blaðið - 30.12.2006, Page 30
blaðið
30 hhvw^*' ™ 30. DESEMBER 2006
f
Tónleikar í Stúdentakjallaranum
Blásið verður til göróttra tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld
klukkan 22. Þar koma fram Gavin Portland, Retron, Johnny
Sexual og Donna Mess. Einnig verða Snatan Ultra og Stuð-
munds með skemmtiatriði. Aðgangseyrir er 500 kr.
Tangóball í Iðnó
Fyrsta tangóball ársins verður haldið þriðjudaginn 2. janúar í Iðnó.
Boðið verður upp á byrjendakennslu í argentínskum tangó klukkan
20-21 og síðan dansað við ekta argentínskan tangó fram eftir kvöldi.
Aðgangseyrir er 500 krónur og er kennsla innifalin.
helgin@bladid.net
Nýju ári fagnaö
Nýju ári verður fagnað með
ýmsum hætti á gamlárskvöld
og nýársdag og víða efnt til
dansleikja og nýársfagnaða. Þó
að flestir kjósi að verja þessum
tímamótum í faðmi fjölskyldu
og ástvina eru einnig margir
sem fagna á skemmtistöðum
og veitingastöðum.
Á skemmtistaðnum Broadway
sér Sálin hans Jóns míns um
að halda uppi stuðinu á gaml-
árskvöld og hefst gleðin á mið-
nætti. DJ Víkingur hitar upp fyrir
Sálverja og í Norðursal verða
Addi Exos og Grétar G og í Hip
Hop herberginu DJ Björn Þór.
Á skemmtistaðnum NASA við
Austurvöll halda DJ Curver og
DJ Kiki-Ow svokallað 90’s-partí
á gamlárskvöld þar sem tónlist
og tíska tíunda áratugarins
verður í fyrirrúmi.
Á Café Oliver verður einnig efnt
til mikillar veislu á gamlárskvöld
og verður húsið opnað klukkan
00:45 og á Pravda munu DJ Áki
Pain og DJ Maggi Paranoya
halda uppi stuði frá miðnætti
og fram undir morgun.
Á Hótel Borg verður nýársfagn-
aðurinn með nokkuð lág-
stemmdari hætti en undanfarin
ár, enda hafa talsverðar breyt-
ingar átt sér stað á hótelinu.
Efnt verður til nýárskvöldverðar
á veitingastaðnum Silfri sem
hefst upp úr 18:30 og stendur
fram eftir nóttu. Djasshljóm-
sveit leikur létta tónlist yfir
borðum, völva lætur sjá sig og
leynigestur.
í Perlunni hefur einn glæsi-
legasti nýársfagnaður ársins
farið fram undanfarin ár og
verður engin breyting þar á að
þessu sinni. Boðið verður upp
á sjöréttaða máltíð og óvænta
skemmtidagskrá og dans fram
eftir nóttu.
MMMM...GLÓDAÐUR
Möst á djamminu
: Opið til kl. 05:00 á laugardags og
! til kl. 07:00 á sunnudagsmorgnum
Lækjargata 8
Pops rís úr dvala Hljóm-
sveitin Pops með Eirík
Hauksson og Óttar Feiix
Hauksson fremsta meðal
jafningja leikur að venju
fyrir dansi á nýársfagnaði
68-kynslóðarinnar.
Fáum ekki að hætta
Hin fornfræga hljómsveit Pops
vaknar af værum blundi einu sinni
á ári, nánar tiltekið á nýársdag,
og leikur fyrir dansi í Súlnasal á
Hótel Sögu á nýársfagnaði 68-kyn-
slóðarinnar svokölluðu. Að auki
heldur hljómsveitin yfirleitt tvenna
tónleika á Kringlukránni fyrstu
helgina í janúar áður en hún leggst í
dvala á ný. Óttar Felix Hauksson, gít-
arleikari Pops, segir að hljómsveitin
hefji yfirleitt vikulegar órafmagnað-
ar æfingar fyrir nýársfagnaðinn í
október. Á þriðja i jólum er stungið
í samband og æft upp á hvern dag
þannig að hljómsveitin verði í fínu
formi þegar á hólminn er komið.
Aldrei mætt sterkari til leiks
Óttar segir jafnframt að nýárs-
fagnaðurinn leggist vel í sig að þessu
sinni og Pops hafi aldrei mætt sterk-
ari til leiks á Sögu en núna.
„Eiríkur Hauksson og Sigurgeir
Sigmundsson komu inn í þetta í
fyrra og slógu eftirminnilega í gegn
þannig að menn eru fullir tilhlökk-
unar að takast á við verkefnið," segir
Óttar Felix.
Á efnisskránni verða gömul og
góð lög frá þeim tíma þegar hljóm-
sveitir á borð við Bítlana og Rolling
Stones trylltu ungmenni með lög-
um sínum og ljóðum. Á milli 60 og
70 lög eru á efnisskránni, enda af
nógu að taka.
„Við förum alltaf yfir efnisvalið og
skiptum lögum út og setjum „nýtt“
gamalt efni inn i staðinn. Þetta er
allt frá árunum 1963-1972. Það er
Litríkir hlauparar
Gamlárshlaup ÍR verður þreytt í
31. skipti á gamlársdag og hefst það
klukkan 13 við Alþingishúsið. Hefð
er fyrir þvi að margir hlauparar taki
þátt í hlaupinu í alls kyns furðuföt-
um og er ekki óalgengt að þar bregði
fyrir trúðum, brúðhjónum og jafn-
vel jólasveinum í fullum skrúða. Er
hlaupið þvi mikið sjónarspil og Ijóst
að hlauparar taka sig ekki alltof há-
tíðlega á síðasta degi ársins.
Hlaupin verður tíu kílómetra
leið sem liggur vestur í bæ, út á Sel-
tjarnarnes, til baka um Ægisiðu og
Suðurgötu að endamarki við Ráð-
húsið i Tjarnargötu.
Alls er keppt í 14 flokkum í hlaup-
inu, sjö flokkum karla og kvenna.
Flokkarnir eru: 18 ára og yngri, 19-
39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54
ára, 55-59 ára og 60 ára og eldri.
Allir þátttakendur fá verð-
launapening en að auki fá fyrstu
þrír sem koma í mark í karla- og
kvennaflokki sérstök verðlaun.
Boðið er upp á drykki og léttar
veitingar að hlaupi loknu.
Þátttakendur geta skráð sig
til leiks á vefsíðunni hlaup.is til
miðnættis í kvöld og á hlaupadegi
verður hægt að skrá sig á staðnum
í Oddfellow-húsinu, Vonarstræti 10
frá klukkan 11. Þátttakendur eru
beðnir um að sýna varúð, enda er
um götuhlaup að ræða. Ökumenn
og aðrir vegfarendur eru einnig
hvattir til að sýna hlaupurum tillits-
semi og skilning.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsvæðinu hlaup.is.
Gamlárshlaup ÍR Hlaupiö sem
þykir eitt hið skrautlegasta á árinu
veröur þreytt í 31. skipti á morgun.
hið raunverulega sixties-tímabil að
mínu mati og þá miða ég við Please,
please me með Bítlunum sem kom
út í febrúarbyrjun 1963 og ætli mað-
ur myndi ekki enda með plötunni
sem Led Zeppelin gaf út árið 1972,“
segir Óttar Felix.
Ungtfólkinnan um
Pops hefur leikið fyrir dansi á ný-
ársfagnaði 68-kynslóðarinnar frá ár-
inu 1993 og segir Óttar Felix að það
sé alltaf jafngaman.
„Þetta er frábær hópur og mikið
fjör. Þó að það sé auglýst að ballið
standi til klukkan fjögur þá fáum
við ekki að hætta fyrr en í fyrsta lagi
klukkan hálf fimm. Við fáum tvær
stuttar pásur en annars er þetta al-
veg hörkudjobb,” segir Óttar Felix.
Óttar segir að sami kjarninn hafi
sótt nýársfagnaðinn í öll þessi ár og
er það einkum fólk sem var ungt á
þeim tíma sem tónlistin varð til.
„Það er samt alltaf eitthvað af ungu
fólki innan um og það hefur aukist
í seinni tíð. Það er að fíla þessa mús-
ík enda höfðar hún til allra. Það er
málið. Það er lykillinn að því hvað
þetta er að verða fjölbreyttur hópur
sem sækir þetta,“ segir Óttar Felix
sem spáir hörkufjöri og hlakkar til
að sjá hópinn.
Auk Pops og Eiríks Haukssonar
koma Bítl og Operudívurnar fram
á nýársfagnaðinum. Húsið er opnað
fyrir matargesti kl. 19 en þeir sem
vilja aðeins fá sér snúning mæta á
miðnætti.
Æj ' æ
Í916^| má ioop; m mvm