blaðið - 30.12.2006, Síða 16
blaöíö
mmmm
KR-FLUGELDAR bjóða að vanda magnaða
FLUGELDA í ÓTRÚLEGU ÚRVALI OG Á FRÁBÆRU VERÐI.
ÞÚ TRYGGIR POTTÞÉTT ÁRAMÓT MEÐ HEIMSÓKN TIL OKKAR
jcn'VKr;v
Afgreiðslutími
28.12. kl. 13-22
29.12. kl. 10-22
Sölustaður
KR-heimilið við Frostaskjól
Legg áherslu
á að verkin tali
Pétri Gunnarssyni svarað 4 Það er auð-
Pétur Gunnarsson fer mikinn í
grein í Blaðinu 22. desember þar
sem hann telur að samgönguráð-
herra sé vandi á höndum í ýmsum
verkefnum sem að honum snúa.
Nefnir hann sérstaklega fjarskipti
og mál flugumferðarstjóra og
hann drepur einnig á umferðar-
mál og telur öryggið sprungið hjá
samgönguráðherra.
Áður en lengra er haldið er rétt að
fullvissa Pétur og lesendur Blaðsins
um að eins og í öðrum verkefnum
hjá samgönguráðuneyti er unnið að
þessum viðfangsefnum jafnt og þétt
árið um kring. Sum þeirra eru lang-
tímaverkefni en önnur þarf að leysa
hratt og vel.
Flugmálin
Breyting á skipulagi flugmála
tekur gildi um áramót. Opinbera
hlutafélagið Flugstoðir tekur að sér
flugumferðarþjónustu og rekstur
flugvalla sem áður var sinnt af
Flugmálastjórn Islands. Flugmála-
stjórn sinnir stjórnsýslu og eftirliti
á öllum sviðum flugmála. Þessi
breyting er ekki gerð á einni nóttu
og ekki umræðulaust eins og Pétur
lætur liggja að. Umræða um hana
hófst árið 2003 og í framhaldinu
lagði starfshópur sérfræðinga fram
skýrslu um hvaða leiðir væru færar.
Lokaáfanginn var síðan að leggja
fram nauðsynleg lagafrumvörp sem
afgreidd voru á Alþingi síðastliðið
vor. Tilgangur skipulagsbreyting-
arinnar er að auka sveigjanleika í
þjónustunni meðal annars til þess
að geta betur mætt alþjóðlegri sam-
keppni í flugumferðarþjónustu yfir
Norður-Atlantshaf sem íslendingar
hafa sinnt í áratugi.
Langflestir starfsmenn Flugmála-
stjórnar sem flytjast eiga með verk-
efnum sínum til Flugstoða hafa
samþykkt að gera það hávaðalaust.
Þeirra á meðal eru um 30 flugum-
ferðarstjórar. Hluti þeirra hefur
hins vegar kosið að gera það ekki
enn og hafa sett fram kröfur um
að lífeyrisréttindi skuli tryggð og
greiðslur fyrir vaktafyrirkomulag
auknar. Því hefur verið svarað að
engar breytingar verði á högum
flugumferðarstjóra við flutning til
Flugstoða ohf. og að þeir muni halda
áunnum réttindum en þeir ekki
trúað. Ég hef fulla trú á að lausn
muni finnast enda mikið í húfi fyrir
flugumferðarstjóra að halda sem
flestum störfum á þessu sviði í land-
inu og brýnt að engar truflanir verði
á flugsamgöngum við landið.
Fjarskiptamálin
Pétur gerir fjarskiptamálin einnig
að umtalsefni og telur okkur i
ótryggu ljósleiðarasambandi við um-
heiminn. Því er til að svara að ljós-
Ieiðarasæstrengir eru nú tveir og var
sá síðari, Farice-i, tekinn í notkun í
janúar 2004. Sá strengur var lagður
að mínu frumkvæði. Við það jókst
mjög öryggi netsamskipta en betur
má ef duga skal. Til að tryggja enn
velt að sitja
ábyrgðarlaus
við tölvuna
og skrífa um
verk annarra
Umrœðan
Sturla Böðvarsson
frekar öryggi á þessu sviði er nú í
undirbúningi að leggja nýjan sæ-
streng. Með því eygja menn einnig
möguleika á nýsköpun og fjölgun
þjónustustarfa sem byggjast á raf-
rænum samskiptum. Má þar nefna
fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjón-
ustu og margs konar gagnavinnu
og gagnavistun sem nær út yfir öll
landamæri.
Að þessu er nú unnið og samgöngu-
ráðuneytið hefur haft forgöngu um
að undirbúa varasamband við út-
lönd. Yfirvöld geta hins vegar ekki
staðið ein og sér að lagningu nýs sæ-
strengs, þar verða fleiri að koma til
vegna samkeppnissjónarmiða. Fjar-
skiptafyrirtækin þurfa að eiga hér
hlut að máli og gera má ráð fyrir að
stofnað verði félag í einhverri mynd
um lagningu nýs strengs. Ég geri ráð
fyrir að næstu skref i málinu verði
tekin mjög fljótlega á nýju ári.
Umferðarmálin
I lokin kemur Pétur inn á umferð-
armál. Rétt er að þau hafa mikið
verið til umræðu undanfarið, ekki
síst vegna þess að árið er að verða
eitt það versta í mörg ár hvað varðar
fjölda banaslysa. Eins og Pétur og
margir lesendur Blaðsins vita er stöð-
ugt unnið að uppbyggingu og endur-
bótum á vegakerfinu í þéttbýli og.
dreifbýli. Samgönguáætlun og fjár-
veitingar Alþingis ráða hraðanum
í þessum efnum. Þrátt fyrir það
getur þurft að hnika til verkefnum,
flýta eða fresta, og nú stendur ein-
mitt fyrir dyrum að leggja aukið
fé í ákveðnar aðgerðir á Vestur-
landsvegi og Suðurlandsvegi til að
auka umferðaröryggi. En eins og í
öðrum viðamiklum málaflokkum
verðum við að sætta okkur við að
geta ekki gert allt í einu. Á meðan
legg ég áherslu á að fyrst og síðast er
það hegðun okkar ökumanna sem
tryggir helst öryggi okkar.
Samgönguyfirvöld sitja því ekki
auðum höndum. Ég ítreka að sum
viðfangsefni eru langtímaverkefni.
Önnur þarf að ráðast í með hraði.
Og umfram allt er rétt að tryggja að
öryggið springi ekki. Um þessi mál
sem Pétur Gunnarsson skrifar um
gildir eins og um margt annað, að
það er auðvelt að sitja ábyrgðarlaus
við tölvuna og skrifa um verk ann-
arra. í störfum mínum hef ég lagt
áherslu á að láta verkin tala. Það
vona ég að Pétur geti samþykkt að
sé mikilvægt.
Höfundur er samgönguráðherra