blaðið - 30.12.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006
blaftið
Stríðslánin ioks greidd
Bretar greiddu síðustu afborganirnar af lánum
vegna stríðsreksturs og uppbyggingar í kjölfar
síðari heimsstyrjaldarinnar í gær. Greiðslurnar
voru annars vegar 83 milljónir dala til Bandaríkj-
anna og hins vegar 23 milljónir dala til Kanada.
l!ll.lWvji p
Hernaðarútgjöld aukin
Kinversk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni auka útgjöld til
hernaðar. Ákvörðunin er rökstudd með því að deila Kínverja við Ta-
ívana sé ein af mörgum sem ógni öryggi ríkisins í heimshlutanum.
í skýrslu kemur fram að sérstök áhersla verði lögð á að bæta
búnað flug- og sjóhersins.
Klónuð dýr örugg til manneldis
Kjöt og og mjólkurafurðir klónaðra dýra eru jafn
öruggartil manneldis og afurðir nauta, svína og geita
ræktaðra með hefðbundnum hætti samkvæmt Mat-
væla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Fimm ártók að
vinna rannsóknina.
Wlmskqii SQ"/o-f/
iRÍanókennslnlfyrirfalla aldurshópa.
iSkolinnltékurttiraarfá 4.'ian. 2007.
iRíahókennslaifyrir: 5 - 7 ára
■■P’ '~m*tí-17ára
18 ára og eldri
67 ára og eldri
Upplýsingar og innritun
heimasíðu skólans.
www.tonskoiisolati.net
eia í sima: 557 7955
I eldri
u
SMÁAUGLÝSINGAR
GEFA/MGGIA
blaðið
SMAAUGLYSJNGAR@SBLA0I0.WE1
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
^a'
HjartaHeill
sími 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
Aldrei of seint
að ganga menntaveginn
Skoðið
www.namsflokkar.is
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Lögmenn Saddams Husseins,
fyrrum Iraksforseta, hafa staðfest að
þeir hafi verið beðnir um að nálgast
persónulegar eigur Husseins í fang-
elsinu þar sem honum hefur verið
haldið. Fréttir bárust af því í gær
að Bandaríkjamenn hefðu framselt
Hussein til íraskra yfirvalda sem
myndu framfylgja dauðadómnum,
hugsanlega í dag. Talsmaður íraska
varnarmálaráðuneytisins, þar sem
ákvörðun er formlega tekin um tíma-
setningar aftakna, lýsti því þó síðar
yfir að forsetinn fyrrverandi væri
enn í haldi Bandaríkjahers og yrði
ekki Hflátinn fyrr en eftir 26. janúar.
Hussein var leyft að hitta tvo hálf-
bræður sína sem einnig eru í haldi
lögreglu á fimmtudaginn. Badie
Aref, lögmaður Husseins, sagði að
hann hefði afhent bræðrunum bréf
til fjölskyldunnar. „Hann er tiltölu-
lega ómeðvitaður um hvað er að
gerast í kringum sig en hann er til-
búinn að deyja sem píslarvottur.“
Hussein var dæmdur til dauða
í nóvember fyrir morð á 148 sjíta-
múslímum í Dujail árið 1982. Áfrýj-
unardómstóll staðfesti dóminn á
annan dag jóla og ákvað að Hussein
yrði tekinn af lífi innan þrjátíu
daga. Réttarhöld vegna ákæru á
hendur honum vegna þjóðarmorðs
á Kúrdum standa þó enn. Nouri
Maliki, forsætisráðherra Iraks,
sagði í gær að ekkert gæti hindrað af-
tökuna á glæpamanninum Hussein.
,Allir þeir sem vilja hindra aftökuna
á Hussein eru að grafa undan heiðri
íraskra píslarvotta.“
íraskir öryggisráðgjafar segja að
ekki verði gefið upp hvar og hvenær
Hussein verður hengdur og má telja
líklegt að tilkynning muni fyrst
berast eftir að hann er látinn til að
draga úr líkum á óeirðum og hryðju-
verkum. Aftakan verður fest á filmu
en ólíklegt er að myndirnar verði
gerðar opinberar. Fjölmiðlamenn
munu ekki fá að vera viðstaddir
aftökuna.
Hussein hefur verið í haldi Banda-
ríkjahers í Camp Cropper í Bagdad.
Hefð er fyrir því að dauðadæmdir
fái eina síðustu máltíð að eigin vali.
Fanginn fær hana tólf tímum fyrir
aftöku. Samkvæmt heimildum The
Mirror mun sú máltíð að öllum lík-
indum samanstanda af Burger King
hamborgara og frönskum kartöflum.
,Hann borðar talsvert af skyndi-
bitamat í klefanum sínum. Honum
finnst hamborgarar og pitsur góðar,“
segir saksóknarinn Jaafar Musawi í
samtali við Gulf News.
Opnunartimi:
Virka daga 16 - 22
Um helgar 12-22
Hækkaðu þig
upp um einn
PRPINOS
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Reykjavíkurvegi 62
Hafnarfirði
Línur að skýrast á strandstað:
Tryggt upp í topp
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Ljóst er að kostnaður við björgunar-
störf og dælingu á olíu við björgun
Wilson Muuga hleypur á tugum
ef ekki hundruðum milljóna. Guð-
mundur Ásgeirsson, stjórnarfor-
maður Nesskipa, sem er móðurfé-
lag Unistar fyrirtækisins sem er
skráður eigandi skipsins, segist
ekki vita heildartölu alls kostnaðar,
það sé tryggingamál, en skipið er
tryggt hjá norska skipatryggingafé-
laginu Gard.
Christen Guddal, varaforseti hjá
Gard-tryggingafélaginu, segir engar
tölur um kostnað hafa borist fyr-
irtækinu, en að Wilson Muuga sé
tryggt að fullu á grundvelli þeirra for-
sendna sem þegar hafa komið fram.
Aðspurður gat hann ekki tjáð sig um
orsakir slyssins né um hversu háa
tryggingarfjárhæð er að ræða. Því er
enn óljóst hvort tryggingarfé nær að
dekka kostnaðinn við björgun skips-
ins. Sigurður Örn Guðleifsson, lög-
maður hjá Umhverfisstofnun, segir
engar kostnaðartölur liggja fyrir að
sinni en væntanlega muni það skýr-
ast skömmu eftir áramót.
Hefðbundinni olíudælingu úr
skipinu er að mestu lokið að sögn
Hávars Sigurjónssonar hjá Umhverf-
isstofnun. Þó er eftir að fleyta olíu
af sjó sem er 1 lest skipsins með sér-
stökum skiljum sem síðan er dælt í
tanka sem íoks verða hífðir í land.
Þá tekur við ferli sem snýr að niður-
rifi skipsins.
Það verk verður að öllum Hk-
indum boðið út.