blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Nú árið er liðið Nú er árið 2006 að líða undir lok og kemur aldrei aftur. Um áramót er til siðs að rifja upp, staldra við og velta vöngum. Hvað var gott og hvað var slæmt? Yfirleitt eru slíkir hlutir persónulegir og breytilegir frá manni til manns, góðir eða slæmir. Þegar litið er til baka eru það þó stóru atburð- irnir sem sitja eftir í minningunni. Atburðir sem sagnfræðingar framtíð- arinnar munu velta vöngum yfir. Verður ársins, sem er að kveðja, minnst í framtíðinni sem ársins þegar við sökktum landinu? Það er ekki ósenni- legt að svo verði, enda er sú stund ofarlega í huga þegar Hálslón við Kára- hnjúka fylltist af vatni. Það var dramatísk sjónvarpsstund, ekki ósvipuð þeirri þegar stóratburðir gerast úti í heimi og sjónvarpsmyndavélar gera mann að þátttakanda í atburðarás. Bandaríski herinn kvaddi landið á þessu ári sem eru stórtíðindi í árs- uppgjöri. Margir gagnrýndu harkalega hvernig að þeim málum var staðið og enn hefur ekki verið upplýst hvernig svæði varnarliðsins nýtist í fram- tíðinni. Þótt Bandaríkjamenn hverfi af vettvangi hafa aldrei fleiri útlend- ingar verið búsettir hér á landi. Á málefnum þeirra er brýnt að taka á nýju ári. Heimurinn hefur opnast og fsland er hluti af þeirri innflytjendaþróun sem á sér stað um allan heim. Það má ekki líta neikvæðum augum á þessa þróun, miklu frekar þarf að læra af mistökum annarra og fyrirbyggja að upp komi vandamál á milli ólíkra menningarheima. Öll mál eru til þess fallin að takast á við þau og leysa úr þeim á farsælan hátt. Hvernig verður árið eða síðastliðin fjögur ár gerð upp hjá ríkisstjórn- inni? Mun hún sitja uppi með þann stimpil að hafa verið klúðrari nýrrar aldar? Ekki er ósennilegt að margir muni gera upp kjörtímabilið um þessi áramót, enda kosningar í vor. Kjósendur ákveða þá hverjir eru best til þess fallnir að takast á við óleyst mál á næstu árum þannig að sátt ríki. Nú styttist í það að árið 2007 renni upp. Þetta gæti orðið gott ár en varla þó síður viðburðaríkt en árið 2006. Það er löngu ljóst að lífgæðakapp- hlaupið er mörgu öðru yfirsterkara hér á landi, enda hafa stjórnvöld kynt undir mikilli þenslu á undanförnum árum. Sumir hafa auðgast verulega á þenslunni en aðrir hafa aukið skuldir sínar mikið. Þeir sem hafa upplifað þenslutímabil og önnur þar sem niðursveifla hefur náð taki á þjóðinni óttast að hún endurtaki sig fyrr en seinna. Það má ekki koma harkaleg nið- ursveifla nú því hún gæti orðið mörgum dýrkeypt. Með alþjóðavæðingu er kannski minni hætta á slíkum sveiflum en þest væri að hér gæti ríkt stöðugleiki. Þjóðin hlýtur að kjósa um stöðugleika í vor og ekki síður góða fjölskyldustefnu; í börnunum bíður framtíðin. Það er öllum hollt að líta til baka um áramót og velta fyrir sér hvað hægt sé að gera betur á nýju ári. Það er ekki erfitt áramótaheit að efna. Blaðið óskar öllum lesendum sínum gleðilegs árs og vonar að nýtt ár boði betri tíma. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Hugmyndasamkeppni ±00 ára vélbátaútgerð frá Sandgerði 4. febrúat ?007 ve.'öa 3CO ar íiöíri fra uví aö mb Gamntur nr 107 lagöist við akkeri a Sandgeróisvík og nóf fiskveiöar fríi Sancgerói. Afcrmaó c*r aó minnast pessara limamota útgeröasögu Sandgeröis 'i arlnu 2007 meo uDosetnlngu minnisnierkls/iistaverHS sem sett veröi úpp S Halnarsvæömu á svæöi vestan viö ijósavitann. SandgeröiSDaer eln r t,i op,nnar samkeppni um hugmyndir ao mmms* merki uin 100 Sra atinæli vélöótaútgeröar í Sartdgerö,. Þcma vc/Uslns skal vcra tcn/;t válum, bátum. skipum, storfum sjómanna og hatinu í slnum fjolbrcytllclka. ve-rkiö veröi í pdvidd og hafi mpguieika a ao snúast eftir vindum. pannig aö veikiö sé Síbreytilegt eihs og Skip í> sjó. Gert er rað fyrir að verkió vc-rö ca 2 m S næö. efnisvai verði f samráði viö nonnuö og dónmetno. l.ogö er anersia a aö um nreyfamegt prividdar- verk veröi aö ræöa. Tlllogum skal skitaú undir tfulnefni, en rútt hofundamafn fylgi i lokuúu umslagl. Tillógum má skila á pappir i stæróinni A4. Einnig má skilo inn þriviöum htutum, en þá séu þeir ckki staerri um sig en 25 x 25 x 25 cm nó rum- máli. Tillöeum skal skilaö fyrir 25. janúar 2007. merktar: Sandgeröisbaer ÍOO ára afmæli vélbátaútgeröar í Sandgeröi Voröunm - Miönestcrgi 245 Sar.dgerði Pronn verölaun fyrir bestu hugmyndlrnar. x. verðlaun kr. 150.000,- 2. verðiaún kr. 7S.C00. 3. veröíaun kr. 37.500,- D-ðmnefnd áskilur sér rétt é aö mæía ekki með veröíaúnaveitingu ef ínn- sendar -iliógur teijast að henr.ar mati ekk: stanaast gæöi eöa uopfytla væntmgar aðsiandendo keppmnnar. Aiiar mnsendlngar vetða meðhöriioláðar samkvæmt ísienskum nðfunðarétt- arlogum og samið veröur sérstakiega um alnotarétl pelrra hugmynoa sem veljast tll áfranil alda-idi viririsiu. 14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 bla6iö SWí W ÉG SKVlp/ lit?i n 1?i$K SF/VT Ví4>VoTíuN. ÍF ÚQ Ky5í FKKr Krí StJ /tWJóhaTÍWJJYWt Fjör og fjörbrot Það eru miklir umbrotatimar í fjölmiðlum um þessar mundir, rit- stjórar koma og fara, bæði Frétta- blaðið og Morgunblaðið standa í innri endurbótum, Viðskiptablaðið er að breytast í dagblað og særa á upp DV sem dagblað á nýjan leik, verið er að undirbúa nýtt fréttatengt vikurit og á tímaritamarkaðnum er meira rót en nokkru sinni. Og árið er ekki búið enn! Lesendur klóra sér hins vegar i hausnum og velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að komast yfir að lesa þetta allt saman. Borðleggjandi má telja að fram- undan er hörð barátta um lesendur og auglýsendur, það er mikið undir og það verður miklu til tjaldað. Spurningin er þá helst sú hverjir hafi mest erindi og þolinmæði, en eins og fjölmiðlaátök undanfarinna ára hafa glögglega leitt í ljós geta jafnvel dýpstu vasar skjótt reynst of grunnir þegar kemur að rekstri óarð- bærra fjölmiðla. Vörn í sókn En það er athyglisvert að þessi mikla sókn prentmiðla á sér stað ein- mitt á sama tima og margir telja að þeir standi á krossgötum gagnvart ljósvakamiðlum og netinu. Erlendis hefur þróunin mjög verið á eina leið og dagblaðalesendum hefur almennt fækkað ört undanfarna áratugi og aldrei hraðar en nú. Þess- arar sömu þróunar hefur gætt hér á landi, en sé rýnt í tölur kemur í ljós að seldum blöðum var farið að fækka verulega um 2-3 árum áður en Fréttablaðið, brautryðjandinn á fríblaðamarkaðnum, hóf göngu sína árið 2001. Á hinn bóginn bendir ým- islegt til að fríblöðin kunni að hafa Klippt & skorið stöðvað þróunina og jafnvel snúið henni við með því að venja nýjar kynslóðir við blaðalestur, sem ella hefðu sennilega farið á mis við hann í meiri mæli. En eftir stendur spurningin hvort 300.000 manna þjóð hafi áhuga og tíma til þess að grúska í fimm dag- blöðum, sem öll hafa ríkulegan metnað. Auðvitað munu flestir velja sér 1-2 dagblöð við hæfi til reglulegs Andrés Magnússon lestrar, en þau þurfa þá að likindum að marka sér einhverja sérstöðu til þess að ná hylli lesenda. Á það mun reyna á næstu mánuðum. Um leið má láta i ljós vonir um að hin aukna samkeppni verði til þess að bæta blöðin. Öll mega þau við því að bæta uppbyggingu sina, svo lesandinn rati betur um þau, vanda betur prófarkalestur og allt þetta venjulega, sem menn hafa fundið að dagblöðum frá öndverðu. Meira stuð! Eitt er það þó öðru fremur, sem ég held að íslenskir blaðamenn ættu að velta fyrir sér, en það er gera blöð sín fjörlegri og nánari lesendum. Ég las það á bloggi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sem hyggst stofna vikurit á næstu mánuðum, að fréttablöð ættu enga vini að eiga, en sú setning er höfð eftir Joseph Pu- litzer. Ég er ekki sammála þessu. Ég held að blöðum veiti ekki af vinum, a.m.k. í hópi lesenda. Pulitzer fyrr- nefndur hefur verið nefndur „faðir nútímablaðamennsku", en hann átti hugmyndina að blaðamannaskólum undir lokin á 19. öld. Hún skaut þó ekki rótum fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar og þá fyrst og fremst vestanhafs, rétt áður en dagblöðum þar tók að hnigna. Þvi hefur meira að segja verið haldið fram af sumum að það sé engin tilviljun. Kenning Pulitzers um blaða- mennsku gekk ekki síst út á skyldur blaðamanna við þjóðfélagið sem fjórða valdsins og hann lagði ofur- kapp á hlutlausa og faglega frásögn til þess að uppfylla þær. En gallinn er kannski sá að blaðafréttir hafa fyrir vikið orðið æ þurrlegri, skýrslu- legri og beinlínis leiðinlegri. Það er ekkert sem segir að fréttir geti ekki verið fjörlegar, vel stílaðar og fullar frásagnargleði án þess að verða í nokkru ónákvæmari eða óskýrari. Má ekki vona að eitthvert blaðanna reyni það ráð? Það er komið að leiðarlokum hjá höfundi hér á síðum Blaðsins, en eftir áramót flyt ég mig um set á Við- skiptablaðið. Eg vil nota tækifærið til þess að þakka lesendum og sam- starfsmönnum fyrir samfylgdina undanfarna 20 mánuði; ég óska Blað- inu góðs gengis og landsmönnum gleðilegs árs. Og dags. Höfundur er blaðamaður r Aramótablað Við- skiptablaðsins gerir Sg* upp árið, sem er að ' Ifða, með stæl, en þar má d m.a. finna sarnfelldan frétta- annál - með nokkra áherslu I á atburði í viðskiptallfinu vitaskuld - fleygustu ummæli ársins, nokkrar grínaktugar útnefningar um helstu afrek ársins og síðast en ekki sfst veitir hinn skarpskyggni fjölmiðlarýnir blaðsins, Ólafur Teitur Guðna- son, „fjölmiðlaverðlaunin 2006", en það eru raunar skammarverðlaun vegna 41 amþögu, uppákomu, ranghermis, rugls eða skandals í fjölmiðlaheiminum. Það er gaman að segja frá því að Blaðið sleppur alveg, en kannski dreif- ingin hafi bara klikkað þegar verst stóð á, því auðvitað hefur eitt og annað mátt betur fara á þessum síðum, eins og þegar töivupóstar Jónínu Benediktsdóttur voru af illskiljanlegum ástæðum sagðir komnir til Brussels. Sem kunnugt er hefur útgáfurétturinn á OV hefur verið seldur til Dagblaðs- ins-Vísis útgáfufélags ehf., sem á að blása nýju lífi í það og fjölga útgáfudögum á næsta ári, en (Fréttablaðinu í gær kom fram að Sigurjón Magnús Egilsson, sem til skamms tima var ritstjóri Blaðsins, hefði verið ráðinn ritstjóri þess. Athygli vekur að hann og Janus Sigurjónsson, sonur hans, eru meðal eig- enda, því Sigurjón hefur til þessa ekki legið á þeirri skoðun sinni, að illa fari á að eignarhald á fjölmiðlum og ritstjórn þeirra sé á sömu hendi. Stóra spurningin varðandi hið nýja rit- stjórastarf Sigurjóns er vitaskuld hvort stjórn Árs og dags, út- gáfufélags Blaðsins, láti verða af lögbannskröfu á hendur Sigurjóni líkt og fram kom í bréfi frá henni á dögunum. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Ars og dags, telur augljóst að Sigurjón megi ekki vinna nokk- urt starf á fjölmiðlum, hvorki launað né í sjálf- boðavinnu, meðan á uppsagnarfresti hans hjá Blaðinu stendur, en hann rennur ekki út fyrr en í lok júlí á næsta ári. Hæstiréttur kvað nýverið upp dóma, sem benda til þess að lögbannið verði auðfengið. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.