blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 22
ftGUR 30. DESEMBER 2006 blaöid Ágirttd I þætti Vlðars Eggertssonar á Rás 1 í dag er fjallað um gerð kvikmyndarinnar Ágirndar frá árinu 1952 og kvikmyndagerðarmennina Óskar Gíslason og Svölu Hannesdóttur. Svala var ung leikkona og handritshöfundur og Óskar var þá einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar. Þátturinn hverfist um kvikmyndina og þá dramatísku viðburöi sem urðu í lífi þessara tveggja listamanna þegar þau unnu að myndinni. Þátturinn hefst klukkan 14:40. '.'¦-:, ¦ -¦ "'."¦' II :'¦""* | Borgarskjalasafn Reykjavíkur býður nú öllum að senda vinum og ættingjum nýárskveðjur, sér að kostnaðarlausu. Nýárskortin eru gömul faileg kort úr stóru þóstkortasafni Borgarskjalasafns. Kort- in er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. mennincf Menningarheit Það er til siðs að strengja heit um áramót, verða betri maður og koma í verk öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Það er ekki úr vegi að gera betur í sínu eigin menningarlífi og vera vakandi fyrir öllum þeim skemmti- legu viðburðum sem á dagskrá eru á næsta ári. Leikhús ÓFAGRA VERÖLD eftir Anthony Neilson sem sýnt er í Borgar- leikhúsinu var frumsýnt í gær. Verkið er nútímaævintýri um Lísu í Sundralandi og leyfir áhorfandanum að gægjast inn í undraheim geðveikinnar. Lísa fer í ferðalag um Sundraland til að endurheimta horfna klukkustund úr sínu lífi og í ferð sinni kemst hún í kynni við ýmsar undra- verðar persónur sem þar búa. íslensktíbíó Köld slóð er ekta íslensk spennumynd þar sem náttúran og voveiflegir atburðir eru í að- alhlutverki. Alltaf gaman að sjá íslenska mynd í bíó og gaman að loksins er farið að gera íslenskar spennumyndir sem taka sig ekki of hátíðlega. Senn verður tekin til sýninga myndin Foreldrar eftir Ragnar Bragason. Fyrri myndin Börn er af mörgum talin ein besta mynd ársins 2006 og það er aldrei að vita nema Foreldrar verði sú besta 2007. Myndlist á nýju ári Það ættu allir að gera það að nýársheiti sínu á menningarsvið- inu að fara á myndlistarsýningar og njóta alls þess sem söfn og gallerí hafa fram að færa. Það eru til að mynda spennandi sýn- ingar fyrirhugaðar á Listasafni Reykjavíkur á nýju ári. Þær nýj- ungar verða teknar upp á árinu að nú verður ókeypis aðgangur á safnið alla fimmtudaga. Einnig er hægt að slá þrjár flugur (eða söfn) í einu höggi þar sem að- göngumiðinn gildir nú á öll söfnin þrjú, Hafnarhúsið, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Ljóðfyriralla Ljóð eru alls ekki leiðinleg, litlaus og Ijót og það er feikinóg fram- boð af prýðilegum íslenskum Ijóðum sem sóma sér vel á hreinum náttborðum á nýju ári. Kristín Eiríksdóttir gaf á síðasta ári út Ijóðabókina Húðlit auðnin hjá Nýhil o'g hefur hún fengið prýði- lega dóma gagnrýnenda. Ekki er heldur úr vegi að kynna sér það sem er nýjasta nýtt erlendis. Þá er upp- lagt að glugga (nýlega bók eftir ¦¦^¦¦BOHBI þann mikla ¦ listamann Leonard Qo- hen, seriri ber titilinn The Book of Longing. Þar sannar hann enn og aftur áð honum er . ýmíslegttil lista lagt. Listasafn Reykjavíkur Spennandi ár framundan „Ég er mjög ánægður með árið sem er að líða hér á Listasafni Reykjavíkur. Sérstaklega finnst mér standa upp úr sýningin Pakk- hús postulanna sem stóð yfir í Hafn- arhúsi í september og október. Það var mikill kraftur í henni og hún lagði línumar fyrir það sem við ætl- um að gera í Hafnarhúsi á næstu misserum. Það var líka mjög gam- an að geta kynnt Þórdísi Aðalsteins- dóttur hér á landi en henni hefur gengið mjög vel erlendis, enda er hún frábær listakona," segir Haf- þór Yngvarsson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, þegar hann er beðinn að líta yfir árið 2006. Listunnendur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með dagskrá ársins 2007 á Listasafni Reykja- víkur en þar getur að líta margan gullmolann, meðal annars þekkta erlenda listamenn sem sett hafa upp spennandi sýningar í Evrópu síðustu misserin. Það er líka mikið tilhlökkunarefni að Kjarvalsstað- ir verða opnaðir á ný 4. febrúar eftir gagngerar endurbætur þar sem meðal annars veggirnir voru klæddir með gifsplötum og kaffi- stofan gerð upp á skemmtilegan hátt. „Við hlökkum mikið til að svipta hulunni af Kjarvalsstöðum og munum opna með mjög spenn- andi sýningu sem ber yfirskriftina Foss. Þar er verk eftir Ólaf Elías-! son, Rúrí, Heklu Dögg Jónsdóttur og þekktan, bandarlskan málara sem heitir Steir. Allt eru þetta lista-' menn sem nota fossinn sem hugtak í verkum sínum og það er mjög gaman að gera það hér á Islandi," segir Hafþór. Ungtfólkíforgrunni í Listasafni Reykjavíkur hefur ungum, íslenskum listamönnum verið gert hátt undir höfði að und- anförnu og á næsta ári mun engin breyting verða þar á. „í Hafnárhúsi tökum við upp þráðinn frá Pakk- húsi postulanna með því að taka einn sal sérstaklega undir það að kynna unga, íslenska listamenn sem ekki hafa sýnt í söfnunum áð- ur. Það er ekkert aldurstakinark en hér er um að ræða sterka listamenn sem eru tilbúnir að koma fram með heildstæða sýningu. Þarna er meðal annars um að ræða Birtu Guðjónsdóttur, Geirþrúði Hjörvar og Sigurjón Guðjónsson." Ein viðamesta sýning Listasafns Reykjavíkur á næsta árier hönn- unarsýningin Kvika sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum um miðj- an maí í samstarfi við Hönnunar- vettvang, Listahátíð í Reykjavík og fleiri aðila. Sýningarstjóri er hönn- uðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir og leggur hún áherslu á að sýna það fremsta sem er að gerast í íslenskri hönnun í dag auk þess að draga fram í dagsljósið óvænt nýsköpunarverkefni. Hafþór seg- ir það sérstaka ánægju að fá Guð- rúnu Lilju til liðs við safnið enda hafi hún sýnt mikla hæfileika á sínu sviði. Listamenn fúsir aö koma til íslands Franski listamaðurinn Pierre Huyghe hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og setti hann meðal annars upp stóra sýningu í Tate Modern safninu í Lundúnum fyrir nokkru. Á vetrarhátíð mun hann opna sýningu í Listasafni Reykja- vikur. „Það er mikill fengur að fá Huyghe hingað til lands. Við erum ekki alveg komin með á hreint hvað hann ætlaftað gera en við er- um mjög spennf. Hann ætlar að hafa samband «|ð mig 8. janúar og kynna betur fyrir okkur sínar hugmyndir," segir Hafþór. Huyg- he kallar sýningaröðina sína Cele- bration Park og þar hefur hann blöndu af eldri verkum og eitthvað spánnýtt sem hann hannar fyrir hverja'sýningu. Hafþór segir það furðulega lítið mál að fá svo þekkt- an listamann hingað til lands. „Við getum vitanlega ekki boðið eins mikla peninga og söfn á borð við Tate Modern en á móti kemur að listamennirnir hafa flestir mik- inn áhuga á íslandi og eru því oft tilbúnir til þess að koma hingað og sýna jafnvel þó svo að hér sé ekki um stórar fjárhæðir að ræða." Nánari upplýsingar um dagskrá ársins 2007 má finna á www.lista- safnreykjavikur.is. Líf og fjör í Hallgrímskirkju Um þessar mundir fagnar List- vinafélag Hallgrímskirkju 25. starfsári sínu en það var stofnað haustið 1982 í þeim tilgangi að efla listalíf við kirkjuna. Síðan hefur fé- lagið staðið fyrir ótal glæsilegum viðburðum og engin brey ting mun verða þar á því dagskráin fyrir næsta ár er sérlega spennandi. Sem dæmi má nefna að orgelsnillingur- inn Oliver Latry, organisti Notre Dame dómkirkjunnar í París, sæk- ir Hallgrímskirkju heim í febrúar og orgelleikarinn Micháel Radul- escu frá Vínarbórg stígur á land í maí. Það er hefð fyrirþyí að haldn- ir séu sérstakir áramótatónleikar í kirkjunni við áramót og að þessu sinni mun Kristinn Sigmundsson stíga á stokk með trompettleikur- unum Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni auk þess sem Hörður Áskelsson leikur á . orgel. „Síðan orgelið var vígt höf- um við haldið þessum sið að hafa trompett- og orgeltónleika. Það hef- ur bara einu sinni áður verið söngv- ari, en Diddú söng fyrir hartnær tíu árum. Þeim Ásgeiri og Eiríki datt í hug að gaman væri að breyta út af vananum og það vildi svo skemmti-! lega til að Kristinn er staddur hér á landi yfir áramót- in og var til 1 að taka þátt í þessu skemmtilega verk- efni," segir Inga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Listvinafélagsins, og bætir við að lítil strengjasveit muni einnig koma fram með þeim félögum og því sérlega mikið lagt í tónleik ana að þessu sinni. Að sögn Ingu Rósar eru um 400 félagar í Listvina- félaginu ogferþeim sífellt fjölgandi, ~**H „Þetta er yndislegt samfé- ^^ lag, fólk sem trúir á þessa menningarstarfsemi sem okkur finnst að "eigi heima í Hallgrímskirkju. Kirkjan hefur ákveðna sér- stöðu og er einn fjölsótt- asti ferðamannastaður á f slahdi. Það spyrst út hvað er að gerast í kirkjunni og við leggjum mikinn metn- að í það að gera dagskrána sem best úr garði hvert ár," segir Inga Rós að lok- um. Tónleikar Kristins og Trompeteria hefjast á gamlársdag klukkan 17. Nánafi upplýsingar um dagskrá Listvinafé- lagsins má finna á www.hallgrims-' kirkja.is. I I I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.