blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaöiö HBli Fagna gjaldfrjálsum strætó Farþegum með strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60 prósent frá því að fargjöld voru felld niður um síðustu áramót. Þeim fréttum fagna SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, og segja það sýna að ákvörðunin hafi verið tímabær. AKUREYRI Ur öndunarvél á næstu dögum Ástand vélsleðamannsins sem lenti í snjóflóði norðan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri þann 21. janúar fer batnandi samkvæmt upplýsingum frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Manninum er enn haldið sofandi í öndunarvél en ágætar líkur eru á að hann losni úr henni á næstu dögum. SPILASALUR i MJÓDD Þreifingar í gangi Ekki er komin niðurstaða um hvort spilasalur Háspennu verður opnaður í Mjódd á árinu, en ein- hverjar þreifingar munu vera í gangi um málið hjá borgaryfirvöldum. 3.000 manns skrifað hafa ritað nafn sitt á lista til að mótmæla staðsetningunni. Sprengjuleifar dreifðar um landið: Notuðu 73 svæði Samtals 73 svæði á landinu voru notuð undir skot- og sprengju- æfingar Bandaríkjahers frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta kemur fram í svari utanríkisráð- herra við fyrirspurn Jóns Gunnars- sonar um hvaða svæði hafi verið notuð til slíks brúks. Flest svæðanna eru á höfuðborg- arsvæðinu en um 24.000 hektara lands er að ræða víðsvegar um landið ef meðtalin eru önnur 27 svæði sem engar upplýsingar hafa borist um ennþá frá Bretlandi. Því gæti talan farið úr 73 svæðum í 90 Eftirmál flugslyssins í Hvalfirði: Nemi fær bætur víðsvegar um landið. Þá er enn unnið að hreinsun svæðanna sem mun ekki ljúka fyrr en árið 2012 en það er Landhelgisgæslan sem ber ábyrgð á henni. Flugskóla hefur verið gert að greiða nemanda bætur að upphæð rúmlega þrjár milljónir króna. Forsaga málsins er sú að flug- kennari á vegum skólans var með nemandanum í flugkennslu en tapaði áttum sökum éljagangs með þeim afleiðingum að vélin brotlenti við Eystra-Miðfell í Hval- firði. Hlaut nemandinn varanlega örorku en kennarinn slapp með minniháttar meiðsli. Vátrygg- ingafélagið var sýknað af öllum kröfum á grundvelli þess að nem- andinn var ekki talinn farþegi í vél- inni. ÞettasegirMagnús Guðlaugs- son hrl., verjandi flugnemans, vera hneyksli. „Það er hneyksli að flugnemar séu ekki tryggðir sem farþegar. Ef það er ekki gefinn út farmiði og áfangastaður þá eru þeir ekki farþegar og njóta ekki sömu réttinda og trygginga og þeim ber. Þetta er mjög undarleg niðurstaða.“ Magnús tók fram að það séu yf- irgnæfandi líkur á að málið fari fyrir Hæstarétt. Framsóknarflokkurinn: Eygló ekki sátt Kjördæmisþing Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi ákvað um helgina að Helga Sigrún Harð- ardóttir taki þriðja sætið á lista flokksins fyrir Alþingiskosning- arnar í vor. Eygló Harðardóttir, sem hafnaði í fjórða sæti í próf- kjörinu sóttist eftir að verða færð upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason ákvað að taka ekki sæti á listanum. „Ég er ekki sátt við þessa niður- stöðu en mun una henni enda er það þannig í pólitík að maður getur ekki alltaf unnið. Ég og mínir stuðningsmenn lögðum áherslu á fyrir þingið að málið snérist ekki um þúfupólitík heldur að tefla fram sterkum frambjóðendum og lúta reglum lýðræðisins. Flest okkar tóku þátt í prófkjörinu með það í huga.“ Árás í Bangkok islendingur varskorinn á háls i Bangkok þar sem hann var staddur í heimsókn hjá fjölskyldu eiginkonu sinnar. Hann segir árásina tilefnislausa þar sem þrír menn réðust á hann snemma morguns er hann var í göngutúr. MyndrSveimViliieimson- k )Æm ! 1 m - í 14 Lífshættuleg ferð íslendings með fjölskyldu sinni í Taílandi: Var skorinn á háls með sverði ■ Tilefnislaus árás ■ Náði að hoppa upp í leigubíl ■ Kærði ekki Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Það þurfti að sauma töluvert og í kjölfarið fór ég í lýtaaðgerð þannig að nú sést ekki mikið. Ég þekkti ekkert þessa menn en allt í einu var bara rifið upp sverð og höggvið," segir Þórarinn Sveinsson, bóndi í Krossdal í Norður-Þingeyjarsýslu. I desember fór hann til Taílands til að hitta fjölskyldu eiginkonu sinnar og var lítið barn þeirra með í för. Þrír ungir menn réðust á hann einn morguninn og skáru hann á háls með sverði. Til allrar lukku skarst ekki á stórar æðar og náði hann að komast af sjálfs- dáðum á spítala í Bangkok. Þar dvaldi Þórarinn í tvo sólarhringa þar sem hann var svæfður og saumaður. Náði 1' leigubíl Aðspurður segist Þórarinn hafa vaknað snemma einn morguninn og ákvað að taka sér göngutúr um hverfið. Á rölti yfir brú komu árás- armennirnir á móti honum. „Ég var bara skorinn á háls og það blæddi talsvert. Ég hljóp strax í burtu og sem betur fer var leigubíll á leið framhjá á sama tíma. Eg komst upp í bílinn og bílstjórinn ók mér beint á spítala,“ segir Þórarinn. „Ég náði að sjá einn árásarmannanna nokkuð vel en af hræðslu sneri ég mér ekki við til að sjá hina. Ég gaf skýrslu en kærði ekki til lögreglu því ég nennti ekki að eyða fríinu í slíkt stand.“ Algjörlega tilefnislaust Árásin átti sér stað utan almenns ferðamannasvæðis og Þórarinn segir hanahafaveriðalgjörlegatilefnislausa. —^r Égvarbaraá vitlausum stað á vitlausum tíma - Þórarinn Sveinsson, bóndi Hann bendir á að töluverð læti hafi verið í landinu áður en árásin átti sér stað. „Ég þekkti ekki þessa menn en lögreglan sagði mér að nokkrar árásir hefðu átt sér stað á þessum sama stað. Ég var bara á gangi snemma um morguninn þegar þeir birtust allt í einu,“ segir Þórarinn. „Ég veit ekki almennilega af hverju þetta gerðist en ímynda mér að það hafi verið vegna peningaskorts. Áuðvitað fékk konan mikið sjokk eftir þetta en ég er alveg í lagi. Ég var bara á vitlausum stað á vitlausum tíma.“ Sprengjuárás í bakaríi í ísrael: Þrír létust í sprengingu Þrír létust og nokkrir særðust í sjálfsvígsárás Palestínumanns í ferðamannabænum Eilat í suður- hluta ísraels í gærmorgun. Árásin var gerð í bakaríi og mátti finna lík- amshluta á víð og dreif umhverfis bakaríið. í kjölfarið lýstu þrír palest- ínskir hópar árásinni á hendur sér. Hóparnir sögðu sprengjumanninn hafa verið 21 árs Palestínumann frá Gasa og að hann hafi komið til borg- arinnar Eilat um Jórdaníu. Hóparnir sögðu að byrjað hefði verið að skipu- leggja árásina fyrir sjö mánuðum og vöruðu þeir við að fleiri árásir kynnu að fylgja í kjölfarið. Lögreglu- stjóri Eilat sagði í gær að hann óttað- ist að fleiri hryðjuverkamenn kynnu að ganga lausir í borginni. Hamas-samtökin, sem leiða rík- isstjórn Palestínumanna, sögðu árásina vera eðlileg viðbrögð við aðgerðum Israelsmanna á Vestur- bakkanum og á Gasaströndinni, en Mahmoud Abbas Palestinuforseti fordæmdi hins vegar árásina. Síð- asta sjálfsmorðssprengjuárás Palest- ínumanns í Israel var á veitingastað í Tel Aviv í apríl siðastliðnum þar sem tíu manns létust.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.