blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 blaðið Engittjól án þeinra! Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér, á ostabakka eða til að kóróna matargerðina — þá er hátíð! I Dala-Yrja grV, I Sígildur veisluostur setnfer vel ^ Jm W^ÍOJ'fr^') 'Wztímírtnj á ostabakka. c*xM»^fc£Íí Gullostur ' Bragðmikill hvítmygluostur, glœsilegur á veisluborðið. Jóla-Yrja Bragðmild oggóð eins og hún kemurfyrir eða í matargerð. Gráðaostur Tilvalinn til matargerðar. Góður einn og sér. Höfðingi Bragðmildur hvítmygluostur , sem hefur slegið í gegn. Jóla-Brie A ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Camembert Einn og sér, ^ á ostabakkann ogl matargerð. Stóri-Dímon Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. hoama*** Jólaostakaka með skógarberjafyllingu Kœtir bragðlaukana svo um munar. Jólaosturinn 2006 Ákveðinn karakter Ijújfeng spariútgáfa af brauðosti! Blár kastali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Rjómaostur Á kexið, brauðið, í sósur og idýfur. Hrókur ‘v* Ljúffcngur hvítmygluostur með gati í miðjunni. og Jónína leiða Tveir ráöherrar leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Jón Sigurösson, formaðurflokksins, leiöir listann í Reykjavík norður og Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður verður í öðru sæti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra leiðir listann í Reykavík suður Sæunn Stefánsdóttir þingmaður verður í 2. sætinu þar. Þúsund manns hafa leitað til VR vegna vangoldinna launa: Innheimtir tugi milljóna króna ■ Eitt þúsund mál ■ Laun í vanskilum ■ Gjaldþrotum fjölgar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Kjarasvið VR hefur á þessu ári inn- heimt um 47 milljónir króna fyrir 115 félagsmenn. Með því sem lög- menn stéttarfélagsins innheimta fyrir dómstólum má gera ráð fyrir að heildarupphæðin nemi um 80 milljónum króna. Aðallega er um að ræða laun í vanskilum, stundum nokkurra mánaða laun, eða aðrar launatengdar greiðslur. Það er mat Elíasar Magnússonar, forstöðu- manns kjarasviðs VR, að fjárhags- leg staða fyrirtækja sé erfiðari nú en á siðasta ári. „Það stefnir í að eitt ffTfic'A þúsund mál komi til “ ” meðferðar kjarasviðs á árinu samanborið við 700 á síðasta ári. Aukningin hefur að- allega verið síðari hluta ársins. Þegar málin fara a ð streymainn til okkar er það fyrsta merkið um það sem er að gerast, það er að gjaldþrotum er að fjölga,“ segir Elías. Hann bætir því við að um sé að ræða fyrirtæki af öllum gerðum, þó engin stór. „Þetta eru fyrirtæki sem eiga sér einhverja sögu. Kannski hafa einhverjir skotið yfir markið eða þá að þetta er uppsafnaður vandi. Það hefur verið mjög rólegt á þessum markaði undanfarin eitt til tvö ár en núna eru fyrirtækin allt í einu farin að detta upp fyrir.“ Málin sem koma til meðferðar hjá kjarasviði eru af margvíslegum toga, að því er Elías greinir frá. „Fólk kemur hingað þegar það telur að brotið hafi verið á sér með ein- hverjum hætti og við skoðum málið. I sumum tilfellum kom- umst við að því að ekkert sé hægt að gera eða þá að allt sé í lagi. Ef við teljum að eitthvað sé að höfum Almennt ekki svindlað á launþegum Elias Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR við samband við vinnuveitandann og þá leysast málin yfirleitt af sjálfu sér. Við finnum hins vegar fyrir því núna að þetta er þyngra í vöfum en áður. Leysist málin ekki eru þau send til lögfræðings til innheimtu." Elías telur að almennt sé ekki verið að svindla á launþegum. „Ef- laust má finna dæmi um svindl en almennt séð held ég að svo sé ekki. Stórum fyrirtækjum með stórar launadeildir þar sem menn kunna til verka hefur fjölgað en það geta samt alltaf orðið einhver mistök og þá er það bara leiðrétt. Oft snýst málið bara um þekk- ingarleysi." F057224PQ F05722429 Mikið að gera 1 innheimtu : Útlit er fyrir að innheimta verði laun fyrir um þusund emstakhnga 1 ár, 300 fleiri en á siðasta ari Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi: Hættir í umdeildu starfi „Sú gagnrýni sem beinst hefur að mér að undanförnu er ómakleg og af pólitískum rótum sprottin." Þetta segir Óskar Bergsson, varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, í yf- irlýsingu þar sem hann kveðst hafa ákveðið að óska eftir riftun verktaka- samnings síns við Faxaflóahafnir. Óskar var ráðinn til eins árs sem verkefnisstjóri í tengslum við upp- byggingu Mýrargötusvæðisins og segir meðal annars í samningnum að í verkefninu felist nauðsynleg hagsmunagæsla Faxaflóahafna gagnvart Reykjavíkurborg. Sjálfur er Óskar formaður framkvæmda- ráðs borgarinnar og varaformaður Ómakleg og pólitísk gagnrýni Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins skipulagsráðs. 'Ráðning Óskars sem verkefnisstjóra hefur sætt harðri gagnrýni borgarfulltrúa minnihlutans. í yfirlýsingunni segir Óskar að það sé sannfæring sín að í umræddu verkefni sé ekki um neina hags- munaárekstra að ræða. En til þess að friður og sátt ríki um verkefnið hafi hann ákveðið að óska eftir því að samningnum verði rift. Hann bendir á að fyrir liggi lögfræðilegt álit um hæfi sitt. Óskar átti að fá 390 þúsund krónur á mánuði sem verktaki fyrir verkefnisstjórnina. Átti hann að skila 15 klukkustunda vinnu á viku. Fyrir störf sín sem varaborgarfull- trúi og formaður framkvæmdaráðs fær Óskar um 390 þúsund krónur á mánuði. „Almenna reglan er sú að störf í sveitarstjórnum eru álitin aukastörf, ekki síst þegar um er að ræða varamann eins og í mínu tilviki," tekur Óskar meðal annars fram í yfirlýsingunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.