blaðið - 22.12.2006, Page 31
I
blaðið
heima," segir Kristín og hlær. „Þegar
við vorum að byrja 1978 var Borgin
aðalstaðurinn og þar var maður fram
eftir kvöldi, fór svo i partí og síðan að-
eins heim að sofa áður en maður fór
aftur niður í miðbæ en í allt öðrum
erindagjörðum klukkan 11 á sunnu-
dagsmorgni,“ segir Kristín og bætir
við að nú hafi þetta breyst.
íslensk jólastemning á Kanarí
Jól og aðventa er mikill annatími
hjá kórum landsins enda fjöldinn
allur af tónleikum í boði fyrir utan
hefðbundnar messur. Kristín segir
að þessum tíma fylgi oft mikið álag
en það sé einnig hluti af þeirri dásam-
legu stemningu sem fylgir jólunum.
„Það kemur alltaf þögn í útvarpinu í
nokkrar mínútur áður en klukkurnar
í Dómkirkjunni hringja klukkan sex
á aðfangadag. Síðan óskar þulurinn
landsmönnum gleðilegra jóla og
jólamessan hefst. Fyrir fólk sem er á
mínum aldri og eldra eru þetta jólin.
Ég get ekki án þessarar messu verið,“
segir Kristín. „Þegar við vorum á Kan-
aríeyjum um jólin í fyrra tókst okkur
að útvega geisladisk með messunni
frá árinu áður niðri í Dómkirkju. Þar
sem það var ekkert netsamband á
hótelinu þurftum við að gera þetta
svona. Við vorum með geislaspil-
ara og klukkan þrjár mínútur í sex
settum við jólin á og hlustuðum á
jólamessuna frá árinu áður sem ég
hafði reyndar sjálf sungið í þannig að
jólastemningin skilaði sér alla leið til
Kanaríeyja,“ segir Kristín.
Kristín segir að yfirleitt séu sömu
sálmarnir sungnir í jólamessunni í
Dómkirkjunni og svo hafi verið lengi.
Árið 1995 bættist sálmurinn Kirkjan
ómar öll á efnisskrána. „Það kom
þannig til að þessi sálmur hafði alltaf
verið sungin í kirkjum á Vestfjörðum.
Mamma min sem er fædd og uppalin
á Hnífsdal sagði mér að presturinn á
ísafirði kom alltaf og messaði í barna-
skólanum á Hnífsdal á aðfangadag
klukkan sex og það þótti voðalega há-
tíðlegt. Þá var þessi sálmur alltaf sung-
inn. Eftir snjóflóðin fyrir vestan árið
1995 byrjuðum við að syngja þennan
sálm í Dómkirkjunni til heiðurs og
huggunar fólkinu fyrir vestan. Síðan
hefur þessi sálmur verið sunginn við
trompettleik og það er afskaplega há-
tíðlegt," segir Kristin.
Hátíðarsvör Bjarna
Þorsteinssonar
Hátíðarsvör séra Bjarna Þorsteins-
sonar, tónskálds og þjóðlagasafnara
frá Siglufirði, eru einnig ómissandi
þáttur í jólamessunni 1 Dómkirkj-
unni. „Pabbi minn, Þorsteinn Hann-
esson söngvari, var frá Siglufirði
en hann sagði alltaf mjög spekings-
lega við okkur á jólunum: „Vitið
þið hvað, krakkar? Ég heyrði séra
Bjarna sjálfan tóna þetta í kirkjunni
á Siglufirði.“ Við svöruðum alltaf að
við hefðum nú heyrt þetta áður. Svo
þegar pabba var aðeins farið að förl-
ast þurftum við að minna hann á
að segja þetta og þá gerði hann það,“
segir Kristín og bætir við að hún hafi
fyrst sungið hátíðarsvörin þegar hún
var i Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. „Þá sungum við messu í sjón-
varpssal og Sigurbjörn Einarsson
biskup predikaði. Þá söng ég í raun
í fyrsta skipti þessi margfrægu svör
séra Bjarna. Við lærðum þau öll utan
að og þetta var mikil helgistund. Eftir
það sungum við í nokkrum messum
hjá séra Sigurbirni í sjónvarpssal
en síðan hefur jólamessa sjónvarps-
ins verið tekin upp i hinum ýmsu
kirkjum,“ segir Kristín.
Ekki mikið sungið á heimilinu
Þrátt fyrir að faðir Kristínar hafi
verið mikill tónlistarfrömuður, lands-
kunnur söngvari og siðar tónlistar-
stjóri Rikisútvarpsins, segir hún að
það hafi ekki verið mikið sungið á
sínu heimili.
„Það var alls ekki þannig að við
værum að syngja við öll tækifæri.
Við krakkarnir lærðum að visu á
hljóðfæri og sungum í kórum en það
var ekki sungið á heimilinu. Ég held
að við höfum aldrei sungið jólasálma
FÓSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006
fyrr en foreldrar mínir eignuðust
barnabörn og fóru að ganga með elsta
barnabarninu í kringum jólatréð og
fannst það afskaplega gaman,“ segir
Kristín. Þau systkinin fengu engu að
síður öll tónlistarbakteríuna í arf.
„Páll bróðir minn er lærður tón-
menntakennari þó að hann starfi
ekki sem slíkur núna. Hann byrjaði
líka i Dómkórnum 1978 og Hannes
yngri bróðir minn syngur einnig
með kórnum en er reyndar í smáfríi
eins og ég. Við höfum því öll fengið
þessa tónlistarbakteríu og sem betur
fer var ekki hægt að komast undan
henni. Ég veit ekki hvernig maður
væri ef maður hefði ekki komist í
kynni við tónlistina," segir Kristín.
Ekki dæmigerð útvarpsbörn
Kristín og Páll bróðir hennar fengu
ekki aðeins tónlistaráhugann í arf
frá föður sínum heldur hefur útvarps-
áhuginn einnig skilað sér til þeirra.
Kristín segir að þau séu þó ekki þessi
dæmigerðu útvarpsbörn.
„Við vorum að vinna þar á sumrin
með skóla og fórum síðar bæði tvö út
i þetta. Bróðir minn var mjög lengi
í útvarpinu og ég líka, síðan fór ég í
sjónvarpið og svo í þetta míníútvarp
sem ég er i núna,“ segir Kristin og
vísar þar til Umferðarútvarpsins.
Hún segir að andinn í Ríkisútvarp-
inu á þeim tíma sem hún starfaði þar
hafi verið dásamlegur.
„Ég byrjaði að vinna niðri á Skúla-
götu 1980. Þar voru mikil þrengsli
og fólk sat þar við skrifborð úti
á göngum. Þarna var ofboðslega
mikið af skemmtilegu og glaðlegu
fólki og mikill samhugur hjá þeim
sem þarna störfuðu og mikill ævin-
týraheimur að fá að taka þátt i þessu,“
segir Kristín og bætir við að hún hafi
verið alin upp við útvarpið.
„Það var alltaf mikið hlustað á út-
varpið á mínu heimili og rætt um
það. Útvarpið þótti miklu merkilegra
þá en nú enda var bara ein útvarps-
stöð. Fólk hlustaði mikið á útvarp og
það hlustuðu allir á það sama. Ef þú
misstir af einhverju í útvarpinu þá var
það bara verr og miður. Þú gast ekk-
ert farið á Netið og hlustað á það þar.
Maður var að hlusta á leikrit og
sögur. Ég var orðin átta ára þegar
ég sá sjónvarp í fyrsta skipti ef frá
er talið Kanasjónvarpið. Svo var
náttúrlega ekkert sjónvarp á fimmtu-
dögum. Ég tala sennilega eins og ég
sé ævaforn en mér finnst ég samt
ekkert vera svo gömul. Þetta er lík-
lega frekar til marks um hvað þessir
hlutir hafa breyst hratt á skömmum
tíma,“ segir Kristin Björg Þorsteins-
dóttir að lokum.
Einar.jonsson@bladid.net
Glæsilegt úrval v ú
úra og skartgripa
ÚRSMÍÐAMEISTARI
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
URVALSDEILD
KJÖTMEISTARA
Villibráð eða veislusteikur, vel hangin hreindýrslund eða gðmsætt paté,
grafin gæs eða flauelsmjúk bringa, kryddlegið lamb eða kðtelettur, hangikjöt
eða himneskar nautasteikur: 20 ára reynsla, þekking á hráefnum og ást
á matargerð færa þðr aðeins það besta.
Opið alla virka daga til áramúta
Opið laugardag 23. des.
Opið laugardag 30. des.
10.00-19.00
10.00-18.00
10.00 -18.00
Grensásvegi 48 • sími 553 1 600