blaðið - 30.12.2006, Page 18

blaðið - 30.12.2006, Page 18
18 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaðið \ NÚ GETUR ÞÚ AUGLÝST BÍLINN ÞINN HJÁ OKKUR FYRIR AÐEINS 1500 KRÓNUR MEÐ MYND OG TEXTA (80 SLÖG) blaði Auglýsingasíminn er 510 3737 starfsfólk? Nú BÝÐUR Blaðið upp á ATVINNUAUGLÝSINGATILBOÐ TIL FYRIRTÆKJA blaði Auglýsingasíminn er 510 3737 Xiiugi Jökuisson skrifar um fjöimiðiun Dagsbrún in memoriam á hefur DV verið selt frá 365. Sömuleiðis tímaritin Hér & nú og Veggfóður. Og tímaritið Birta hefur verið lagt niður. Þá fæ ég ekki betur séð en prentmiðladeild 365 sé orðið að hreinræktuðu útgáfu- fyrirtæki Fréttablaðsins. Ekkert annað undirþeim hatti. Og stórfyrirtækið Dagsbrún, sem fyrir aðeins örfáum miss- erum virtist þess albúið að helga sér gríðarstóran hlut í fjölmiðlun landsmanna - það er svona meira og minna gufað upp. Höggstaður á Gunnari Smára Ég verð að viðurkenna að það þykir mér miður. Nú sýnist mér að vísu að það sé nokkuð í tísku á netmiðlum og bloggsíðum að hálfpartinn hlakka yfir örlögum hinna stóru drauma um hið öfluga fjölmiðlafyrirtæki - isspiss, segja menn, við vissum allan tímann að þetta gæti ekki gengið - isspiss, fá- ránleg hugmynd að eitthvað sem Gunnar Smári Egilsson kæmi á koppinn gæti gengið til lengdar. En partur af Þórðargleðinni yfir því hvernig fór fyrir Dags- brún sýnist mér reyndar runninn frá því að menn þykjast þar sjá höggstað á Gunnari Smára - þeim umdeilda manni sem virðist svo einkar lagið að koma fólki upp á móti sér. Hann kom til dyra i húsi einu íÞingholtunum Nú hef ég ekki hugmynd um hver staða Gunnars Smára er ak- kúrat þessa stundina. Hef ekki talað við hann í heilt ár nema rétt aðeins í sumar þegar ég var að safna peningum fyrir Rauða krossinn og hann kom til dyra í húsi einu í Þingholtunum. En það má vel koma fram að þrátt fyrir hans margvíslegu misheppn- uðu ævintýri og þrátt fyrir hans misjafna orðspor í mannlegum samskiptum, þá er ég nú á því að GSE hafi á heildina litið reynst ís- lenskri fjölmiðlun þarfur maður - og gert fleira gott en slæmt. Að minnsta kosti gert meira gagn en margur sá sem nú þykist þess um- kominn að hlakka yfir því sem í bili að minnsta kosti virðast vera ófarir hans. Og eins og ég sagði - mér þykir miður að áætlanirnar um hið stóra fjölmiðlafyrirtæki Dags- brún eða 365 eða hvað það nú hét á hverjum tíma skyldu hafa farið úrskeiðis. Draumurinn um NFS Ástæðan var sú að á tímabili virtist hér loksins að vaxa úr grasi fyrirtæki sem hefði fjárhagslega burði til þess að hrinda af stokk- unum metnaðarfullum nýjungum í einkarekinni fjölmiðlun á fslandi án þess að þurfa að horfa í hvern einasta aur, án þess að þurfa að gera allt af þeim vanefnum sem hafa einkennt svo allan einka- rekstur í fjölmiðlun á fslandi. Þau mistök sem Dagsbrún/365 gerði, þau liggja flest þegar fyrir og sú saga verður eflaust skráð betur síðar. Hvað sjálfan mig snertir, þá voru það alvarleg og augljós mistök að leggja niður Talstöðina þegar draumurinn (martröðin?) um NFS heltók æðstu stjórn- endur fyrirtækisins. Ástæðan var ekki sú að þar missti ég vinn- una, heldur hin að Talstöðin var á ágætri braut hvað snerti dagskrá og efni - og peningalega lá leiðin bara upp á við. Talstöðin hefði vel getað fúnkerað við hlið NFS í stað þess að hverfa inn í hana - og hún hefði á endanum orðið frábær rök- semd fyrir þeirri skoðun að einka- aðilar hefðu líka getu og metnað til að reka efnismikla útvarpsstöð - og það væri ekki aðeins á færi ríkisins. Púrítanismi Talstöðvarinnar Talstöðin var meira að segja miklu hreinlyndari útvarpsstöð en til dæmis Rás 2 Ríkisútvarps- ins að því leyti að þar var strang- lega bannað að „gefa“ nokkurn hlut eða lauma inn dulbúnum aug- lýsingum af neinu tagi. Ég verð að segja að ég þjáist stundum fyrir hönd hinna ágætu starfsmanna Rásar 2 þegar ég heyri þá hvað eftir annað þurfa að bregða sér í auglýsingagervið og „gefa“ plötur, bíómiða og ég veit ekki hvað. Er þetta virkilega hlut- verk Ríkisútvarpsins? Það verður reyndar að fara að gera í því hvernig Ríkisútvarpið hagar sér á markaðnum. Ég er að vísu alinn upp hjá Ríkisútvarp- inu og styð tilveru þess eindregið GUNNAR SMÁRI EGILSSON ,,/ssp/ss, láránleg hugmynd að eitthvað sem hann kæmi á koppinn gæti gengið til lengdar. “ En partur af Þórðargleð- inni yfir því hvernig fór fyrir Dagsbrún sýnist mér reyndar runninn frá því að menn þykjast þar sjá höggstað á Gunnari Smára - þeim umdeilda manni - en vist mín hjá Talstöðinni sann- færði mig um að það gengur ekki að RÚV sé áfram á auglýsinga- markaði auk þess að fá sín afnota- gjöld - eða hvað þau kunna að kall- ast á hverjum tíma. Meðan svo er, þá mun aldrei verða hægt að byggja upp fjölbreytilegri flóru í íslenskri fjölmiðlun. Menn segja sem svo - einkaaðilar búa bara til endalausar Bylgjur þar sem „gjafir“ og auglýsingamennska keyrir um þverbak (þótt Rás 2 standi Bylgjunni raunar ekki langt að baki stundum) - en Talstöðin var að minnsta kosti sönnun þess að einkafyrirtæki eru til í að gera ýmsar tilraunir - þótt sú tilraun hafi verið blásin af alltof snemma. Auglýsingamennska Sjónvarpsins Og nú fyrir jólin vakti stóra furðu mína gífurleg auglýsinga- herferð í Sjónvarpinu þar sem aug- lýst var „Sjónvarpsöldin" - safn DVD-diska með efni úr frétta- tímum Sjónvarpsins. Það hafði verið búinn til smekklegur pakki sem auglýstur var lon og don - og bersýnilega ætlaður í jólapakka landsmanna. Og var í beinni sam- keppni við jólabækurnar, jólaplöt- urnar og ýmislegt annað. Ef ég hefði rekið bókaforlag hefði ég orðið sótvondur yfir því að Ríkið noti skattpeningana mína til að leggjast í þvílíka aug- lýsingaherferð til að koma út vöru í beinni samkeppni við bækur sem ég hefði kostað og látið búa til með því fé sem ég ætti eftir skatta. Ég er að vísu hlynntur því að Ríkisútvarpið geri aðgengilegt sem mest af efni sinu - en að það leggist í svo blatant samkeppni við einkaaðila í jólabókaflóðinu, og noti allt sitt afl, fannst engum neitt athugavert við það nema mér? Er það virkilega hlutverk Ríkisútvarpsins?

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.