blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 20
blaðið H 30. JANUAR 2007 Ragnar Aoalsteinsson hæstarettarlogmaður heldur fyrirlestur a lógfræðitorgi Haskolans a Akureyri i dag þriðjudaginn 30. janúar. Fyrirlesturinn fjallar um stjórnarskrána og mikilvægi þess að gera hana lifandi í hugum landsmanna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 í stofu 201, Sólborg v/Norðurslóð. Sýning á bókverkum Sigurborgar Stefánsdóttur stendur nú yfir í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin stendur út febrúarmánuð. Hvað ertu að lesa? Rúna K.Tetzschner, kynningar- stjóri Þjóðminjasafns íslands (hrúgunni ánáttborð- inu hjá mér eru aðeins tvær bækur sem tengja má jólabóka- flóðinu, Ríki gullna drekans eftir Isabel Al- lende og Eragon, seinni bókin, eftir Christopher Paolini. Eins og þessir titlar bera vitni um er ég lögst í barna- og unglingabækur og vaki raunar fram á nætur við að lesa bækur J. K. Rowling í síðbúnu Harry Potter-æði. Efst í staflanum hjá mér trónir nú fjórða bókin: Harry Potter og eldbikar- inn. Auk bóka sem koma við í skemmri tíma á sjálfu aðalnátt- borðinu má nefna bækurnar sem ég hef alltaf við höndina og liggja í hillunni hinum megin við rúmið, sem sé á aukanáttborðinu. Það eru til dæmis Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran, Bókin um veginn eftir Lao-tse, Eddukvæðin, The Singer of Tales sem fjallar um kvæðaflutning f lifandi munnlegri hefð fyrir tíma ritmenningar, Ra- belais and his world eftir Michail Bakhtín og fjöldinn allur af bókum um goðsagnir og ævintýri ýmissa landa. í sjálfu rúminu eru loks haugar af handritum sem ég er sjálf að vinna í. Um þessar mundir eru það einkum framhalds- saga Ófétabarnanna og ófétaljóð sem koma út á myndskreyttum kortum á næstunni og síðar á hljómdiski. Bryndís Nielsen, kynningarfull- trúi fslenska dansflokksins Ég er venjulega með dágóðan stafla af bókum við rúm- gaflinn. Úr honum má til dæmis tína How to be good eftir Nick Hornby sem fjallar um konu sem álítur sig hina bestu manneskju en þarf að endurskoða tilveru sína þegar fúllyndur eiginmaður hennar snýr við blaðinu og gerist nær óþol- andi góður. Bókin er afar smellin og skemmtileg aflestrar. Þá er ég að lesa Eats, Shoots & Leaves eftir Lynne Truss sem fjallar um baráttu stafsetningar- fasista við hvimleiðar prentvillur. Truss tekur til alls kyns fyndnar og misvísandi stafsetningarvillur og vekur fólk til stafsetningar-um- hugsunar. Eða skapar í versta falli hjá manni minnimáttarkennd! Sagnfræðin flottust lestum vefst líklega tunga um tönn þegar spurt er hvað Arnaldur Indriðason, Vilmundur Gylfason, Benedikt Grön- dal, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Alfreð Gíslason eigi sameigin- legt. Eitt svar við þessari spurningu má finna í verkinu Islenskir sagn- fræðingar I. Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags íslands sem út kom á dögunum en þar eiga allir þessir einstaklingar sinn sess, ásamt um 650 öðrum sagnfræðing- um sem allir státa af háskólaprófi í faginu. „Verkefnið fór af stað haustið 1997 en þá fóru menn að velta fyr- ir sér hverjir væru sagnfræðingar með það fyrir augum að ná betur utan um hópinn. Það má segja að þetta hafi komið upp í framhaldi af umræðu innan sagnfræðinnar um póstmódernismann, enda hóp- urinn óðum að verða sundurleitari og því gott að halda utan um þetta fólk á einhvern hátt. Stéttin hefur stækkað ört og við höfðum áhuga á að kanna hvernig menntunin nýtist,“ útskýrir Sigurður Gylfi Magnússon sem ritstýrði verkinu ásamt þeim Páli Björnssyni, ívari Gissurarsyni og Steingrími Stein- þórssyni. Samfélagsdeigla Síðara bindi íslenskra sagnfræð- inga leit dagsins ljós árið 2002 en þar er að finna viðamikla úttekt á sögu íslenskrar sagnfræði i þremur þáttum. I fyrsta kaflanum eru að- ferðafræðilegar greinar sem hafa haft mikil áhrif á fagið, í öðrum kaflanum eru sjálfsævisögubrot rúmlega tíu þekktra sagnfræðinga og í þeim þriðja skrifa sagnfræðing- ar í yngri kantinum stuttar, snarp- ar greinar um sitt fræðasvið. „Við aldarlok fórum við að finna fyrir miklum áhuga á því að reyna að taka stöðuna á faginu og rekja þró- un þess til okkar daga,“ segir Sig- urður Gylfi sem var einn af upphafs- mönnum þessarar samantektar um sagnfræðinga. „Við vildum líka reyna að fá tilfinningu fyrir því hvert fagið væri að stefna. Eg tel að þessi blanda af umfjöllun um fagið og upplýsingum um sagnfræðinga gefi ansi skemmtilega mynd af fagi sem hefur verið á miklu flugi síðast- liðin ár. Ég held líka að það sé alveg óhætt að segja að í gegnum hádeg- isfundi Sagnfræðingafélagsins séu sagnfræðingar farnir að hafa heil- mikil áhrif á umræðuna um fræði og samfélagsmál. Þessir fundir eru alltaf ótrúlega vel sóttir og sýna vel að það eru fjölmargir sem hafa áhuga á starfi okkar og málefnum sagnfræðinnar - já, ætli sagnfræð- in sé ekki bara flottust!" Níu ára útgáfusaga Aðspurður um hvernig skýra megi þennan mikla áhuga almenn- ings á faginu segir Sigurður Gylfi þær skýringar vera margþættar. .Sagnfræðingar eru fjölmenn stétt og það skiptir óneitanlega máli. Það hefur verið mikil gróska í fag- inu í þeim skilningi að á níunda áratugnum flykktust stórir hópar fólks utan í framhaldsnám. Þetta fólk hefur verið að skila sér heim á síðustu árum og það hefur skap- ast heilmikil deigla í kringum fagið sem menn hafa borið gæfu til að setja á þannig plan að fleiri en bara innvígðir hafa getað not- ið. Við sjáum þessa þróun líka í öðrum greinum en þar eru sjaldn- ast þessi sterku tengsl við samfé- lagið. Sagnfræðingar eru sömuleiðis mjög sundurleitur hópur enda starfa þeir á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. „Þetta fólk deilir áhuga á faginu og umræða um það fer fram á mjög mörgum stöð- um. Ég held að háskóladeildin gæti komið miklu meira á móts við það sem er að gerast úti í samfélaginu og nýstofnað MA-prógramm í menningarmiðlun undir forystu Eggerts Þórs Bernharðssonar er skref í þá átt,“ segir Sigurður Gylfi og bætir við að í þeim upplýsingum sem safnað hafi verið saman fyrir stéttatalið felist heilmiklir mögu- leikar fyrir stjórnvöld. „Ef fólk færi einhvern tíman að velta fyrir sér hvernig þessir milljarðar sem við setjum í menntakerfið skili sér út í þjóðfélagið þá er svona samantekt um eitt fag gulls ígildi. Þetta er vísindapólitískt tæki ef menn vilja nýta það sem svo. Ég ímynda mér að stjórnvöld hafi áhuga á þessum upplýsingum. Ef þau hafa það ekki núna þá mun það væntanlega ger- ast í framtíðinni." Bókaútgáfan Skrudda gefur bæk- urnar út og höfðu forleggjararnir þeir ívar Gissurarson og Stein- grímur Steinþórsson mikil áhrif á framgang verksins sem er rétt um eitt þúsund blaðsíður að lengd. Sagnfræðingar fagna því um þessar mundir að níu ára útgáfusögu rits- ins er nú lokið. Um verkið og önnur þekkt sagnfræðíverk verður rætt á opnum fundi í kvöld í húsi Sögufé- lags við Fischersund kl. 20 og eru allir velkomnir hilma@bladid.net Allt á hálfvirði á stórútsölunni /fiíCýQafhhilcli. Engjateigi 5 Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Gæla og í tilefni dags íslenskrar tungu í nóvember síðastliðnum efndu Námsgagnastofnun og íslensk mál- stöð - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til samkeppn- innar Nýyrði vantar. Þar voru grunnskólanemendur hvattir til að brjóta heilann og koma með ný, ís- lensk orð yfir tíu erlend sem hafa á síðustu misserum orðið íslending- um töm. Alls bárust 219 lausnir á þessu skemmtilega verkefni. Mikill áhugi virðist vera meðal almenn- tískuviti ings á íslensku máli og til marks um það þá bárust fjölmargar lausnir frá einstaklingum sem löngu höfðu lok- ið sinni skólagöngu. Verðlaun fyrir sérlega vel unna útfærslu hlaut Guð- rún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, nemi í Hagaskóla, en hún lagði til nýyrðin gæla fyrir nick, bakbúð fyrir outlet, óskari fyrir wannabe og í stað sagn- arinnar að deita lagði hún til sögn- ina að daga. Tveir hlutu verðlaun fyrir besta nýyrðið, þeir Halldór Berg Harðarson, og Sigurður Þór Salvarsson fyr ir orðið tísku- viti sem er þýðing á enska orð- inu trend- setter.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.