blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI AUSTURRÍKI Þrír létust í lestarslysi Þrír létust þegar farþegalest ók á tvo lögreglu menn og starfsmann útfararstofu við bæinn Lochau í Austurríki í gær. Mennirnir voru að fjarlægja lik manns af teinunum sem hafði framið þar sjálfsvíg fyrr um daginn. Hrynur úr Eyrarsundsbrúnni Rekstrarfélag Eyrarsundsbrúarinnar hefur varað alla sjófar- endur sem ferðast undir brúna við hruni steypubita úr brúnni og hvetur þá til að halda sig fjarri skilgreindum hættusvæðum. Unnið er að því að fara yfir og lagfæra fimm kílómetra kafla á sextán kílómetra langri brúnni sem.tengir Svíþjóð og Danmörku. Vinátta réð náðun Gerald Ford Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við blaðamann Washington Post sumarið 2004 að náin vinátta sín og Richards Nixons hafi ráðið miklu um að hann hafi ákveðið að náða Nixon vegna Watergatehneykslisins árið 1974. Við- talið við Ford mátti ekki birtast fyrr en að honum látnum. SMÁAUGLÝSINCAR 5103733 Tollgæslan og lögreglan: Klekktu á dópbarónum ■ Stórtækari í smygltilraunum ■ Fórna peöum ■ Neyslan sýnilegri akureyri www.nowfoods.com {/fetfifeat ftt/fi tu< <fiö/t/tiun uúJrv/tty>ff// ú tÚH/tll. f/ótJ /tei/'itt — ’ú//i /efi't ■ ■ APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Grímur kokkur ehf | Eiöi 14 | 900 Vestmannaeyjum | sími 481 2665 | www.grimurkokkur.is Nauðsynlegt að hækka lág- marksaðflugshæð um 400 fet Deilur flugumferdarstjóra við flug- málayfirvöld trufla flug til Akureyrar. Truflanir á flugi til Akureyrar „Þetta gæti valdið einhverjum truflunum en við munum reyna að koma þessu i fyrra horf eins fljótt og kostur er,“ segir Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða ohf. Hækka þarf lágmarksaðflugshæð að Akureyrarflugvelli tímabundið um 400 fet um áramótin vegna manneklu hjá Flugmálastjórn. Breytingin getur valdið verulegum truflunum á flugleiðinni þar sem flugvélar fá ekki lengur lendingar- leyfi nema þær séu komnar í sjón- flug í t.200 fetum í stað 8oo feta. Um 6o flugumferðarstjórar hafa ekki viljað skrifa undir ráðningar- samning hjá Flugstoðum ohf. og þvi hafa flugmálayfirvöld neyðst til að draga verulega úr þjónustu á öllum flugleiðum. f viðbragðsáætlun Flugmála- stjórnar er einnig gert ráð fyrir trufl- unum á millilandaflugi en haft var eftir Lofti Jóhannssyni, formanni r\ k i Gæti valdið elnhveijum truflunum Þorgeir Pálsson, tlugmálastjóri Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í Blaðinu á miðvikudaginn að áætl- unin stefndi flugöryggi í voða. Þorgeir vísar því á bug og segir áætl- unina hafa fengið samþykki Aljóða- flugmálastofnunarinnar. „Stofnunin myndi aldrei samþykkja svona nema flugöryggi væri að fullu tryggt." Þá segist Þorgeir búast við því að lækka megi aðflugshæð að Akureyrarflugvelli að nýju eftir nokkrar vikur. „Við erum að vinna að miklum endurbótum á aðflugs- málum á Akureyri sem skýrist eftir nokkra mánuði. Þessi breyting nú ætti hins vegar að ganga til baka eftir nokkrar vikur." Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Lögregla og tollgæsla hafa á þessu ári lagt hald á 12,8 kíló af kókaíni og 46,4 kíló af amfetamíni, samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglu- stjóra. Er þetta jafnmikið magn og náðist samanlagt á árunum 2000 til 2005. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir erfitt að draga miklar ályktanir af þróuninni á fíkniefna- markaðinum út frá ofangreindum tölum. „Þetta er náttúrlega allt neð- anjarðarstarfsemi og þess vegna ekki hægt að segja til um þessa hluti með nokkurri vissu. Við sjáum hins vegar að menn eru að flytja inn meira magn í einu en oft áður.“ Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflug-. velli, segir það áhyggjuefni hversu stórtækari menn séu orðnir í smygltil- raunum. Aðspurður hvers vegna fíkni- efnasalar séu farnir að flytja inn meira magn í einu en áður segir hann: „Menn virðast vera með peð sem þeir eru tilbúnir að fórna í þessari baráttu. Þetta sýnir líka að harkan er að aukast. Aukið magn sýnir að hagsmunirnir eru meiri og fjárhæð- irnar hærri.“ Smyglaðferðirnar breytast stöð- ugt, að því er Jóhann greinir frá. „Þetta er bara eins og leikkerfi í kappleikjum. Það er stöðugt verið að breyta um taktík til að koma andstæðingnum á óvart. Við höfum þurft að glíma við það á hverju einasta ári. Á árunum 2001 til 2003 voru erlendu burðardýrin vinsæl. Eftir það fóru * 9 íM . m ■ Eins og ieikkerfi í kappleikjum Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli menn að smygla fíkniefnum inn- vortis. Núna hafa menn reynt að smygla fíkniefnum í vökvaformi og nú allra síðast hafa menn falið mikið magn fíkniefna í bifreiðum. Hraðsendingar hafa einnig aukist. Svona mun þetta halda áfram,“ greinir Jóhann frá. Hann leggur áherslu á að menn stöðugt að vöku sinni við eftirlit því um leið og ein smygl- tilraun hafi verið stöðvuð verði ein- hver önnur að- ferð notuð næst. Jóhann tekur það fram að í ljósiþess magns sem hald hefur verið lagt á á þessu ári hafi náðst hátt Neysla á skemmti- " ■ v - ■yhén stöðum HBL Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi hlutfall af þvi sem smyglað var inn. „I ljósi stærðar markaðarins hér og magnsins sem við höfum tekið hljótum við að hafa valdið miklum usla í liði dópbaróna á þessu ári.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir neyslu á kókaíni og amfetamíni sífellt vera að aukast, sérstaklega meðal fólks á aldrinum 20 til 35 ára. „Það er óskapleg eftir- spurn eftir kókaíni og verðið á því er hátt. Neyslan virðist einnig fara í auknum mæli fram á skemmtistöð- unum í Reykjavík." Jóhann tekur undir það að menn virðist leyna fíkniefnaneyslu sinni minna en áður. „Neyslan virðist að sumu leyti orðin sýnilegri og það út af fyrir sig er orðið áhyggjuefni. En okkar net er að þéttast hér innan- lands og í sama mæli mun lögreglan reyna að herða baráttuna gegn sýni- legri neyslu á veitingastöðum og annars staðar." blaðiö Mannekla hjá Flugmálastjórn: -

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.