blaðið

Ulloq

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 28

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 28
Á Havaí segja menn „Hauoli Makahiki Hou" sem þýðir gleðilegt nýtt ár um áramótin. blaðiö Á (slandi fögnum við áramótum 1. janúar og bíðum spennt eftir því að nýja árið gangi í garð á gamlárskvöld. Venja er á Islandi að sprengja flugelda á síðustu mínútum gamla ársins og þeim fyrstu á nýju ári til að fagna komu þess og kveðja það gamla. 28 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 Brandarar Hvað þarf marga pabba til að skipta um Ijósaperu? Bara einn, en hann þarf að fara í búðina 5 sinnum til að kaupa réttu tegundina. Hvað sagði hægra eyra við vinstra eyra? Pssst. Okkará milli, þá höfum við heila! Hvað sagði segullinn við hinn segulinn? Af hverju eru fílar svona krumpaðir? Hefurðu einhvern tímann prófað að strauja fíl? Mérfinnst þú alveg magnaður! Af hverju gleyma fílar engu? Af því að enginn segir þeim neitt. Hvenær boðar það slæma lukku að sjá svartan kött? Þegarþú ertmús! ÖU börn eiga rétt á að geta greint á milli þess hvað má og má ekki gera við tíkama þeirra. Talaðu við barnið þitt og upplýstu það um staðreyndirnar - því fyrr því betra. Barn sem þekkir muninn á réttu og röngu er betur í stakk búið til að neita, segja frá og komast óskaddað frá óeðlilegum kringumstæðum sem það vill ekki taka þátt í. Rjúfðu þögnina og fræddu barnið þitt - það er á þína ábyrgð Hvernig tölum við um þetta við börnin? Fáðu leiðbeiningar á www.blattafram.is. Ef velferð barns er í húfi hringdu í 112 Bj^lT ÁFRAM! Vísindatilraun Flott brella með olíu og vatni Olía er léttari en vatn og rís upp á yfirborðið. Salt er þyngra en vatn og sekkur á botninn. Ef þú bætir við salti í vatnsolíu- blöndu sest saltið í olíuna og olían sekkur til botns. Síðan þegar saltið leysist upp rís olían upp á við með flottum áhrifum. Þú þarft: Krukku með loki Vatn Matarlit Glimmer Matarolíu HSalt Vasaljós Fylltu krukku að þremur fjórðu með vatni. Bættu matarlit út í vatnið þangað til þér líkar liturinn á vatn- inu. Settu glimmer út í blönduna. Bættu svo matar- olíu út í þangað til krukkan er full. Sjáðu hvernig olían skilur sig frá vatninu. Settu salt út í blönduna og lok- aðu krukkunni. Nú skaltu kveikja á vasaljósinu og slökkva Ijósið í herberg- inu. Lýstu á krukkuna og fylgstu með því sem gerist. Hvað gerist? Olía er léttari en vatn en salt er þyngra en vatn. Til að byrja með sérðu að olían flýtur ofan á vatn- inu. En þegar saltinu er bætt út í blönduna bindur olían sig við saltið og sekkur til botns. Saltið leysist hins vegar upþ á smátíma og við það rís olían upp á yfirborðið með þessum flottu áhrifum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.