blaðið - 22.12.2006, Síða 30

blaðið - 22.12.2006, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 blaðið Glæsilegt úrval , úr úra og skartgripa Flestir landsmenn þekkja rödd Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur en hún hefur á undanförnum árum flutt fréttir af vega- framkvæmdum, færð og umferðaró- höppum í Umferðarútvarpinu (áður Útvarpi Umferðarráðs). Þá hafa landsmenn einnig fengið að njóta raddar Kristínar og félaga hennar í Dómkórnum sem hún hefur sungið með um langt skeið. Hún hefur að vísu verið í fríi frá kórstarfinu und- anfarið en hyggst taka upp þráðinn á ný fljótlega enda segir hún að maður hætti aldrei í Dómkórnum heldur taki sér aðeins mislöng hlé. Kristín hefur verið í Dómkórnum með hléum frá því að Marteinn H. Friðriksson sem þá var nýráðinn dóm- organisti hans tók við honum haustið 1978. „Organistar byggja oft upp sinn eigin kór og hann vantaði fólk til að hjálpa aðeins til um jólin. Við vorum nokkur úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans sem sungum á litlum jólatónleikum. Manni fannst það skrýtið þegar maður var um tvítugt að fara að syngja í kirkjukór en honum tókst að sjanghæja okkur í kórinn enda vildi maður allt fyrir þennan frábæra kennara gera. Mar- teinn er einfaldlega einn af þessum frábæru erlendu tónlistarmönnum sem hafa komið til íslands og auðgað tónlistarlífið hér. Það er alveg ómet- anlegt. Hann byrjaði með Tónlistar- daga í Dómkirkjunni 1980 sem er há- tíð í tengslum við afmæli kirkjunnar að hausti. Hann hefur á hverju ári pantað nýtt íslenskt tónverk frá inn- lendu tónskáldi og stundum frá er- lendum tónskáldum," segir hún. Erfitt að kenna fólki að vera skemmtilegt Kristín segir að hún hafi alls ekki séð fyrir sér að hún ætti eftir að vera viðloðandi kórinn jafnlengi og raun ber vitni en félagsskapurinn hefur án efa haft sitt um það að segja. „Einhvern tíma sagði reyndar kór- stjórinn minn að það væri ekkert mál að kenna fólki að syngja en það væri erfitt að kenna fólki að vera skemmti- legt,“ segir Kristín og hær. „Það er einu sinni þannig með þennan kór að í honum er afskap- lega mikið af góðu, skemmtilegu og dásamlegu fólki sem maður binst vináttuböndum. Það eru líka talsvert margir úr minni fjölskyldu sem hafa verið í honum. Það segja það sjálfsagt allir um sinn kór en þetta er alveg ein- stakur félagsskapur,“ segir Kristín og bætir við að í þessum kór eins og öðrum myndist sérstök samkennd meðal félaga. Svo er alltaf mikill fagnaður eftir tónleika og stundum er skálað ífreyðivíni á kirkju- loftinu í Dómkirkjunni sem er mjög skemmti- legt líka. Saman í gleði og sorg „Við þurfum einhvern veginn að reyna að standa okkur sjálf sem einstaklingar í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er vinna eða eitthvað annað. Þarna er maður ekki aðeins einstaklingur heldur hluti af stærri heild. Maður reynir vissulega að standa sig eins vei og maður getur en útkoman er alveg háð þessari einingu og þeim sem standa að henni. Það þýðir ekk- ert að vera í kór þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Þá held ég að samhljómurinn yrði eitthvað mjög sérkennilegur," segir Kristín og bendir jafnframt á að kórfélagar gangi í gegnum jafnt gleði- og sorg- arstundir saman. „Það eru ótal pör sem hafa myndast í þessum kór og eins í kór Menntaskólans við Hamra- hlíð og Hamrahlíðarkórnum. Fólk missir ættingja sína og við erum búin að syngja í ótal brúðkaupum og skírnum hjá kórfélögum. Það er gaman að geta verið með þeim á gleði- stundum og eins að geta sýnt stuðn- ing þegar erfitt er. Einhvers staðar las ég í tengslum við þessi hláturnámskeið sem hafa verið haldin að það væri mjög hollt að hlæja. I Dómkórnum bæði syngjum við og hlæjum mikið. Við förum ekki á kóræfingu án þess að hlæja. Það er bara hluti af þessu. Þetta er bara gaman og það hristir hópinn saman sem er alveg ómetan- legt,“ segir Kristín sem tekur undir að söngurinn sem slíkur veiti einnig vissa útrás. „Það er náttúrlega ofboðslega gef- andi fyrir þennan hóp að sigrast á verkefnum saman, til dæmis nýju tónverki sem manni finnst kannski hræðilega erfiður hjalli þegar maður fær það í hendur en lýkur síðan með ágætisútkomu á tónleikum,“ segir Kristín. Freyöivín á kirkjuloftinu Dómkórinn hefur ferðast mikið innanlands og heldur öðru hverju út fyrir landsteinana til tónleikahalds. Þá er talsvert félagslíf hjá kórfélögum ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVECI 15 • Sími 511 1900 koma líka prestarnir, sóknarnefndin og biskupinn sem voru í messunni um morguninn. Við toppum okkur á hverju ári og í fyrra fengum við meira að segja umfjöllun um okkur i Gestgjafanum. Þá var blaðamaður sem kom þangað ásamt sambýlis- manni sínum sem fannst þetta svona æðislegt," segir Kristín. Kórfélagar ekki eins villtirog áður Kórfélagar koma úr ýmsum áttum en meðal annars er þar að finna marga kennara og fólk úr fjölmiðla- heiminum. „Þetta er fólk á besta aldri en kórinn hefur náttúrlega elst. Við vorum rosalega villt þegar við byrjuðum en nú er þetta fólk orðið settlegra. Ég man að einu sinni var Marteinn að reyna að smala fólki á æf- ingu og hringdi í um 15 manns á föstu- dagskvöldi og sagði síðar að þá hefði hann áttað sig á því hvað kórinn var orðinn gamall því að það voru allir utan æfinga ogtónleika. „Við höldum oft á hverfisbarinn okkar eftir æf- ingar og fáum okkur einn og flissum svolítið meira. Svo er alltaf mikill fagnaður eftir tónleika og stundum er skálað í freyðivíni á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni sem er mjög skemmti- legt líka,“ segir Kristín. Ýmsar hefðir hafa skapast á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru frá því að Marteinn H. Friðriksson kom kórnum á laggirnar. „Eftir frumflutning þessa nýja íslenska verks á Tónlistardögum höfum við til dæmis boðið öllum tónskáldum sem hafa samið verk fyrir hátíðina til fagnaðar á kirkju- loftinu. Svo er önnur hefð á pásíca- dagsmorgun sem er alveg einstök. Þá eru alltaf tvær messur, sú fyrri klukkan 8 og sú seinni klukkan 11. Á milli þeirra er alltaf slegið upp gríðar- lega flottu veisluborði á kirkjuloftinu þar sem hver kórfélagi kemur með eitthvað gott úr eldhúsinu. Þangað Jólagjöf veiðimannsins - m:, s m veidikortid.is 29vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiöivöruverslunum og á www.veidikortid.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.