blaðið - 30.12.2006, Side 20

blaðið - 30.12.2006, Side 20
20 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaöiö Valgerður Sverrisdóttir, ntanríkisráðherra Gert er ráð fyrir að íslendingar skjóti upp um eitt þúsund tonnum af flugeldum um áramótin. Islendingar standa nú í viðræð- um við nágrannaþjóðir um loftvarnir. folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er ekki best að nota þetta púður í loftvarnir? Eg held að islenska þjóðin myndi nú ekki samþykkja það. Er ekki best að njóta bara flugeldanna?" HEYRST HEFUR... Breiðst hefur út sá orðrómur að yfirmenn á RÚV leggist gegn því að starfsfólk þess eyði kröftum sínum á bloggsíðum og úthelli frekar hugsun sinni og hugmyndum í þágu stofn- unarinnar. Sigmar Guð- mundsson lætur þetta augsýnilega sem vind um eyru þjóta, enda óstöðv- andi sjarmatröll, en síða hans á Moggablogginu er ein sú vinsæl- asta. I síðustu viku heimsóttu rúmlega 20.000 manns síðuna og spurning hvort Páll Magnús- son geti nokkuð annað en litið á síðu hans sem ágætis auglýs- ingu fyrir Kastljósþættina. Hinir árlegu styrktartón- leikar á vegum Einars Bárðarsonar voru haldnir í Háskólabíói á miðvikudag. Allir helstu popparar landsins voru mættir og kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, að sjálfsögðu þar á meðal. Bubbi hefur aldrei farið leynt með að heyrn hans hafi skemmst í gegnum árin. í auglýsingum frá ónefndu bílaumboði talaði hann meira að segja um að fjöl- skylda sín væri við það að ærast þegar hann horfir á sjónvarpið. Þetta sannaðist baksviðs á tónleikunum þegar ungstirnið Ingó Idol mætti og heilsaði kónginum. Lítið var um svör. Bubbi heyrði ekki í Ingó. Ingó gafst ekki upp og spurði hann hvort gítarinn hans væri að nýr, og enn svarar Bubbi ekki. Þá hækkaði Ingó róminn verulega og spurði aftur hvort gítarinn væri nýr. Ekkert svar kom frá Bubba, sem pakkaði saman föggum sínum og arkaði út án þess að heyra múkk. dista@bladid.net Fiskur og franskar, soðið brauð og sushi Aníta Briem er stödd á Islandi í faðmi fjölskyldunnar og ætlar að dvelja á landinu fram yfir áramót. „Fyrir mér eru jólin tími sem ég á með fjölskyldunni þar sem ég get komið til hennar í ró og frið. A enskri tungu er stundum tekið svona til orða: „A dog is not just for Christmas”. Þannig líður mér um jólin. Ást, þakklæti og friður eiga ekki bara við um jólin heldur alla aðra daga. Svo finnst mér myrkrið dásamlegt og mér líður vel í myrkrinu.” Flutt til Los Angeles Aníta hefur flutt búferlum til Los Angeles til að sinna leiklistar- ferlinum frekar og þar hafa margir aðrir Islendingar í svipuðum hug- leiðingum sest að. „Ég er í góðu sambandi við Gisla Rúnar Jónsson, Steinunni Ólínu og fleira fólk. Það er gott að eiga þau að og stundum er bara voða gott að hitta fólk úr sama heimi. Þá er til dæmis hægt að vitna í gömul, islensk popplög án þess að það þurfi nánari útskýringa við.” Dæmigerður dagur í lífi hennar i Los Angeles fer mestmegnis í að lesa handrit, læra texta utan að, fara i prufur, á fundi og tala við umboðs- fólk. Aðspurð um hver munurinn sé á lífinu í London, Islandi og Los Angeles segir hún hann vera fremur einfaldan: „Fiskur og franskar, soðið brauð og sushi!“ Aníta segist glamra aðeins á gítarinn þegar hún komi heim eftir langan dag. „Þá fer égyfir dagskrá morgundagsins áður en ég sofna yfir kvikmynd sem ekki er ráðlegt að sofna yfir, Blue Velvet skapar undarleg draumamunstur," bætir hún við. Hefur á tilfinningunni að ást- armálin fari vel á nýju ári Aníta hefur lagt góðan grunn að leiklistarferli eftir strangt nám í Royal Academy of Dramatic Art og nú ætlar hún að sækja fram í Los Angeles. Hún segir um mörg og ólík svið að velja, leikhús, sjónvarp og kvikmyndir en hvað sem verði sé það vist að hún fáist við leiklistina um ókomin ár. „Engin önnur starfs- grein kemur til greina en leiklistin, enda held ég að þú þurfir að vera skrýtin í hausnum til að velja svona starfsgrein ef þú ert ekki alveg viss, hins vegar þykir mér gaman að bæta við mig i tónlist.” Aðspurð um hvernig líf það sé eig- inlega að vera leikkona ein síns liðs í harki í mannmargri borg, segir hún að lífi sínu fylgi óvissa á ýmsum sviðum og að starf hennar og líf sé samtvinnað. „Líf þitt getur umturn- ast á nokkrum vikum og felur í sér fjarvistir frá fólkinu sem þér þykir vænt um og allskonar vafasama pól- itík. En ég er að læra á hverjum degi hvernig það hentar mér best að taka á svoleiðis málum. Ég hef mikið lært og það hefur gert mig að sterk- ari og betri manneskju.” Aðspurð um hvort einhver hlýi henni um hjartarætur eða hlusti á gítarspilið hennar á kvöldin, svarar hún því neitandi. „Standardinn er settur svo hátt. En ég hef á tilfinningunni að það mál fari mjög vel,” bætir hún við í lokin. dista@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 5 3 4 9 7 8 4 1 9 2 4 7 6 8 9 2 4 7 1 3 4 3 8 9 5 2 6 3 8 9 1 7 4 5 4 7 i 5 2 3 8 9 6 5 8 9 4 6 7 1 2 3 i 3 7 6 5 9 2 8 4 8 9 2 3 7 4 5 6 1 6 4 5 1 8 2 9 3 7 3 2 6 7 1 8 4 5 9 9 1 4 2 3 5 6 7 8 7 5 8 9 4 6 3 1 2 eftir Jim Unger © LaughingStock Intemational Ino./dist. by United Media. 2004 Æi, geturðu ekki hjálpað mér að ná páfagauknum? Hvað bar hæst í vikunni? Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur Þar sem ég er nýkominn til landsins þá hef ég ekki náð að fylgjast vel með fréttum. Mér finnst það merkilegt að það eigi að hengja Saddam Hussein og að páfinn mótmælti því, þar sem þeir eru alfarið á móti dauðarefs- ingum. Að vísu hæfir refsingin glæpnum en ég er ekki hlynntur dauðarefsingum. Þar sem ára- mót eru að koma og flugeldasala hafin, þá hef ég hugsað mér að halda áfram að styðja við bakið á Hjálparsveit skáta, mér finnst ekki annað koma til greina. Þeir þurfa að vera með allan búnað og tól og tæki til að geta náð í mig næst þegar ég kemst á veiðar. Ég týnist alltaf, fastir liðir eins og venjulega, Gunnar er týndur.“ Þórey Edda Elfsdóttir, (þróttakona Það er margt búið að fjalla um í vikunni. Það sem mér fannst merkilegast var meðal annars það hversu vel hefur gengið að dæla olíunni úr Wilson Muuga. Svo finnst mér það líka merkileg ákvörðun hjá forsvarsmönnum Alcan að dreifa disknum hans Björgvins Halldórssonar á öll heimili í Hafnarfirði. Að lokum var verið að velja íþróttamann ársins og mér finnst Guðjón Valur vera vel að titlinum kominn." Davlð Smári Harðarson, söngvari Mér fannst það ansi magnað að fólk skyldi taka upp á þvi að skila disknum hans Björgvins Halldórssonar til Rannveigar Rist eftir að Alcan hafði gefið íbúum Hafnarfjarðar diskinn. Ég hef hlustað á þennan disk og mér finnst hann mjög góður. Björgvin er alveg geðveikt góður. Ég veit að ef ég hefði fengið þennan disk að gjöf hefði mér ekki dottið I hug að skila honum."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.