blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 28
4 0 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 ilaöiö ■JM uppiesvur ur spennusogum Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson lesa úr skáldsögu sinni Farþeganum í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 12:15 í dag Á sama tíma á morgun er röðin komin að Bjarna Klemenz sem les úr bókinni Fenrisúlfi. Bragi fær Bóksalaverðlaun Sendiherrann eftir Braga Ólafsson fékk Bóksalaverðlaunin 2006 í flokki skáldsagna en veðlaunin eru veitt af starfsfólki í bókaverslunum. Einnig voru veitt verðlaun í sex öðrum flokkum. Hernaður á íslandi Hernaðarsaga landsins á bók Birgir Loftsson sagnfræðingur hefur rann- sakaö hernaðarsögu Islands út frá ýmsum sjónarhornum og ritað bók um rannsóknir sínar. irgir Loftsson sagnfræð- ingur hefur skrifað bókina Hernaðarsaga íslands 1170-1581 en í henni beinir hann sjón- um sínum að þætti íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram að þessu. Þar er einkum fjall- að um hermennsku og hernað hér á landi á miðöldum fram á nýöld en einnig er stiklað á stóru i hernaðar- sögunni til okkar daga. í bókinni er hernaðarsagan skoðuð frá ýmsum sjónarhornum meðal annars út frá menningarsögu, tæknisögu, hag- sögu og lögfræði. Birgir segir að hann sé af nýrri kynslóð sagnfræðinga sem líta ekki á ísland sem einstakt fyrirbæri heldur setji það í heimssögulegt samhengi, i það minnsta evrópskt. „Mín rannsókn og aðrar sýna fram á að hér var evrópskt samfélag og við vorum undir miklum áhrifum frá Evrópu,“ segir Birgir sem bend- ir meðal annars á mikil norsk áhrif hér á landi á 13. öld. „íslenskir höfðingjar voru í þjón- ustu Noregskonungs og gengu í hirðlög með honum. Þeir urðu að vopnast og berjast eins og hirðlög- in sögðu. Svo komu þeir til baka og tóku upp sama kerfi hérlendis. Þeir voru meira að segja með Norðmenn í sinni þjónustu sem skipuðu öllum herjunum samkvæmt gamalli nor- rænni bardagahefð sem hafði mynd- ast á víkingaöld og menn stunduðu margar aldir eftir það,“ segir Birgir. „Það voru 2.700 manns sem tóku þátt í mestu orrustu íslandssögunn- ar og í meðalorrustu á 13. öld börð- ust kannski 1.000-1.500 manns sem er svolítið mikið,“ segir Birgir. Hermannakúltúr á íslandi „Það sem mér finnst standa upp úr við miðaldirnar er þessi hermanna- kúltúr sem var hér í gangi og hvað íslenskt samfélag var rosalega evr- ópskt samfélag á allan hátt. Hér var valddreifing og hér voru höfðingjar sem höfðu einkasveitir á sínum vegum. Það var náttúrlega enginn fastaher (e. standard army) og þess vegna hefur í sjálfu sér aldrei verið til íslenskur her. Evrópsk ríki fóru almennt að koma sér upp fastaher á 15. og 16. öld og það gerðu Danir einn- ig en Norðmenn voru þegar komnir með vísi að fastaher á 13. öld. Ríkisvaldið á 16. öld þoldi ekki samkeppni um völdin, en vopnaðar sveitir eru og voru skýrt merki um vald og því var það næsta eðlilegt að það drægi til sín vopnabirgðir á Islandi," segir Birgir og bætir við að svo virðist vera sem vopnaeign hafi verið mikil fram á seinni hluta 16. aldar þegar Danakonungur dró til sfn vopnabirgðir höfðingja og tók að sér varnir landsins. „Það hafði mikil áhrif á okkur til dæmis í Tyrkjaráninu því að þá voru engar almennilegar varnir lengur til stað- ar,“ segir Birgir. Hlutverk danska sjóhersins var að sjá um landvarnir en hann sinnti í raun aðeins verls- unarhagsmunum Dana hér landi og landhelginni, að engir aðrir en þegnar konungs hefðu hér aðgang að fiskimiðunum. Stríð eðlilegt ástand „Það sem fólk gerir sér ekki grein fyrir í sambandi við miðaldir er að stríðsástand var eðlilegt ástand í Evrópu á þessum tíma á meðan ríkisvaldið var svona veikt. Þá voru valdhafar að berjast innbyrðis og tiað nákvæmlega sama gerðist á slandi nema bara í miklu minna mæli,“ segir hann. Ýmis fróðleikur kemur fram í bók- inni sem ekki hefur verið á hvers manns vörum fram að þessu. Meðal annars fjallar Birgir um að á 15. öld hafi verið sett lög gegn notkun kross- boga á íslandi vegna þess hvað það barst mikið af þeim til landsins. „Það þótti ástæða til þess sem var svolítið óvanalegt vegna þess að það voru allir vopnaðir á miðöldum. Það þótti sjálfsagt enda var lítið sem ekkert ríkisvald til að vernda menn. Menn leituðu verndar hjá höfðingj- um og sú vernd var ekki alveg 100 prósent örugg þannig að menn báru vopn á sér þegar þeir fóru í ferðalag. Vopnin héngu yfir rúmunum og voru aldrei langt undan,“ segir Birg- ir. Birgir segir að menn hafi haldið því fram að á síðmiðöldum hafi eng- inn sent her til að herja á Island en það sé ekki alls kostar rétt. „Danakonungur sendi flota til Islands 1551. Þetta var að minnsta kosti 400 manna lið sem hann skip- aði á Íand sem átti að herja á Jón Arason og ef hann hefði ekki verið dauður hefði komið til stríðs því að hann var búinn að brenna allar brýr að baki sér. Danakonungur var ekki öruggari en svo að hann sendi hing- að flotalið f fimm ár á eftir,“ segir Birgir. Tilraunir til að stofna íslenskan her Hann fjallar einnig um tilraunir Gefðu íslenska jólagjöf Lopapeysur með og án hettu í miklu úrvali '■ SV' 4* . RAMMAGERÐIN 6..0 Hafnarstræti 19 I Sími 551 1122 Hlýjar sögur og falleg ljóö Iþessa bók hefur verið safnað ýmsum þeirra sagna sem Vil- borg Dagbjartsdóttir hefur skrif- að gegnum tíðina fyrir börn - þarna eru líka ljóð sem fjalla með einum eða öðrum hætti um barnæskuna, og nokkrar frásagnir sem helst verða kenndar við endurminningar. Ég veit ekki hversu vel kunn þessi verk Vilborgar fyrir börn eru nýj- ustu kynslóðum Islendinga en þeim mun meira virði og skemmtilegri er þessi safnbók sem prýdd er falleg- um og vel hugsuðum myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Þær auka gildi bókarinnar stór- lega þótt mér hefði reyndar fundist að það hefði mátt endurbirta gömlu myndirnar hans Gylfa heitins Gísla- sonar með sögunni um Alla Nalla og tunglið. Sögur og kvæði Vilborgar birta i aðra röndina mynd af veröld sem var, en hugðarefnin sýna okkur þó að þótt tímarnir breytist þá breyt- ast mennirnir ekki með. Þetta eru hlý verk og falleg, jafnvel þegar ýjað er að alvöru lífsins, íhugul og ættu að vekja sérhvern ungan lesanda til umhugsunar, auk þess að skemmta Hlý verk og falleg Ml Vantar myndir Gylfa Gíslasonar Úrval barnaefnis Vilborg Dagbjartsdóttir Bækur ★★★★★ honum dável. 1 veröld þar sem skemmtiefni fyrir börn felst ann- aðhvort í stórkarlalegum dreka- og galdrabókum, galgopalegu froðus- nakki að hætti Walt Disney-mynd- anna eða sfngjarnri hörku tölvu- leikjanna, þá er þessi bók Vilborgar ómetanlegt mótefni. Þetta er að minnsta kosti sú bók sem ég ætla að gefa sjö ára syni sinum i jólagjöf og lesa fyrir hann á jólanótt. Og gefa hana líka öllum öðrum börnum í fjölskyldunni. Illugi fökulsson Upplestur Rithrings Vefsvæðið Rithringur.is hefur á undanförnum árum verið vett- vangur fyrir unga og upprennandi rithöfunda til að koma sjálfum sér og verkum sínum á framfæri. Þar geta þeir birt smásögur og önnur bókmenntaverk og fengið upp- byggilega gagnrýni félaga sinna eða skipst á ráðum um allt sem viðkemur ritsmíðum. í kvöld klukkan 20 stendur Rithring- urinn fyrir jólaupplestri á kaffihúsinu Aroma í verslanamiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Þar lesa tveir rithöf- undar upp úr nýútkomnum bókum sínum. Einar Hjartarson les upp úr skáldsögu sinni Nehéz sem fjallar um ævintýri flakkarans Arnúlfs sem rekst inn í lítinn dal í Mið-Evrópu þar sem fátt hefur breyst i áratugi. Þá mun Huginn Þór Grétarsson lesa ferðasögur sem birtast í bók- inni „Háskaför um Suður-Ameríku“ sem fjallar eins og nafnið bendir til um ferðalög í þessari framandi heimsálfu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.