blaðið - 30.12.2006, Síða 6

blaðið - 30.12.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaöiö INNLENT ATVINNULAUSIR Bætur hækka Grunnatvinnuleysisbætur hækka um rúmar þrjú þúsund krónur um áramótin úr 111 þúsund krónum í rúmar 114 þúsund. Þá hækka greiðslur á atvinnu- leysisdag hjá þeim sem eru með fullar bætur úr 5.123 krónum í 5.272 krónur. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Flugstoöir næstu tvö ár Samgönguráðuneytið og opinbera hlutafélagið Flug- stoðir skrifuðu undir þjónustusamning um starfsemi félagsins næstu tvö árin í gær. Samningurinn tekur til kaupa ráðuneytisins á þjónustu Flugstoða á sviði reksturs flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. HEIMILI Minni yfirdráttur Yfirdráttarlán heimilanna minnkuðu um þrjá milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs samkvæmt hagtölum Seðlabankans. f byrjun janúarmánaðar námu heildaryfirdráttarlán heimilanna rúmum 72 miilj- örðum en í lok nóvember voru þau um 69 milljarðar. Sjálfstæðisflokkurinn: Andri þegir Davíð Oddsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýnir Andra Óttarsson, nýráðinn framkvæmdastjóra flokksins, í viðtali sem birtist í norræna tíma- ritinu Nordisk Tidskrift í vikunni. Þar segist Davíð ekki skilja þau ummæli Andra að hans fyrsta verk sem framkvæmdastjóri yrði að sameina flokkinn fyrir kosningar. „Ég veit ekki hvað þessi ágæti maður er að tala um,“ er haft eftir Davíð í tímaritinu. Andri kaus að tjá sig ekki um málið þegar blaðamaður setti sig í samband við hann í gær. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 FYRIR FULLT OG ALLT Þú átt það skilið Ég reykti eins og andskotinn sjálfur í 25 ár! Undirþað síðasta lét ég mig ekki muna um að reykja upp úr tveimur og allt að þremur pökkum afPrince á hverjum degi! Ég veit hvað ég er að tala um! Ég veit hvernig þériíður'.Ég veit hvernig það er að vera reykingamaður! Trúðumér! Veistu hvað-égermeð slæmar fréttir og góðar fréttir. Ef þú ert til í að fá bæði slæmu og góðu fréttirnar, þá skaltu lesa bókina Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka eftir Valgeir Skagfjörð leikara. Þar deilir hann með okkur reykingasögu sinni og útskýrir afdrifaríkt hugmyndakerfi sem varð til þess að hann drap í -fyrirfullt og allt. Þú getur það líka. Valgeir heldur námskeið öll miðvikudagskvöld í janúar, skráning í síma 661-2547 eða í valska@simnet.is VELKOMIN I' FORLAGSVERLSUN SÖLKU í SKIPHOLTI 50C. KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP í JANÚAR. WWW.SALKAFORLAG.IS fialVa Gæða sængur og heilsukoddar. Þjófagengi á ferð Verslunarmenn hafa af því áhyggjur að þjófagengi flakki óáreitt milli verslana og stundi skipulagða þjófnaði i hópum. Skipulagt búðarhnupl útlendinga vaxandi vandamál: Hafa atvinnu af búðarþjófnaði ■ Aukin vakt hjá lögreglunni ■ Vilja hert viðurlög ■ Þjófagengi að myndast Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er orðið mikið vandamál hérna og þjófarnir eru orðnir mjög færir í sínu fagi. Þetta er algjörlega nýtt fyrir manni því oftast hafa bara verið krakkar sem standa í þessu. Nú er orðinn til hópur at- vinnumanna og starfsemin virðist vera skipulögð,“ segir verslunar- stjóri tískuverslunar í Kringlunni. Fyrir hátiðirnar hefur búðarhnupl verið áberandi og verslunarmenn hafa áhyggjur af útlendingum sem stunda skipulagða þjófnaði í hópum. SigurjónÞórðarson.framkvæmda- stjóri Kringlunnar, staðfestir vand- ann. „Við höfum vissulega orðið vör við hópa sem starfa saman að þjófnuðum. Verslunareigendur hafa orðið fyrir barðinu á þessum hópum,“ segir Sigurjón. Lögregian bregst við Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna hafa unnið í sam- starfi við verslunareigendur til að bregðast við auknu búðarhnupli. Aukin vakt lögreglumanna var sett á í stóru verslunarkjörnunum. „Nú fyrir jólin hefur borið mikið á búðar- hnupli og ljóst að slíkt er nú stundað í hópum. Meira hefur verið tekið eftir þessu í ár en áður. Það verður að segjast eins og er að það er tölu- vert um fólk af erlendu bergi brotið í þessu,“ segir Geir Jón. Þjófagengi á ferð Sigurður Jónsson, formaður Sam- taka verslunar og þjónustu, hefur vaxandi áhyggjur af hópþjófnuðum og segir mikilvægt að ræða málin eins og þau eru, þó án allra fordóma. „Það virðast vera að myndast þjófa- gengi sem fara um og stela. Við höfum haft af þessu áhyggjur í tölu- verðan tíma og mikilvægt að taka á þessu,“ segir Sigurður. „Hingað til hafa menn ekki viljað tala um þetta því umræðan um útlendinga er við- kvæm. Ef þetta er tilfellið þá skulum við einfaldlega tala um hlutina eins og þeir eru.“ Herða viðurlög Heimildarmenn Blaðsins telja mikilvægt að herða viðurlög við þjófnuðum hér á landi. „Þetta er . Þjófagengi eru | 0 ' að myndast sem fara um og stela. . SigurðurJónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu Ljóstaðþjófn- aðir eru nú stundaðiri hópum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn mikið í umræðunni meðal verslun- arfólks hér í Kringlunni og margir á því að herða þurfi viðurlög við þessu. Persónulega finnst mér að þegar einhver væri tekinn í búð ætti að keyra með hann beint til Keflavíkurflugvallar og senda við- komandi heim til sín,“ segir versl- unarstjórinn sem Blaðið ræddi við. „Vandamálið mun halda áfram að vaxa á meðan engar refsingar fást fyrir þetta. Þetta virðist orðin atvinnugrein þar sem útlending- arnir eru iðulega að sækjast eftir ákveðnum vörum í hvert sinn." Mummi í Götusmiðjunni segir unga fíkla ekki fá aðstoð eftir á: Bæjaryfirvöld skammist sín Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Maður heyrir það allt of oft að krakkar séu að byrja ellefu, tólf ára og þá í harðri neyslu," segir Guð- mundur Týr Þórarinsson sem rekur Götusmiðjuna sem er meðferðarúr- ræði fyrir unglinga með vímuefna- vandamál. Hann bendir á að félags- málayfirvöld bæjarfélaga standi sig alls ekki í stykkinu þegar kemur að eftirmeðferð unglinga sem koma út úr meðferð. Samkvæmt skýrslu sem félags- málaráðuneytið sendi frá sér vegna Byrgisins kemur fram að meðal- GuðmundurTýr Þórarinsson For- stööumaöur Götusmiöjunnar. aldur þeirra sem koma í Byrgið sé nú sjö árum lægri en var árið 2003. „Ástæðan er sú að það bíður þeirra ekkert þegar þau koma úr meðferð," segir Guðmundur Týr og bendir á að þau falli oft og tíðum á ný í vímu- efnaneyslu. Þá lendi þau í harðari neyslu en fyrr og að lokum fari þau í Byrgið til þess að leita sér hjálpar. „Sveitarfélögin ættu hreinlega að skammast sín með stóru essi,“ segir Guðmundur og vill meina að það sé hægðarleikur að koma í veg fyrir að neysla barnanna nái svo langt. Hann segir að ef sveitarfélög myndu gegna lögbundinni skyldu sinni og sjá um börnin þegar þau koma úr meðferð mætti koma í veg fyrir þessa hryllilegu þróun. Ekki náðist í velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.