blaðið - 30.12.2006, Page 26
26
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006
blaöið
Ekkert rosalega
fyndinn gaur
Aramótaskaupið á órjúfan-
legan sess í hjörtum lands-
manna og það sést vart
maður á ferli þegar það er
sýnt á gamlárskvöld. I skaupinu er
dregin upp mynd af því sem gerst
hefur í þjóðfélaginu á árinu en allir
hafa mjög ákveðnar skoðanir á því
ár hvert. I ár leikstýrir Reynir Lyng-
dal áramótaskaupinu en hann segist
vera spenntur yfir viðbrögðunum.
„Þetta er svolítið ógnvekjandi en samt
skemmtilegt. Ég er mjög spenntur
að sjá hvað fólki finnst en sjálfur er
ég mjög öruggur með þetta, allavega
núna,“ segir Reynir og hlær. „Ég veit
ekkert hvernig ég verð á gamlárs-
kvöld. Það hafa allir skoðun á ára-
mótaskaupinu en ég get ekki horft í
það. Efnið er náttúrlega tekið út frá
sjálfum mér og þeim sem skrifuðu
skaupið og maður verður að fylgja
því og treysta að það sé fyndið.“
Miklir snillingar skrifa skaupið
Handritshöfundaráramótaskaups-
ins eru Þorsteinn Guðmundsson,
Margrét Örnólfsdóttir, Ari Eldjárn,
Úlfur Eldjárn og Hugleikur Dagsson
en Reynir segist ekki hafa verið í
vafa hverja hann vildi með sér. „Ég
valdi þau því þetta er allt klárt fólk
og allir með tölu miklir snillingar.
Ég hef annað hvort unnið með þeim
áður eða dáðst að þeim úr fjarska.
Samt sem áður þurfti ég aðeins að
hugsa málið þegar mér var boðið
verkefnið því mér fannst tíminn dá-
lítið knappur. Ég tók mér tvo daga til
að hugsa málið og í millitíðinni und-
irstakk ég það fólk sem ég vildi skrifa
með því það var forsendan fyrir því
að vinna skaupið. Ég er mjög þakk-
látur því þetta frábæra fólk sagði já
við mig samstundis og það er mikill
heiður fyrir mig að þau treysti mér
fyrir þessu. Það skiptir svo miklu
máli að vera með rétta fólkinu því
það auðvddar vinnuna. Nú er ég
ekkert rosalega fyndinn gaur, ég er í
mesta lagi sniðugur en hins vegar er
þetta fólk fyndið.“
„Ég tók mér tvo daga
til að hugsa málið og
í millitíðinni undir-
stakk ég þaðfólk sem
ég vildi skrifa með þvt
það var forsendan fyrir
því að vinna skaupið.
Ég er mjög þakklátur
því þetta frábæra fólk
sagði já við mig sam-
stundis og það er mikill
heiður fyrir mig að þau
treysti mérfyrir þessu."
Fólkið í landinu
Reynir og ritnefndin höfðu mánuð
til að skrifa skaupið og svo var það
myndað í nóvember. „Síðan höfum
við verið að klippa og hljóðsetja og
við fullkláruðum skaupið á fimmtu-
daginn. Ég er búinn að horfa á end-
anlegu útgáfuna og mér líst mjög vel
á þetta. Við tókum þá ákvörðun að
gera áramótaskaup með þema og ég
lagði línuna sem var fólkið i landinu.
Það vill náttúrlega til að frægt fólk
og stjórnmálamenn eru líka fólkið
í landinu og það má alveg gera grín
að þeim. Við reyndum að ná stemn-
ingunni í þjóðfélaginu frekar en að
fylgja atburðum líðandi árs en að
sjálfsögðu er fullt af atburðum í ska-
upinu. Þetta var rosalega skemmti-
leg vinna, mjögkrefjandi og ákveðin
áskorun en fyrst og fremst skemmti-
legt. Ég var með gott fólk að vinna
þetta með mér og valinn maður í
hverju rúmi,“ segir Reynir og bætir
við að hann ætli að horfa á skaupið
á gamlárskvöld og vona það besta.
„Ég verð með góðum vinum í matar-
boði og horfi á áramótaskaupið með
þeim. Ég er spenntur fyrir þessu,
enda er þetta náttúrlega frumsýn-
ing. Hluti af fólkinu sem ég borða
með leikur í skaupinu þannig að þau
eru meðvirk og þeim verður að finn-
ast það skemmtilegt.“
Stuttmyndagerð heldur
mér ferskum
Reynir hefur leikstýrt fjöldanum
öllum af stuttmyndum, mynd-
böndum og auglýsingum og það má
segja að hann hafi byrjað í brans-
anum þegar hann var 14 ára gamall.
„Ég og Arnar Jónasson unnum Stutt-
myndahátíðina í Reykjavík þegar
ég var 14 ára og eftir það varð ekki
aftur snúið. Ég hef gert þó nokkuð
af stuttmyndum í gegnum tíðina en
síðasta mynd mín heitir Töframað-
urinn og er á alvarlegri nótunum.
Töframaðurinn er byggð á smásögu
eftir Jón Atla Jónasson rithöfund og
hefur verið sýnd úti um allan heim.
Þar á undan vann ég dansmynd
með Katrínu Hall sem vann til
fjölda verðlauna um allan heim. En
fyrst og fremst hef ég ofan í mig og
á með því að gera auglýsingar. Stutt-
myndagerðin er meira til að halda
mér ferskum og fóðra sjálfan mig.
Ég hef verið að vinna mikið að aug-
lýsingum á þessu og síðasta ári, þar
á meðal KB banka auglýsingarnar
með Þorsteini Guðmundssyni og
Landsbankaauglýsingarnar.“
k m að Mkstýra
Reynir er mjög sáttur í starfi sínu,
enda segir hann að starfið sé sitt
heista áhugamál. „Ég var svo ungur
þegar ég byrjafti á þessu aft ég náði
ekki að finna mér annað áhugamál.
Reyndar ætlaði ég að verða lcikari
eða forseti þegar ég var barn. Ég er
feginn að ég fór þessa leið því ég hef
ekki talandann í leikarastarfið, starf
mitt er svipaft en það sést ekkert í
mig. Það er algjörlega stórkostlegt að
geta sameinað vinnu og áhugamál
og ég kann ekkert annað en að leik-
stýra. Sem betur fer ferst mér þetta
ágætlega úr hendi, þótt ég segi sjálfur
frá. Ég ætla að halda þessu áfram svo
lengi sem ég hef gaman af að mæta
í vinnuna. Vonandi verður það
sem lengst því mér finnst þetta það
skemmtilegt og mér finnst ég verða
betri með tímanum. Það koma tíma-
bil þar sem mér finnst ég staðna en
svo lengi sem maður nær að þroska
sig þá held ég þessu áfram,“ segir
Reynir sem segist stundum ekki vera
dómbær á verk annarra kvikmynda-
gerðarmanna. „Ég held að stundum
sé maður dómbær á verk annarra en
stundum alls ekki því ég horfi á hlut-
ina frá allt öðru sjónarhorni en hinn
almenni áhorfandi. Ég reyni að gera
hlutina eftir bestu getu og ég held að
flestir geri það í þessum bransa. Upp
til hópa finnst mér meirihlutinn af ís-
lenskum kvikmyndagerðamönnum
fagmannlegir, hugmyndaríkir og
sterkir í sínu starfi.“
Meiri fagmennska í
kvikmyndagerð
Reynir er menntaður í kvikmy nda-
gerð og segist telja að fagmennskan
sé orðin meiri í íslenskri kvik-
myndagerð. „íslensk kvikmynda-
gerð er frekar ung en eftir því sem
fleiri mennta sig í henni, leikstjórn
og fleiru, þá verður fagmennskan
meiri. Mér finnst fagmennskan líka
vera meiri í öllu þjóðfélaginu. Við
áttum okkur á því að við verðum að
standast samanburð við önnur Iönd.
Það er mikill ágangur erlendra kvik-
mynda- og auglýsingagerðarmanna
sem vilja gera verk sín hér og þannig
hefur skapast sterk fagmennska
innan geirans sem er algjörlega
ómetanleg. Við finnum mikið fyrir
því að útlendingar eru hrifnir af ís-
lensku starfsfólki í þessum geira, hér
er hægt að gera allt og hver maður
gengur mjög fagmannlega í sitt
starf.“ Reynir lærði kvikmyndagerð
í Barcelona og segir að það hafi verið
gott að fá fræðilega nálgun á starfið.
„Það er nauðsynlegt að vinna og læra
af mistökunum en samt sem áður er
gott að fá smá pásu og geta bara lesið
sér til, sérstaklega i mínu tilviki
því ég var búinn að vinna í nokkur
ár áður en ég fór í skóla. Ég vona
og held að ég hafi orðið betri kvik-
myndagerðarmaður eftir námið.“
Kvikmynd í fullri lengd
Aðspurður af hvaða verkefni sínu
Reynir sé stohastur segist hann alltaf
vera spenntastur og stoltastur af því
sem hann geri næst. „Nú er ég voða
stoltur af áramótaskaupinu sem mér
finnst voðalega flott og skemmtilegt
höfundarverk. Ef ég lít einungis á
þetta ár þá er ég stoltastur af tónlistar-
myndbandi sem ég gerði fyrir Trabant
við lagið The one sem er tilnefnt til
íslensku tónlistarverðlaunanna. Það
var svo skemmtilegt að gera mynd-
bandið og gott fólk sem vann með
mér. Skemmtunin stendur yfirleitt
frekar upp úr heldur en endanlega
útkoman," segir Reynir sem stefnir á
að gera kvikmynd í fullri lengd bráð-
lega. „Ég og Jón Atli Jónasson höfum
verið með handrit í maganum sem
er komið á blað og hefur verið í þró-
unarvinnslu í dágóðan tíma. Vinnu-
titillinn að myndinni er Horfinn
og þetta er eins konar sálfræðilegur
tryllir með dramatísku ívafi. Þetta er
mjög spennandi og skemmtilegt verk-
efni enda er stutt á milli hláturs og
hræðslu. Vonandi kemst það verkefni
í gang á næsta ári og svo er ég með
nokkur önnur verkefni í deiglunni,
nokkrar bækur sem ég er að skoða.“
Stórkostlegt að vera pabbi
Reynir er giftur Elmu Lísu Gunn-
arsdóttur leikkonu og segist vera
afskaplega vel giftur. „Ég er mjög
ástfanginn af konu minni og það er
óskaplega gaman á okkar heimili sér-
staklega af þvi að við deilum áhuga-
máli okkar, leiklist. Auk þess á ég
yndislega dóttur sem er að verða
fimm ára gömul. Hún var einmitt að
koma frá Afríku í gær en hún eyddi
jólunum þar ásamt móður sinni og
fósturpabba. Henni fannst skrýtið
að eyða ekki jólunum á Islandi en
hún lofaði að koma heim með mynd
af sér á úlfalda. Það er stórkostlegt
að vera pabbi. Þegar maður eignast
börn setur maður lífið í annað sam-
hengi. Eigingirnin minnkar og það
er einhvern veginn þannig að sama
hversu sterkt maður metur sjálfan
sig þá myndi maður gefa útlimi svo
það væri í lagi með barnið,“ segir
Reynir og bætir við að lífið sé oftast
gott. „Við hjónin vinnum mikið og
þessi vinna okkar er svolitið tarna-
kennd þannig að við reynum að
njóta samverustunda þess á milli.
Við reynum að taka stór og mikil
frí en í tilfelli okkar beggja þá er
vinnan áhugamál og við lifum og
hrærumst í henni. Það er mjög gott
því þar höfum við stuðning hvort af
öðru. Að öðru leyti er þetta frábært,
ég hef að minnsta kosti heilsuna,
enda er ég ekki nema þrítugur."
svanhvit@bladid.net