blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er þetta skítlegt eðli? „Nei, bara venjulegt þingmannseðli. Skítlegt eðli á, eins og allir vita, heima í stjórnarflokkunum." Mörður Árnason, þingmaður Mörður Árnason hefur sett spurningarmerki við notkun Framsóknarflokksins á Ráðherrabústaðnum fyrir kveðjuhóf Halldórs Ásgrímssonar. Hjálmar Árnason segir gagnrýni Marðar jaðra við skítkast. HEYRST HEFUR... Reykjavík er vinsæll viðkomu- staður Hollywoodleikara. Harrison Ford hefur gert sig heimakominn en hann hefur komið hingað og m.a. drukkið viski og notið tónlistar á öldur- húsi á Laugaveginum. Leigubíl- stjórar hafa ekki farið varhluta af heimsókn- unum og ekið stjörnunum milli skemmti- staða. Ekki enda allar slíkar ferðir vel því leigubílstjóri sem skutlaði Harrison á dögunum lenti í þvi að korti hans var hafnað. Bíl- stjórinn var ekki búinn að átta sig á að um stjörnu væri að ræða og það var ekki fyrr en kortinu var hafnað og hann leit á nafnið á kortinu sem hann kveikti á perunni. Það geta greinilega allir lent í vandræðum með kortið sitt og sannast kannski með þessu hvað ísland er í raun dýrt land. í öllu kortafylliríinu nú er gott til þess að vita að Ford þurfi líka að láta dreifa sínum euroreikningi. Ráðherrar þurfa góða aðstoðar- menn. Starf þeirra virðist þó hafa breyst töluvert með tilkomu netskrifa því þörf virðist á þvi að svara á hinum og þessum blogg- síðum. Kristrún Birgisdóttir, nýráðin aðstoðarkona samgöngu- ráðherra, stendur í ströngu. Pétur Gunnarsson fer yfir feril ráðherrans á síðu sinni og kemur í ljós að þar er ekki margt annað en klúður. Krist- rún er fljót að koma ráðherra sínum til varnar. Hún bendir á að afrekalista ráðherra sé að finna á heimasíðu ráðuneytisins og sömuleiðis að ýmislegt hafi gerst á 8 árum eins og að búið sé að malbika megnið af leiðinni frá Hrútafirði í Skutulsfjörð og að þar sé búið að koma á GSM-sambandi. loa@bladid.net Dásamlegt að iðka Tai Chi undir berumhimni Guðný Helgadóttir hefur stundað Tai Chi í 15 ár og hún hefur einnig verið að kenna Tai Chi. Guðný til- heyrir litlum hópi sem hittist viku- lega til að gera Tai Chi-æfingar. „Við hittumst að minnsta kosti einu sinni í viku og oftar á sumrin. Við iðkum æfingarnar utanhúss en síðan höfum við leigt okkur sal yfir háveturinn. Það er alveg dásamlegt að iðka Tai Chi undir berum himni og það er mikil aukaorka sem maður öðlast við það,“ segir Guðný og bætir við að hluti af Tai Chi sé að ná því að útiloka umhverfið og það sem er að gerast í kringum sig. Tai Chi i öllum almenningsgörðum Tai Chi er kínversk leikfimi sem er upphaflega komin frá búdda- munkum. Hreyfingarnar þróuðust síðar út í bardagalist sem var notuð í stríði og átökum. Á seinustu ára- tugum hefur Tai Chi þróast út í að vera almenn líkamsrækt og er í dag orðin mjög vinsæl á Vesturlöndum. 1 Kína er Tai Chi mjög útbreitt og í öllum almenningsgörðum má finna fólk að stunda Tai Chi. „Ég kynntist Tai Chi í gegnum Kramhúsið en þangað kom kennari að utan sem kenndi Tai Chi nokkur ár í röð. Síðan hélt ég áfram að læra hjá kínverskri konu sem kenndi í Hreyfilistahúsinu á Vesturgötu," segir Guðný en hún hefur einnig sótt helgarnámskeið hjá kennara Kramhússins sem kemur hingað til lands tvisvar á ári. „Síðan er ég alltaf að lesa mér til og ég hugsa líka mikið um Tai Chi og er alltaf að skilja æfingarnar betur og ég sé hversu lógískar þær eru.“ Eins og að spila á hljóðfæri Tai Chi er byggt upp á mismun- andi kerfum sem innihalda runu af mismunandi stöðum og æf- ingum. Hreyfingarnar eru mjúkar, flæðandi og fallegar en um leið ná- kvæmar og það þarf mikla æfingu til að ná öllum hreyfingum réttum. Guðný segir að það megi líkja iðkun Tai Chi við að spila á hljóðfæri. „Tai Chi er þess eðlis að það þarf að til- einka sér það í huganum og æfing- arnar reyna á huga og einbeitingu. Þeir sem stunda Tai Chi verða líka mjög sterkir en þrátt fyrir það er hver einasta hreyfing gerð án áreynslu en um leið af mikilli ná- kvæmni. Tai Chi-stöðurnar snúast um að ná að jarðtengja líkamann í gegnum móðurstöðina sem er orku- stöð staðsett rétt fyrir neðan nafl- ann og þannig lærir maður að beita líkamanum rétt.“ Hentar vel fyrir eldri borgara Guðný segir að Tai Chi henti vel fyrir eldra fólk en hún hefur haldið námskeið fyrir eldri borgara. Sjúkra- þjálfarar hafa líka í auknum mæli verið að kynna sér Tai Chi þar sem það hentar vel fyrir fólk sem er að byggja sig upp eftir slys eða veikindi. loa@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 6 4 8 1 7 2 9 3 9 1 3 7 2 8 9 3 4 6 4 8 5 6 1 7 7 9 2 8 8 4 6 5 2 9 1 3 7 8 4 6 1 3 6 8 9 4 7 5 2 4 7 8 6 5 2 3 9 1 6 5 3 2 8 9 4 1 7 9 1 7 3 4 6 5 2 8 8 4 2 5 7 1 6 3 9 7 6 4 9 2 3 1 8 5 2 8 1 4 6 5 9 7 3 3 9 5 7 1 8 2 6 4 2-25 <& LaughingStock inlernational Inc./disl. by Unilod Modia. 2004 eftir Jim Unger Ég hefði komið fyrr ef ísjakinn okkar hefði ekki rekist á skip! A förnum vegi Hvað verður í jólamatinn? Agnes Jónsdóttir nemi „Hamborgarhryggur. Það er bara hefðin." Stefán Jónsson sendibílstjóri og Ásdís Gréta „Hamborgarhryggur hjá tengdó.“ Sunna Sigurjónsdóttir og Katr- ín Sara „Tengdaforeldrar mínir bjóða upp á nautalundir og humar.“ Þorsteinn Ingvason útibús- stjóri „Það verður reykt svínakjöt. Þetta er algjör undantekning því Steinunn Sigurðardóttir, eldri borgari „Það verður gæs. Ég er alltaf með gæs.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.