blaðið - 22.12.2006, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006
blaAið
Rannsókn hætt
Ekkert kom fram við rannsókn sem rennir
stoðum undir að símar Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar i
utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraðir. Þetta
er niðurstaða ríkissaksóknara.
MENNTAMALARAÐHERRA
Vill sameina sjóði
Menntamálaráðherra hefur lagt til sameiningu
Bókmennta- og kynningarsjóðs, Menningarsjóðs og
Þýðingarsjóös. „Markmiðið með frumvarpinu er að
auka skilvirkni, einfalda styrkjakerfi ríkisins og efla bók-
menntaarfinn," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
HERAÐSDOMUR
ngi i
nívai
Strokufanginn Ivar Smári Guðmundsson var dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir margvísleg brot. Meðal þeirra var rán í Bónusvideo
síðastliðið sumar en þar réðst hann á tvær konur sem voru við
störf. Hann þreif þeningakassa og stökk út um glugga af annarri
hæð. Þá strauk hann einnig af Litla-Hrauni en náðist að lokum.
Sjö morð í Bretlandi:
Tengslin könnuð
Breska lögreglan kannar nú
hugsanleg tengsl tveggja óupp-
lýstra morða og mannshvarfs í
Norwich og morðanna á vændis-
konunum fimm í Ipswich í upp-
hafi mánaðarins.
Lögregla safnar nú sönnunar-
gögnum gegn þeim Tom Stephens
og Steve Wright sem eru í haldi
lögreglu grunaðir um að tengjast
morðunum, en frestur lögreglu til
að ákæra mennina rennur út í dag
og á morgun.
Verði ákærur ekki lagðar fram
ber lögreglu að sleppa mönnunum
lausum.
Innflytjendur í Svíþjóð:
Aldrei verið fleiri
Breska lögreglan kannar nú
hugsanleg tengsl tveggja óupp-
lýstra morða og mannshvarfs i
Norwich og morðanna á vændis-
konunum fimm í Ipswich í upp-
hafi mánaðarins.
Lögregla safnar nú sönnunar-
gögnum gegn þeim Tom Stephens
og Steve Wright sem eru í haldi
lögreglu grunaðir um að tengjast
morðunum, en frestur lögreglu til
að ákæra mennina rennur út í dag
og á morgun.
Verði ákærur ekki lagðar fram
ber lögreglu að sleppa mönnunum
lausum.
imannsúr með Swarovski kristöllum og skifu úr ekta
tmóðurskel. Einfalt að minnka eða stækka að vild.
grænm
Útsölustaöir:
Jens Kringiunni • Giibert úrsmíður Laugaveg1J62 ■ Helgí Sigurðsson úrsmiður
Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiöur KeflavWk' ■ Guðmundur B. Hannah
úrsmióur Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi
Leonard Kringlunni
A t
0
Jf
Óvæntur jólaglaðningur Ág-
ústa Kristófersdóttir með litlu
dótturina sem hún vissi ekki að
von væri á Blaöiö/Eyþór
43 ára kona eignaðist barn á baðherberginu heima hjá sér:
Stóð óvænt uppi
með kríli í höndum
■ Tíðir hættu fyrir tveimur árum ■ Læknar uppgötvuðu ekkert
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Það síðasta sem hvarflaði að Ágústu
Kristófersdóttur þegar hún vaknaði
á miðvikudaginn var að hún myndi
skömmu síðar fæða stúlkubarn á
baðherberginu heima hjá sér. Ágústa
er 43 ára og hefur ekki haft tíðir i að
minnsta kosti tvö ár. Hríðirnar taldi
hún vera verki vegna hægðateppu og
hreyfingarnar sem hún hafði fundið
fyrir í kviðnum á meðgöngunni taldi
hún vera eins konar loftbólur eftir
magahjáveituaðgerð sem hún gekkst
undir í júní síðastliðnum til að losna
við aukakíló.
Hélt spörkin væru loftbólur
„Læknirinn sagði mér að ég gæti
fundið fyrir loftbólum og einhverju
slíku eftir aðgerðina. Þegar fram liðu
stundir fannst mér þær orðnar ansi
kröftugar en læknirinn sagði það
bara eðlilegt,“ segir Ágústa sem telur
að hún hafi verið komin 8 til ío vikur
á leið, til eða frá, þegar aðgerðin var
gerð.
Ágústa fór í eftirlit mánuði eftir
aðgerðina og svo aftur í október. „Þá
sagði ég við lækninn að mér fyndist
ég svolítið skrýtin í laginu en hann
sagði að ég væri kannski bara svona
í vextinum. Svo sagði hann mér að
taka á og gera æfingar og þá myndi
maginn hverfa."
Að sögn Ágústu léttist hún um 12
kíló fyrir magahjáveituaðgerðina
og hafði lést um 14 kíló eftir aðgerð
þegar hún fór á Reykjalund í október.
„Þá var hjúkrunarfræðingur þar eitt-
hvað ósáttur við þróun mála. Henni
fannst ég ekki léttast nóg og taldi að
ég hefði ekki gætt að mataræðinu.
Ég þóttist hins vegar vita að ég hefði
engu breytt. En ég léttist síðan örlítið
til viðbótar."
Áfullu ívinnu
1 nóvember var Ágústa komin í
fulla vinnu á ný í Bónus og þar vann
hún á kassa þar til klukkan 19 kvöldið
áður en sú stutta kom í heiminn öllum
að óvörum. „Ég fann fyrir þreytu í
vöðvunum (bakinu eftir vinnu þetta
kvöld. Reyndar hafði ég verið svolítið
þreytt um tíma.“
Rétt fyrir klukkan fimm á miðviku-
dagsmorguninn vaknaði Ágústa við
það að hún var að missa þvag, að því
er hún taldi. Nú veit hún að það var leg-
vatnið sem var að fara. „Ég fór fram á
baðherbergi og þá fór ég að finna fyrir
verkjum sem líktust túrverkjum. Ég
hélt að þetta væru verkir vegna hægða-
teppu sem ég hafði þjáðst af um skeið
og tók lyf við því. Én þar sem verk-
irnir ágerðust bað ég manninn minn
um að fara ekki í vinnuna ef eitthvað
meira væri í gangi og ég skyldi þurfa
að fara upp á spítala.“
Ágústa tók eftir því að farið var að
blæða og hún hélt beinlínis að inn-
yflin ætluðu niður, eins og hún orðar
það. „Ég stóð upp til að strjúka framan
úr mér því að ég var orðin rennsveitt.
Það næsta sem ég vissi var að ég stóð
með krílið í höndunum. Hún spýttist
út þar sem ég stóð við vaskinn."
Naflastrengurinn slitnaði
Ekki þurfti að klippa á naflastreng-
inn, að sögn Ágústu. „Ég held að hann
hafi slitnað þegar barnið kom.“
Litla stúlkan kom í heiminn tutt-
ugu mínútum fyrir níu og kveðst Ág-
ústa hafa staðið með hana í fanginu
þær 5 til 10 mínútur sem hún beið
eftir sjúkrabílnum. Fyrir á Ágústa
tvær dætur, 18 og 11 ára. Þær voru
að vonum undrandi á tíðindunum í
fyrstu en eru nú alsælar yfir þessum
óvænta jólaglaðningi.
Eðlilega hafði ekkert verið undir-
búið fyrir komu lítils barns á heimilið.
„Það eru margir búnir að bjóðast til
að gefa okkur fatnað og annað handa
barninu. Og nú er maðurinn minn
heima að þrifa til að undirbúa komu
okkar. Ég er búin að vera að vinna svo
mikið að ég hef ekki einu sinni haft
tíma til að skúra."
HEREFORD
S T E I K H Ú S
J-augavegur 5.Th • 101 Reykjavík
5 11 5^50 • www.licrcford.is
‘Eígencfur og starfsfóŒ EÍerejvref steíízf úss ósízar fancfsmönnum
öffum gfeðífegm jófa og fríðar yfír jófafiátíðína
Borðapantanir
'Herejord nautasieífiiirnar eru rómadar, pu vefur stœrð, sletkinpu og medCœti. Magnað! I>j<