylltu gildandi reglur um leyfilegt hámarkshljóð frá slíkum byssum samkvæmt nið- urstöðum könnunar sem gerð var á þeim byssum sem til sölu eru á Norð- urlöndum. Jafnframt leiddi könnun- in í ljós að aðeins fimm byssur af 20 var hægt að prófa með þeirri tegund hvellhettna sem framleiðandinn mælti með. Ástæða þess var sú að ýmist skorti tilmæli frá framleið- anda eða viðkomandi hvellhetta var ekki til sölu. Þá geta hljóð frá sömu byssu verið mjög mismunandi eftir því hvaða tegund af hvellhettum er notuð. Prófunin var framkvæmd af fag- hvellhettubyssur giltri skoðunarstofu, SP í Svíþjóð, en leikfangabyssurnar og hvellhetturn ar voru keyptar á Norðurlöndun- um. Nánar er greint frá niðurstöð- um könnunarinnar á heimasíðu Neytendastofu neyt- endastofa.is. Leyfilegt hljóð frá hvellhettuleik- fangabyssum má ekki fara yfir 125 desibel (mælt í 50 senti- metra fjarlægð) en talið er að eitt hljóð frá slíkri byssu sem fer yf- ir 125 desibel geti skaðað heyrn barns til frambúðar. Jafnframt er kveðið á um að prófa skuli hvellhettubyssur með þeirri tegund af hvellhett- um sem framleiðandinn segir að nota megi með byssunum og á þar með að vera tryggt að hljóðið fari ekki yfir leyfileg mörk. Byssuleikur Byssu- leikur getur haft áhrifá heyrn barna ef leikfangabyssan uppfyllir ekki skilyrði um hávaða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.