blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI ÍRAN Dómsmálaráðherra lést í bílslysi Jamal Karimirad, dómsmálaráðherra írans, lést í bílslysi nálægt Salafjegan suður af höfuðborginni Te- heran á fimmtudaginn. Sonur Karimirads ók bílnum þegar hann rakst á vörubíl, en tveir aðrir í fjölskyldu ráðherrans slösuðust einnig í árekstrinum. Deilt um nafn á flugvelli Grísk stjórnvöld hafa lýst yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun Makedóníustjórnar að endurskíra alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Skopje í höfuðið á Alexander mikla. Grikkirnir segja herforingjann sigur- sæla vera órjúfanlegan hluta grískrar arfleifðar. Wallin nýr umhverfisráðherra Tarja Halonen, forseti Finnlands, útnefndi Stefan Wallin, formann Sænska þjóðarflokksins, í embætti umhverfisráðherra í gær. Wallin tekur við embættinu um áramótin af Jan-Erik Enestam sem lét af embætti formanns Sænska þjóðarflokksins í júní síðastliðnum. Sómalía: Óvissa í höfuðborginni Bráðabirgðastjórn Sómalíu reynir nú að tryggja öryggi í höf- uðborginni Mogadishu eftir að hafa hrakið íslamista á brott með fúlltingi Eþíópíuhers. Ali Moham- ad Ghedi, forsætisráðherra Sóm- alíu, segir að til greina komi að setja herlög í landinu í dag. Talið er að hin veikburða bráðabirgða- stjórn landsins myndi eiga í mikl- um vandræðum og að stríðsherr- arnir sem réðu yfir borginni fyrir komu íslamistanna muni reyna að ná völdum á nýjan leik, ákveði Eþíópíuher að fara úr landinu. Finnland: Kona stal leigubíl Kona var handtekin skömmu eftir að hún stal leigubíl. Hún missti af lestartengingu sinni til Helsinki í finnska bænum Varkaus á miðvikudaginn. Konan segist hafa vonast til að ná lestinni á næstu stoppistöð. Hún mun verða ákærð fyrir bílstuld, ölvunarakstur, hraðakst- ur og akstur án ökuréttinda. Laun þingmanna og dómara hækka: Græða á kjarabótum ■ Óeölilegar forsendur ■ Eilíft vandamál Æðstu embættismenn á vegum ríkisins græddu á kjarabótum láglaunafólks Laun þingmanna hækkuöu um 9,4 prósent á árinu Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Hátt launaðir starfsmenn hjá hinu opinbera eiga ekki að njóta góðs af sértækum aðgerðum sem hugsaðar voru fyrir hina lægst launuðu að mati Ögmundar Jónassonar alþingis- manns. Hann tekur undir gagnrýni Alþýðusambands íslands um að það hafi verið óeðlilegt af kjararáði að miða launahækkanir við eingreiðslur sem ætlaðar voru til kjarabóta fyrir láglaunafólk. Ákvarðanir um laun þingmanna eru eilíft vandamál að sögn Péturs Blöndals þingmanns. Hann segir þó einkennilegt að starfs- menn Alþýðusambandsins telji sig þess umkomna að ákveða laun þingmanna. „Markmiðið á að vera að draga úr kjaramis- rétti í samfélaginu en ekki auka það,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- maðurVinstri g r æ n n a . „Hátt laun- aðir opin- berir starfs- menn eiga ekki að mínu mati aðnjótagóðs af sértækum aðgerðum sem hugsaðar voru fyrir hina lægst launuðu." Kjararáð sam- þykkti í síðustu viku að hækka laun þing- manna, dómara og æðstu embætismanna um 3,6 prósent frá 1. október. Áður hafði kjararáð samþykkt tvær hækkanir á þessu ári. Þá fyrri í janúar upp á 2,5 prósent og þá seinni í júlimán- uði upp á 3 prósent. Alls hafa laun þessara starfsmanna því hækkað um 9,4 pró- sent á árinu. Byggðist ákvörðun kjararáðs meðal ann- ars á hækkun launa- visitölu sem og þeim eingreiðslum fyrir lág- launafólk sem samið var um síðasta sumar. Alþýðusamband ís- lands hefur gagnrýnt þessar forsendur og telur það áhyggjuefni að kjararáð taki tillit til slíkra sértækra aðgerða. Ögmundur segir lítið verða úr launahækkunum láglauna- fólks ef þær færast yfir á alla aðra launaflokka. „Við megum aldrei missa sjónar á því að stór hluti íslend- inga er á alltof lágum launakjörum. Markmið okkar og viðfangsefni er að bæta þau. Á meðan slíkar lagfæringar fara fram þá verða aðrir einfaldlega að bíða.“ Pétur Blöndal.þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, tekur undir gagnrýni Al- þýðusambandsins og segir slæmt að miðað sé við hækkun lægstu launa. Það er mjög slæmt að vísa til þeirra hækkana sem urðu í sumar út af lægstulaununum. Égtaldiþáhækkun vera mjög jákvæða enda launaskriðið í þjóðfélaginu einna minnst í lægsta launaflokknum.“ Pétur segir þó ákvarðanir um laun þingmanna vera eilíft vandamál og að eðlilegast sé að Alþingi ákveði laun sjálft. „Ég hef alltaf talið það skynsam- legast að fráfarandi þing ákveði laun næsta þings með góðum fyrirvara. Hins vegar finnst mér mjög ankanna- legt að starfsmenn Alþýðusambands- ins, sem hugsanlega eru á töluvert hærri launum en þingmenn, telji sig þess umkomna að ákveða þau laun.“ INDUSTRIAL EQUIPMENT Höfum opnað nýjan og glæsilegan sýningarsal Bestu óskir um gleðilega hátíð Y kraftvéiar Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • www.kraftvelar.is Varnarviðræður við Norðmenn: Skaða ekki Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Segir ekki inni í myndinni að norskir hermenn komi sér fyrir á Islandi „Við erum ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni í við- ræðum okkar við Norðmenn,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Viðræðum Islendinga og Norð- manna um mögulegt samstarf í varnarmálum lauk skömmu fyrir jól en ráðgert er að þeim verði fram haldiðíjanúar. Á opinberum vettvangi hafa fleiri varað við mögulegu samstarfi við Noreg en mært það og meðal annars bent á hagsmunaárekstra er varða hafsvæðið í kringum Island. Valgerður segir það ekki vera inni í myndinni að Norðmenn komi hér upp vopnuðu herliði en bendir á að þjóðirnar hafi nú þegar með sér margvíslegt samstarf meðal annars í gegnum Nato. „Við erum að tala um að byggja á þessu samstarfi. Við erum ekki að tala um að þeir komi hingað með varnarlið eða einhvern útbúnað til að vera staðsettir hér á landi til framtíðar. Við erum að reyna að átta okkur á þvi hvort ekki sé hægt að raða hlutunum upp með skyn- samlegri hætti en gert hefur verið þannig að það sé öllum í hag. Út- gangspunkturinn er að þarna eru grannþjóðir að skoða sameiginlega hagsmuni." Innflutningur: Mikill vöru- skiptahalli Vöruskiptahalli á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs nam rúm- um 122 milljörðum króna sem er um 30 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar á vöruskiptajöfnuði við útlönd. Alls voru fluttar út vörur fyrir 213 milljarða frá byrjun janúar til loka nóvember en á sama tíma nam innflutning- ur rúmum 335 milljörðum. í verðmætum talið var mest flutt út af sjávarafurðum fyrir um 115 milljarða og iðnaðarvör- um fyrir tæpa 83 milljarða. Innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum nam tæpum 89 milljörðum og þá voru fluttar inn fjárfestingarvörur fyrir um 88 milljarða. Heildarinnflutnings- verðmæti á mat- og drykkjarvör- um nam tæpum 21 milljarði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.