blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net % m' \ # í sjöunda himni Tiger Woods vann Buick Invitational-mótið um helgina og tryggði sér þannig sinn sjöunda titil í röð á PGA-mótaröðinni í Bandaríkj- unum. Aðeins einum manni hefur tekist að vinna fleiri mót i röð en það var fyrir 60 árum þegar Byron Nelson var upp á sitt besta. Skeytin i|m Nýtt stórstirni er að fæðast í Barc- elona í mynd Javiers Saviola sem leikur við hvern sinn fingur ogtær þessa dagana. Kanínan, sem er viðurnefni Saviola vegna smæðar og framstæðra tanna, skoraði fyrsta mark Barca í 3-1 sigri gegn Celta Vigo um helgina. Var það áttunda mark hans fyrir liðið á 19 dögum og hans tólfta í vetur. Erfitt verður fyrir Eið Smára að komast í liðið við slíkar kringumstæður og ekki bætir úr skák fyrir okkar mann að Samuel Eto '0 æfir stíft og er að komast í leikform eftir löng meiðsli. Italskir sagnfræðingar verða að gera sér að góðu að endurskrifa knattspyrnusögu landsins vikulega þessa dagana enda virðist ekkert stöðva sigurgöngu Inter Milan. Hefur liðið nú unnið þórtán leiki í röð eftir útisigur á Sampdoria um helg- inaoghefúrellefu stigaforskotá lið Roma í öðru sæti. Þessi hð mætast um næstu helgi og má telja fullvíst að Inter vinni titilinn ef Rómverjar ná ekki stigi eða stigum. Edgar Davids mun að líkind- umendaferilsinn þarsemhann hófst hjá Ajax í Hollandi en Martin Jol segist htil not hafa fyrir hann hjá Tottenham þrátt fyrir að Davids hafi spilað vel fyrir liðið á síðustu leiktíð. Beinar útsendingar 16.20 RUV Handbolti Þýskaland - Spánn >11 18.50 RUV JliL: Handbolti Lið-a-mót FRÁ ÍÍS® www.nowfoods.com GIT1P NNFA QUALITY GÓÐ HEILSA GULLI BETRI OG HEILSUBÚÐIR Islendingar draumamótherjar Dana ■ Danir sigurvissir Ekki unnið okkur í þrjú ár Alexander 34 mörk Oechsler 12 mörk Ólafur 32 mörk Stryger 18 mörk Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net íslenska landsliðið í handbolta leikur f kvöld einn mikilvægasta leik sem íslenskt landslið hefur nokkru sinni leikið þegar strákarnir mæta Dönum í fjórðungsúrslitum HM í Þýskalandi. Með sigri nær liðið lengra en það hefur áður náð á heimsmeistaramóti en besti ár- angur Islands hingað til er fimmta sætið á HM í Japan fyrir tíu árum. Leikur gegn Dönum er að margra mati auðveldari en gegn öðrum þjóðum sem eftir eru f úrslitunum en hið sama segja Danir um ísland. Leikmenn þess margir eru fullvissir um sigur og þjálfari Dana sagði Is- land óskamótherja í þessari umferð. Tölfræðilega hafa Danir þó ekki haft betur gegn íslensku strákunum síðan í maí 2004 en í síðustu þremur leikjum hafa Islendingar unnið einn og tvisvar sinnum orðið jafnt- efli. Staðan versnar til muna sé litið lengra aftur í tímann eins og sést á meðfylgjandi töflu. Danir náðu þó ólíkt íslendingum að hvíla flesta sína lykilmenn að Birkir 34% Hvidt 39% Knudsen 24 mörk Logi 36 mörk Christiansen 29 mörk Guðjón 47 mörk Boesen 29 mörk mestu eða öllu leyti í síð- asta leik sínum í riðlakeppninni og getur það haft sitt að segja enda mikið álag á leikmenn og eins dags hvíld milli leikja hefur ekki mikið að segja. Alfreð Gíslason hugðist leika sama leik í leik Islands gegn Þjóð- verjum en lykilmenn komu þó fljót- lega inn á þegar syrta fór verulega í álinn í þeim leik. Eru þannig þrír íslenskir leikmenn búnir að spila lengur en sá Dani sem lengst hefur spilað fyrir leikinn í dag. Ein afleiðing þess að danski þjálf- arinn dreifir álaginu á marga menn kemur fram í tölfræði mótsins en þar finnast danskir leikmenn vart á listum. Guðjón Valur er marka- hæstur íslendinga með 47 mörk en markahæsti Daninn er Lasse Boesen með 29 mörk. Ólafur Stef- ánsson leiðir mótið yfir flestar stoð- sendingar með 35 slíkar en efsti Dan- inn, Jesper Jensen, er aðeins með 15. Enginn Dani kemst á topp 40 yfir mörk og stoðsendingar en ísland á þar fjóra leikmenn; Olaf Stefánsson, Loga Geirsson, Guðjón Val og Alex- ander Petersson. SÍÐUSTU LEIKIR Jan 07 Island-Danmörk 28-28 Jún 06 Island-Danmörk 34-34 Jún 06 Island-Danmörk 34-33 Jan 06 Island-Danmörk 28-28 Mai 04 Island-Danmörk 25-36 Jan 04 Island-Danmörk 33-28 Maí 03 Island-Danmörk 31-32 Maí 03 Island-Danmörk 36-31 Jan 03 Island-Danmörk 23-32 Mar 02 fsland-Danmörk 26-32 Feb 02 Island-Danmörk 22-29 Jan02 Island-Danmörk 24-28 Jan 00 Island-Danmörk 24-26 Leikir frá aldamótum: 13 Sigrar: 3 - Jafntefli: 3 - Töp: 7 Samtals landsleikir þjóðanna: 93 Island sigrað 33 sinnum Danir sigrað 47 sinnum Jafntefli 13sinnum ÞREYTUSTUÐULL: (LEIKNAR MÍNÚTUR) FJÓRÐUNGSÚRSLIT: ísland - Danmörk Spánn - Þýskaland Króatía - Frakkland Pólland - Rússland Guðjón Valur 6:44:00 Alexander Petersson 6:28:00 Ólafur Stefánsson 5:19:00 Logi Geirsson 4:23:00 Birkir Ivar 4:03:00 Snorri Guðjónsson 3:45:00 Sigfús Sigurðsson 3:14:00 Michael Knudsen 5:14:00 Kasper Hvidt 5:08:00 Lars Christiansen 4.34:00 Sören Stryger 4:24:00 Joachim Boldsen 3:54:00 Lasse Boesen 3:43:00 Anders Oechsler 2:55:00 LEIKIR DANA í KEPPNINNi: Danmörk - Ungverjaland 29-30 Danmörk - Angóla 39-20 Danmörk - Noregur 27-25 Danmörk - Króatia 26-28 Danmörk - Spánn 27-23 Danmörk-Rússland 26-24 Danmörk-Tékkland 33-29 Markatala: + 28 Alfreð hættir með landsliðið Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari fslands, mun hætta þjálfun þess í sumar og einbeita sér að þjálfun þýska félagsliðsins Gummersb- ach sem Alfreð þjálfar einnig. Frá þessu er skýrt í þýskum fjöl- miðlum og er ástæðan sögð per- sónuleg. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, vildi ekki staðfesta þetta þegar eftir því var leitað en fyrir liggur að samningur Al- freðs rennur út í júlí. „Nú er HM og við einbeitum okkur að því. Það liggur ekkert fyrir með fram- haldið að svo stöddu.” Hinum megin geta Danir vart hætt að hrósa sfnum þjálf- ara, Ulrik Wilbek, og danska handknattleiks- sambandið vill nú þegar framlengja samninginn við hann sem rennur þó ekki út fyrr en eftir eitt ár. Þykir danska liðið ekki hafa staðið sig betur lengi og telja margir fjölmiðlar næsta víst að Danir komist létt í gegnum við- ureignina við íslendinga í dag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.