blaðið

Ulloq

blaðið - 22.12.2006, Qupperneq 40

blaðið - 22.12.2006, Qupperneq 40
FÖSTUDAGUl Sveitt á gamlárs! Góö úr fyrir sjóndapra Glæsilegt úrval , aV úra og skartgripa ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 DJ Curver og DJ Kiki-Ow halda 90’s- partí á gamlárskvöld en NO LIMITS- kvöldin þeirra hafa verið að gera allt vitlaust í ár. Stemningin á kvöldunum fyrr í vetur var hreint brjálæðisleg og svitablautir gestir þeirra fóru heim und- ir morgun eftir stanslaust stuð í orgi og hoppi. Þegar kvöldin voru haldin á Bar 11 voru biðraðir langt upp á Laugaveg. DJ Curver segir að það sé gaman hvað fólk tekur vel í þetta og greinilegt að tíundi áratugurinn sé genginn í end- urnýjun lífdaga. Gamlárskvöld verður því sveitt fyrir þá sem vilja og forsala aðgöngumiða er hafin á nasa.is. Allt áhugafólk um tíunda áratuginn ætti því að tryggja sér miða sem fyrst þar sem aðeins er um takmarkaðan miða- fjölda að ræða. blaðið ER 2006 CH.t' » 40 »42 Fikniefni undir frægöarsólinni »44 1 Kiki en s emmuieg Snyst um brjostin Kiki tekur , sig ekki alvarlega Kiki-Ow a Bar 11 No Limit kvöldin hafa slegið í gegn Kiki-Ow á Bar 11 Kiki hefur gaman af því að klæða sig upp Dívan frá Devon, Kiki-Ow (Kitty Von So- metime) eða bara Kitty, flutti til Reykjavíkur frá London á árinu og hefur aldeilis sett svip sinn á tónlistarlíf borgarinnar á skömmum tíma. Áður en hún flutti hingað í aprílmánuði síðastliðnum hafði hún eytt næstum heilu ári í flugvél yfir Atlantshafinu milli London og Reykjavikur. „Ég kom hingað í heimsókn oft- ar en tíu sinnum á einu ári,“ segir Kitty hlæj- andi og segist auðvitað hafa þurft að flytja hingað. Brjóstgæðin skipta máli Alteregó Kittyar, Kiki-Ow, er tónlistarmað- ur. „Ég er feimin við að kalla mig tónlistar- mann,“ segir hún. En ég hafði aðeins unnið að tónlist í þrjá mánuði í London áður en ég hellti mér í hana á íslandi. Kitty segist bara gera grín að reynsluleysinu og þaðan er kom- ið slagorð Kiki-Ow: Talentless, but fun, eða hæfileikalaus en skemmtileg. Annað slagorð sem henni hefur verið eignað er: I’ts all about tits, eða þetta snýst allt um brjóstin. Henni hefur reyndar margoft verið bent á að annar hver íslendingur kalli sig tónlistarmann eða rithöfund. „Ég tek mig ekki alvarlega,” segir hún og hlær. Alteregóið hún Kiki Ow er hreint út sagt brjáluð. Algerlega hömlulaus karakter sem hoppar og öskrar. Það liggur við að það þurfi að loka hana í búri. En hver myndi svo sem vilja það hér á landi. Hin kolbrjálaða Kiki-Ow smellpassar inn i reykvíska tónlistarsenu. ítónlistarslag Kiki-Ow hefur verið fastagestur á Airwa- ves-hátíðinni síðustu ár og kom hingað fyrst til að skrifa fyrir erlent nettímarit um tónlist og næturlíf. Hún hefur unnið töluvert með islenskum tónlistarmönnum, til að mynda með Viðari Gíslasyni úr Trabant að endur- gerð að lagi Right Said Fred, Tm too Sexy sem sló í gegn á dansstöðum borgarinnar. Og eftir það var ekki aftur snúið. Hún hitti Bibba eða DJ Curver og saman byrjuðu þau að melda með sér að spila 10. áratugartónlist á skemmtistöðum borgarinnar. „Hann bara fann mig,“ segir Kitty. „I byrj- un slógumst við i einhvers konar tónlistars- lag. Ég vildi trana fram níunda áratugar- tónlist, Madonnu og Prince og svoleiðis, en Bibbi tíunda áratugar og kynnti hann mig á ný fyrir gömlum smellum eins og No Limit og fleirum körftugum lögum. Það endaði þannig að ég stóðst ekki stuðið í tíunda ára- tugartónlistinni." Sjóræningjastelpa frá Devon „Ég er alin upp í bænum Devon í Bret- landi, sem er ekki mikið stærri en Reykjavík. Seinna flyst ég til London og þaðan kem ég til Reykjavíkur.“ Aðspurð um muninn á að búa á þessum stöðum segist Kitty hafa gert sér grein fyrir því hve munurinn er mikill við komu sína til London nýlega. „Það er allt miklu afslappaðra í Reykjavík, hreinna og hér býr maður við meira öryggi. Veðrið er náttúrlega ömurlegt en ég kvarta ekki því hér vill ég búa,“ segir hún. Hún seg- ist vera komin af stað í íslenskunám enda komin hingað til að vera. „Ég reyni að tala ís- lensku við fólk en það svarar mér oft á ensku, því finnst ég vera krúttileg þegar ég tala ís- lenskuna,“ segir hún og hlær. „Ég nýt einnig meira frelsis á lslandi,“ segir Kitty. Hér klæða sig allir eins og þeir vilja, sem mér finnst frábært. Mér finnst gaman að klæða mig upp á og klæðast óvenjuleg- um fötum. Ég gæti ekki gert það eins og ég vildi í London þar sem menningin er stífari." Aðspurð um svokallaðan sjóræningjastíl sem einkennir margar af ljósmyndunum af henni segist hún náttúrulega vera komin frá aldagamalli sjóræningjahöfn. „Kannski er það þess vegna sem ég sæki í tísku er tengist sjóræningjum og þviumlíku.” dista@bladid.net ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.