blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 25 Nýbökuð amma „Helst stendur upp úr á árinu að ég var kosin formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar í Hafnarfirði,” segir Amal Tamini. „Ég hef búið á Islandi í n ár og með þessu nýja hlutverki finnst mér ég enn frekar boðin velkomin í íslenskt samfélag. Nú finnst mér ég geta haft áhrif og látið verulega til mín taka. Annars varð ég amma í október þegar dóttir mín eignaðist dóttur og það er yndis- legt að vera í ömmuhlutverkinu. Þá flutti ég til Hafnarfjarðar úr Kópa- voginum. Hafnfirskt samfélag er fjöl- skyldusamfélag, hlýlegt og opið. Auðvelt er að tala við fólk og heilsa því úti á götu. Ástandið í Pal- estínu er mér ofarlega í huga. Besta frétt ársins þótti mér að íoo ónir verða íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Tungu- mál er lykilatriði til þess að þeir sem flytj- ast hingað til lands eigi greiða aðkomu í samfélagið. Áður var þetta dýrt nám og eftir venjulegan vinnutíma. Það reyndist fólki erfitt en nú er fyrirkomulagið breytt og námið fellt inn í venju- legan vinnutíma. Ég er líka ánægð með hvernig Alþjóðahúsinu hefur vaxið ás- rnegin. Alþjóðahúsið er orðið sannkölluð miðstöð innflytj- enda hér á landi og hér fá þeir góða aðstoð. Þegar ég kom hingað til lands þurfti ég að læra af reynslunni og það getur reynst fulltímafrekt þegar á móti blæs. Al- þjóðahús er mikilvægt fyrir alla fslendinga, gamla og nýja.” Lenti í hringiðunni „Ég lenti í hringiðunni á árinu,” segir Andri Sna^r Magnason rit- höfundur. „Það var helst í fréttum að ég var í frétftlm á árinu. Þeir slökktu ljósin í borginni fyrir mig og sá dagur stendur mér fast í minni. Kennarasambandið setti mig svo á heilsíðuauglýsingu, ég hélt reyndar að fleiri myndu birtast í þeirri auglýsingaherferð að þakka gamla kennaranum sínum fyrir vel unnin störf. En svo voru þetta bara ég og Vigdís Finnbogadóttir. Árið var undirlagt af bók minni, Draumalandinu, og árið á undan miklu kyrrlátara. Vikunni áður en bókin kom út sagði ég við kon- una mína: Nú er tíminn fyrir Draumalandið. Þvíég vissi að útgáfa bókarinnar myndi verða spréngja á íslenskt þjóðfélag. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get gert á ári til að toppa en hið minnsta fer gang vinnsla á nýrri hugmyndamynd gerðri eftir Draumaland inu i leikstjórn Þorfinns Guðnason. Þar verða nýttir möguleikar mynd- arinnar, hlutirnir teknir í víðara samhengi og allar aðferðir verða leyfðar. Af fréttum sem máttu missa sín þá hefði ég viljað skipta út öllum viðskiptafréttum fyrir fréttir af nýsköpun í íslensku skólastarfi. Ég skil ekki þetta gríðarlega magn viðskiptafrétta hér á landi, þetta er of áberandi og hverjum er ekki sama? Persónulegustu tíð- indin voru þau að afi minn lést á þessu ári.” Andri Snær Magnason, Sonurinn sagði pabbi Ég myndi segja að Kárahnjúka- málið í heild sinni beri hæst þegar litið er til innlendra frétta á árinu 2006. Mér finnst öll þessi vinnuslys og dauðsföll í kringum framkvæmd- irnar ógnvekjandi og ljóst er að eitt- hvað þarf að gera til þess að tryggja betur öryggi þeirra starfsmanna sem vinna á svæðinu. Ég hef unnið bæði í frystihúsi og við húsbyggingar og þessi slysatíðni finnst mér ekki eðli- leg. Það hlýtur að vera verðugt verk- efni fyrir stjórnendur á næsta ári að fækka þessum slysum. Einn miðviku- dagsmorgunn á síðasta ári átti eftir að valda ákveðnum straumhvörfum í lífi mínu en þá hélt ég niður á Gauk á Stöng til þess að fara í prufu fyrir sjónvarpsþáttinn Rock Star. Þá fannst mér þetta bara svolítið fyndið uppátæki en fjórum mánuðum síðar var þetta ekki sérlega fyndið lengur. Ég hef blendnar tilfinningar gagn- vart Rock Star-þáttunum og hef ekki viljað horfa á þá. Tónlistin var auð- vitað skemmtileg en þetta raunveru- leikasjónvarp hugnast mér ekki. Ég er auðvitað ánægður með að 1 hafa komist svona langt í | keppninni en ég myndi ekki óska versta óvini mínum þess að lenda í þessu öllu saman. Ánægjulegasta atvik ársins hjá mér persónulega er tvímælalaust það að Mar- inó sonur minn sagði pabbiífyrsta sinn og segir fátt annað þessa dagana. § Sinubrunar á Mýrum Mestu sinuetdar Islandssögunnar kvikn- uðu á Mýrum ÍBorgarfirði að morgni fimmtudagsins 30. mars g og vörðu í tvo sólarhringa. Lítill neisti kveikir stórt bál Það sem stendur upp úr í árslok hjá mér er frábær árangur starfs- fólks hér í Straumsvík í kjölfar mesta rekstraráfalls í 40 ára sögu fyrirtæk- isins. Við urðum fyrir því óláni að missa kerskála 3 úr rekstri vegna tæknilegrar bilunar en með mikilli elju, dugnaði og útsjónarsemi fólks hér komst hann í gang aftur á ótrú- lega skömmum tíma. Þessi bilun hafði náttúrlega áhrif á persónulega hagi á árinu líka, m.a. þurfti fjöl- skyldan að sætta sig við brey tingar á sumarleyfi ársins vegna hennar. Um þessar mundir ber hins vegar hæst í fjölskyldunni að yngsta barnið á heimilinu missti á dögunum fyrstu tvær tennurnar, sem eru til sýnis öllum þeim sem koma í heimsókn í stórri krukku. Af öðrum fréttum á árinu fannst mér sinueldarnir á Mýrum í Borg- arfirði í mars mjög eftirminnilegir. Þeir voru frekar óþægileg áminning um það hve lítill neisti getur kveikt stórt bál, en einnig fannst mér þeir koma á sérkennilegum tíma. Á árinu urðu einnig sögulegar breyt- ingar í íslenskri pólitík, með afsögn forsætisráðherra og uppstokkun í ráðherrahópnum. En þótt árið hafi að ýmsu leyti verið gott þá varpar mikill fjöldi alvarlegra Rannveig Rist, umferðarslysa nokkrum skugga á árið. Við þurfum klár- lega að breyta umferðar- menning- unni í land- inu og þótt það sé ærið verk er ég sannfærð um að það sé hægt. Silvía NÓtt, Drottningfædd á íslandi „Persónulega stendur það helst upp úr að ég er búin að komast að því hvað ég er ógeðslega sterk per- sóna, persóna með stærsta plötu- samning sem gerður hefur verið á íslandi, persóna með „filmcrew following my every rnoove" skil- uru, fyrir það hvað ég er merkileg, sem verður dreift um heiminn endilangan. Persóna sem gerir engan mannamun á negrum eða fötluðum. Persóna sem berst fyrir fjöldann, einsömul í stormi og fær ekkert nema skít til baka. Persóna sem er öfunduð og fyrrverandi kærastar berjast um og brjóta frið- helgi heimilisins þegar maður er með nýjan kærasta og berja hinn. Persóna sem er fallegust af öllum, samt svo þjáð, prinsessa með kór- ónu sem er þyrnum stráð, það eru mín örlög. Það var gerð könnun um hvað var mest talað um í fjölmiðlum árið 2006 og útkoman var Silvía Nótt. Þannig að þú gætir nú alveg flett þessari spurningu um hvað standi fréttalega upp úr á árinu upp á Netinu eða hringt í Gallup og spurt að þessari spurningu, sko. Það geta allir verið sammála um að ég er gjörsamlega búin að „fokk- ing“ eiga þetta ár. „Drottning var fædd yfir Island og hennar nafn var Silvia Night“, er skrifað i sögu- bækur íslands.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.