blaðið

Ulloq

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 4

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaftið Hreindýrakvóti aukinn Umhverfisráðuneytiö hefur ákveðiö að auka veiðikvóta hreindýra úr 909 upp í 1137 dýr árið 2007. Kvótinn skiptist þannig að það má veiða 577 kýr og 560 tarfa. Verð veiðileyfa verður auglýst frekar í þyrjun næsta árs. Beðið eftir rannsókn „Niðurstöður rannsóknarinnar skýrast í janúar en þá ættu málin að skýrast," segir Kristján Loftsson, útgerðarmaður og eigandi Hvals hf. Sýni voru tekin úr þeim níu langreyðum sem veiddust í haust til að mæla magn kvikasilfurs, PCB og annarra efna í kjötinu. FRJÁLSVERSLUN Róbert Wessman maður ársins Róbert Wessman, 36 ára forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Viðurkenningin var afhent í veislu sem tímaritið hélt á Hótel Sögu Róberti til heiðurs í gær og afhenti forsæt- isráðherra, Geir Haarde, honum viðurkenninguna. Skaðabótamál: Olíufélög íhuga áfrýjun „Við munum hittast eftir ára- mót og ræða framhald málsins," segir Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís. Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi um miðjan desember olíufélögin þrjú, Essó, Skeljung og Olís, til að greiða Reykjavíkurborg tæpar 8o milljónir króna í skaðabætur vegna verðsamráðs. Gísli segir ekki liggja fyrir hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar en frestur til að áfrýja rennur út um miðjan janúarmánuð. ísraelsher: Drepur þrefalt fleiri en í fyrra ísraelsher hefur drepið 66o Palestínumenn það sem af er ári 2006 samkvæmt ísraelsku mannréttinda- samtökunum BTselem. Fjöldi fórnar- lamba reikn- ast þrisvar sinnum meiri en árið 2005.141 palestínsku fórnarlambanna voru börn. Samtímis hafa 23 ísraelar látið lífið í árásum Palestínumanna á árinu. f nóvember sátu 9.075 Palestínumenn í ísraelskum fang- elsum og af þeim sátu 738 inni án þess að hafa verið ákærðir. :rv Fögurdyr ehf. og Birtingur sameinuð undir eignarhaldi Hjálms: Birtíngur í fjölmiðla- kapli Baugs ■Reykjavík Mag selt Grapevine ■ Hjálmur meö 60 prósenta eignarhald Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Fyrirtækið Birtíngur sameinaðist Fögrudyrum ehf. sem eru í eigu Hjálms í gær. Birtingur hefur haldið úti útgáfum á allnokkrum tímaritum en Fögurdyr hafa hingað til eingöngu gefið út ísafold. Dag- inn þar áður keyptu Fögrudyr öll tímarit 365 miðla. Samkvæmt frétta- tilkynningu sem var gefin út segir að tímaritin Mannlíf, Hér og Nú og Veggfóður verði lögð niður. Eignarhlutur Hjálms verður 60 prósent en félagið er alfarið í eigu Baugs. Hjálmur á einnig hið nýja dagblað sem gengur undir nafninu Dagblaðið-Vísir útgáfufélagið ehf. Feðgarnir Janus Sigurjónsson og Sig- urjón M. Egilsson eiga ellefu prósent í því blaði. Þá á Baugur rétt rúm 25 prósent í 365 miðlum og því nokkuð ríkjandi á fjölmiðlamarkaði. Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason deila 10 pró- senta hlut í hinum nýja Birtíngi ásamt Elínu Ragnarsdóttur sem gegnir framkvæmdastjórastöðu og Mikael Torfasyni, yfirritstjóra á Birtíngi. Einnig mun Reynir Traustason, ritstjóri Isafoldar, verða yfirritstjóri en í tilkynningu segir að það verði á öðru sviði en því sem Mikael gegnir. V: %! ‘(1111‘llil lli ál _ •; t I AJ rr f ■U' v l j*. -■» Clí*-** sh£ sm? St-c f^jk«r5Hi x I JPMQH l A A > ... 'iíwö ÍÉiÉL%^JÍt ’ 4-e —- ,r ■ íáfeásr Vi*>£ Z E D R U S persneskar mottur húsgögn gjafavörur www.zedrus.is i ilíóarsmárti 11 S. 334 22SS Baugur Sigurjón Már Egilsson Janus Sigurjónsson 100% Reynir Traustason Jón Trausti Reynisson Mikael Torfason Elín G. Ragnarsdóttir 11% 40% 49% 60% LL eignir* 28% 10% 2% Dagblaðið-Vísir útgáfufélagið Hreinn Loftsson stjórnarformaöur Birtíngur ‘Sigurður G. Guöjónsson stjórnarformaður Flókinn kapall Gríðarlegar sviptingar hafa verið innan fjölmiðlaheimsins en svo virðist sem eignarhald hafi þó lítið breyst. Stjórnarformaður Birtíngs er Sigurður G. Guðjónsson en það er óvíst hvort hann gegnir þeirri stöðu áfram. Hann er einnig stjórn- arformaður Blaðsins en Arvakur á helming í því. Stjórnarformaður hins nýja dagblaðs verður Hre- inn Loftsson. Framkvæmdastjóri Hjálms er Hjálmar Blöndal sem gegndi stöðu aðstoðarmanns Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Baugs. Samkvæmt heimildum mun ákvörðun um sameiningu hafa gengið hratt fyrir sig og aðdrag- andinn verið stuttur. Á undan- förnum dögum hefur verið lagður allnokkur fjölmiðlakapall þar sem 365 miðlar hreinsuðu í burtu nær alla miðla sem þeir höfðu fyrir utan Fréttablaðið og Stöð tvö. Einnig hafa verið hreyfingar innan Stöðvar tvö en Heimir Jónas- son, yfirmaður dagskrárgerðar hjá Stöð tvö, lét af störfum í vikunni. Þá mun Pálmi Guðmundsson taka við hans störfum en hann hefur hingað til unnið á auglýsingadeild stöðvarinnar. Svo mun Fröken ehf. hafa fengið útgáfuréttinn á tímaritinu Reykja vík Mag sem er skemmtirit á ensku. Frökenin gefur einnig út Grapevine sem var helsti samkeppnisaðili tímaritsins. Samkvæmtheimildum mun framtíð blaðsins vera óráðin. Utanríkisráðuneytið: Rannsakar gögn sem bárust Blaðinu Rannsókn er hafin á því hvernig Blaðinu bárust afrit af tveimur bréfum sem Jóhann R. Benediktsson sýslumaður sendi til norsku leyniþjón- ustunnar (NoDISS) og varnarmálaráðuneytisins í Noregi. Hann undir- ritaði bréfið sem fram- ssgg kvæmdastjóri Icelandic ____ Intelligence Service, eða iSgg |g|É í nafni Islenskrar leyni- þjónustu og merkti með iSHIg skjaldarmerkinu og gfg|f§ %- * merki NATO. Morgunblaðið greindi ríi frá rannsókninni í ar^ gær. Sýslumaðurinn sagði í viðtali við Blaðið fyrir jól að Blaðið 21. des Afrit af bréfi Jóhanns Ut- anríkisráðuneytið rannsakar hvernig bréfin bárust B/aðinu. Icelandic Intelligence Service stæði fyrir greiningardeild á vegum sýslu- mannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Tit- illinn væri vinnuheiti til að auðvelda samstarf embættisins við her- veldið NATO. I bréfunum þakkaði Jóhann norskum yfir- manni í varnarmála- ráðuneytinu og hjá NoD- ISS fyrir námskeið sem haldið var hér á landi í október. Hann tilkynnti utanríkisráðuneytinu um að hann myndi ekki senda fleiri bréf sem framkvæmdastjóri IIS eftir umfjöllun Blaðsins. Ár og dagur: Lögbann og skaðabótamál Stjórn Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins, íhugar að leggja fram lögbanns- kröfu á störf Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra Blaðsins, fyrir Dag- blaðið - Vísi útgáfufélag ehf. Þá íhugar stjórnin ennfremur að höfða skaðabótamál á hendur Sigurjóni fyrir samningsbrot. „Þetta verður tekið fyrir á stjórn- arfundi sem væntanlega verður haldinn í næstu viku,“ segir Karl Garðarsson, framkvæmda- stjóri Árs og dags. 365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV og mun Sigurjón ritstýra nýju blaði.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.