blaðið - 22.12.2006, Side 14

blaðið - 22.12.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 blaöið UTAN ÚR HEIMI EVRÓPUSAMBANDIÐ Fiskveiðikvóti samþykktur Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins náðu samkomulagi á miðvikudagskvöldið um fiskveiðiheimildir næsta árs. Markmiðið er að hraða því að veikir fiskstofnar nái sér aftur á strik. Þorskveiðar í Norðursjó dragast saman. ÍRAK: Nýliðar létust í árás Að minnsta kosti tíu létust og tugir slösuðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður gekk að hópi lögregluný- liða fyrir utan lögregluskóla í Bagdad. Lögregla greindi einnig frá því að 76 lík hefðu fundist víðs vegar í höfuðborginni í gær. liTWTTiHW Grunaðir um sextíu íkveikjur Sextán og nítján ára strákar eru nú í haldi lögreglu í Árósum í Danmörku grunaðir um yfir sextíu bruna í nágrenni borgarinnar á síðustu tveimur mánuðum. l’flestum tilfellum var um að ræða minniháttar bruna í stigagöngum fjölbýlishúsa og ruslagámum. Að sögn danskra blaða er hugsanlegt að fleiri tengist málinu. Dómsmál: Dæmdur fyrir manndráp Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðar fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í janúar á þessu ári. Pilturinn ók á fimmtán ára stúlku í Garðabæ. Samkvæmt dómsorði var sólin lágt á lofti en sannað þótti að pilturinn hefði ekið of hratt. Stúlkan lét lífið við áreksturinn. Atburðurinn hafði djúpstæð áhrif á piltinn en hann flosn- aði upp úr skóla og hefur átt við svefnerfiðleika að stríða. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn. Láttu þér líða vel ívinnunni t s 1 Slitsterkt Polyester og Power Polyamide efnl Tvelr stóflr br|óstvasar með rennilás, fyrir planbókina og GSM slmann. Stórtr og sérstaklega styrkör hliöarvasar meö Blix rennllás. Léttlr, plássmiklir sterkir vasar. Sérlega mjúkt efnl sem gerlr allar hreyflngar léttarl. Cordura ® er nýjung fráSnlckersefnl sem er sérstaklega slltsterkt Tvöföld Velcro festlng og auðveldara er að verkfærabeltið. Sérhannaður, styrktur vasl, aðelns fyrlrGSM. Vasarnír eru með mjúku efni að Innanverðu sem ver vlðkvæma hluti. Twisted leg ® er ný hönnun ávasafyrlr hnéhllfsértllþess að hún sltur alltaf á réttum stað. ® Akumyrl • CgilutS&um • HofnarTiHM • Höln • Kafiouik • Kápovogi • Raykjovik • St.lfo.rl Sérvitur einræðisherra deyr: Faðir allra Túrkmena allur ■ Óvíst hvernig mál þróast í landinu ■ Átti viö hjartasjúkdóm aö stríða Eftir Atla fsleifsson atlii@bladid.net TÚRKMENISTAN Saparmurat Niyazov, forseti Túrk- menistans, lést úr hjartaáfalli seint á miðvikudagskvöldið. Niyazov, sem kallaður var Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, var 66 ára þegar hann lést og hafði stjórnað ríkinu frá árinu 1985. Stjórnarhættir forsetans vöktu oft og tíðum undrun en í landinu var ýtt undir mikla persónudýrkun á honum. Hann greindi þjóð sinni frá því í síðasta mánuði að hann ætti við hjartasjúkdóm að stríða. Óljóst er hver mun taka við emb- ætti forseta Túrkmenistans. Að- stoðarforsætisráðherra landsins, Kurbanguly Berdymukhamedov, mun sinna embættisskyldum forsetans þangað til að æðsta ráð landsins mætir til fundar á annan dag jóla og ræðir framtíðarskipan mála. Berdymukhamedov hefur verið falið að skipuleggja jarðarför- ina, en forsetinn verður borinn til grafar á aðfangadag í höfuðborg- inni Asgabat. Niyazov missti föður 1 sinnísíðariheimsstyrj- ^ öldinni og móður J sína og fleiri fjöl- skyldumeðlimi í jarðskjálfta sem skókAsgabatárið 1948. I upphafi sjöunda áratug- arins gekk hann til liðs við Komm- únistaflokkinn og tók svo við embætti formanns árið 1985. Hann varð síðan fyrsti lýð- ræðislega kjörni for- seti landsins árið 1991. ^ Átta árum síðar skipaði þing landsins hann forseta til lífstíðar. Útlægir andstæð- ^ ingar Niyazovs setja nú margir hverjir stefnuna aftur til Túrkmen- Höfuðborg: Landsvæði: fbúafjöjdi: Sjálfstæði: Auðlindir: Trú: Asgabat 488.100 ferkílómetrar 4,9 milljónir 1991 (frá Sovétríkjunum) Jarðgas og bómull Meirihluti landsmanna eru múslímar. nHBHMHBHi -.... nrrr» Turkmenbashi Hefurgegnt forseta- embætti Túrkmenistans frá árinu 1985. istans, en þróun mála í landinu er í mikilli óvissu. Talið er að margir Gullstytta af forseta Snýrávallt í átt að sólu. helstu samstarfsmanna Niyazovs hafi litla sem enga reynslu í stjórnun þó að þeir neiti slíku. Talsmennstjórn- arinnar lýstu því yfir í gær að ste- fna stjórnvalda í innanríkis- og utanríkismálum yrði óbreytt þrátt fyrir að nýr maður talci við forsetaemb- ættinu. Þrátt fyrir að landið sé auðugt af jarðgasi býr þorri Túrk- mena við fátækt. Mann- réttindi eru fótumtroðin í landinu, enda var Niyazov talinn einhver spilltasti og illræmd- asti þjóðarleiðtogi heims.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.