blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elin Albertsdóttir Þarf Samfylkingin nýtt afl? Það eru fleiri en bara Frjálslyndi flokkurinn sem sigla ólgusjó stjórnmál- anna um þessar mundir því Samfylkingin er að mörgu leyti í erfiðari stöðu. Þó allt hafi logað í innanhússdeilum hjá Frjálslyndum þá hefur flokkurinn sjaldan mælst með meira fylgi. Fljá Samfylkingunni er þessu þveröfugt farið. Nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins, að minnsta kosti út á við, en fylgið er nánast í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Það er nú samt nauðsynlegt að taka það fram að þó Frjálslyndir séu að mælast með 10 til 12 prósent í skoðanakönnunum nú þá á eftir að koma í ljós hvað gerist ef innanhússdeilurnar verða til þess að kljúfa flokkinn - verða til þess að Margrét Sverrisdóttir og borgarstjórnarflokkurinn rói á önnur mið. Þó það virðist ríkja sátt innan Samfylkingarinnar þá fékk forysta flokks- ins heldur kaldar kveðjur frá Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráð- herra og einum af hugmyndasmiðum flokksins, í sjónvarpsþættinum Silfri Egils um helgina. Þar gagnrýndi hann stjórnarandstöðuna harðlega og sér- staklega var hann ómyrkur í máli þegar hann talaði um Samfylkinguna sem hann sagði skorta heilsteypta pólitíska línu. Jón Baldvin sagði allt benda til þess að Samfylkingunni væri að mistakast það ætlunarverk sitt að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. „Ef hann er núna að síga niður í það að verða einn af smærri flokkunum, með öðrum orðum að hann verði skorinn niður í þá stærð að hann geti þokkalega komið til álita sem samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins, þá hefur honum mistekist,” sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin var hvassyrtur hjá Agli. Hann sagði að kosningarnar í vor ættu fyrst og fremst að snúast um stöðugleika í efnahagsmálum og endur- reisn velferðarkerfisins því Island væri að fjarlægjast hið norræna velferð- armódel og að verða skrípamynd af amerískum kapítalisma. Einnig nefndi hann umhverfismál og atvinnumál, aðskilnað löggjafar- og framkvæmda- valds og breytta kjördæmaskipan þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þá lagði hann sérstaka áherslu á að Landsvirkjun yrði ekki einkavædd. Aðspurður sagði hann Samfylkinguna hafa brugðist í öllum þessum málum en samt sagðist hann ekki vilja gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar. Sérstaklega ekki þegar hún stæði frammi fyrir þessum erfiðleikum. Um leið og menn gagnrýna stefnu flokks og vanmátt hans til að setja mál á dagskrá þá eru þeir að gagnrýna forystu flokksins og ekki síst formanninn. Jón Baldvin var því að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu harðlega, það leikur enginn vafi á því. Hann sagði orðrétt: „Ég er hugsjónamaður um stóran krataflokk. Ég get ekki horft upp á þetta ógrátandi.” Jón Baldvin lét ekki þar við sitja heldur gagnrýndi hann lika að ekki hefði verið nægileg endurnýjun á framboðslistum Samfýlkingarinnar og gekk svo langt að nefna fjóra menn sem hann vildi sjá í framboði; Ómar Ragnars- son, Andra Snæ Magnason, Stefán Ólafsson prófessor og Guðmund Ólafsson hagfræðing. Það er erfitt að skilja orð Jóns Baldvins öðruvísi en að Samfylk- ingin þurfi nýtt afl. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins -Nœring og hollusta- H A RÐ F I S KU R-BITAFISKUR GÆÐA 1S TIU-ELLEFU • HAGKAUP • SKELJUNGSBÚÐIRNAR 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaðiö Samgönguátak og nýr sáttmáli Undanfarnar vikur hef ég ásamt félögum mínum í Samfylkingunni fundað í kjördæminu með Ingibjörgu Sólrúnu, formanni okkar jafnaðar- manna, undir yfirskriftinni; Sáttmáli um nýtt jafnvægi. Sáttmáli Samfylk- ingarinnar um nýtt jafnvægi er á milli höfuðborgar og landsbyggðar, sveitanna og þéttbýlis, Islendinga og innflytjenda og náttúru og nýtingar, karla og kvenna, íslands og Evrópu, og svo mætti áfram telja. Meginmálið er þetta: að ná sam- stöðu og sátt um stærstu verkefnin og breyta þannig spennu og tog- streitu í kraftmikið framfaraafl. Þetta er stórt verkefni og áskorun fyrir róttækan jafnaðarmanna- flokk á borð við Samfylkinguna. Við hugsum stórt og teflum djarft í nálgun okkar í mörgum mála- flokkum. En samfélagið kallar á það. Þöggun Sjálfstæðisflokksins um allt það sem skiptir máli er orðin svo löng, hávær og afdrifarík að eftir sextán ára hægri stjórn hrópar sam- félagið á róttækar breytingar. Og sáttmála um nýtt jafnvægi því að það hefur farið úr skorðum. Þau eru fleiri stóru verkefnin fyrir nýja stjórn jafnaðarmanna. Sam- gönguátak er fyrirferðarmest. Tvö- földun vega austur á Selfoss og vestur í Borgarfjörð er ekki bara brýn sam- göngubót heldur bráðnauðsynleg. Þrátt fyrir stór orð á stundum ætlar samgönguráðherra ekki að efna loforð um tvöföldun þessara vega nema einhvern tíma löngu seinna. Ef marka má drög að sam- gönguáætlun kappans. Það er einfaldlega óboðlegt og við jafnaðarmenn bjóðum upp á skýran valkost við stórastopp Sjálfstæðis- flokksins í samgöngumálum. Björgvin G. Sigurðsson Endurreisn velferðarkerfisins Endurreisn velferðarkerfisins er efst á listanum: Afnám makateng- ingar, hækkun grunnlífeyfis lífeyris- þega og átak til að byggja upp góða öldrunarþjónustu. Hjúkrunarheim- ili fyrir þá aldraða sem á þurfa að halda í heimabyggð. I eins manns eða hjónaherbergjum. Hver vil eyða síðustu árunum í vist með ókunnugu fólki í nauðung- arvist á öldrunarstofnun? Enginn. Þetta ástand er til skammar og á ekki að þekkjast. Hvað þá líðast. Svikinn Suðurstrandarvegur Krafan er skýr; tafarlaus tvö- földun á næstu árum. Þetta er mál málanna. Bæði hvað varðar eflingu byggða og umferðaröryggi. Þetta mál þolir ekki bið. I stað stóriðju- framkvæmda eigum við nú að setja allt okkar afl í nýtt samgöngu- átak þar sem þessi mál verða sett í forgang. Og hvað varð nú aftur um marg- lofaðan Suðurstrandarveg? Lofað af íhaldinu fyrir þrennar kosningar en svikið jafn oft. Nú er lag að efna loforðið og klára að leggja veginn sem var lofað sem sérstakri samgönguframkvæmd vegna kjördæmabreytinganna. Þetta setur Samfylkingin á odd- inn. Átak í samgöngumálum og end- urreisn velferðairkerfisins af skand- inavískri fyrirmynd. Það kallar á stóra slag gegn ójöfnuðinum sem er orðinn einn sá hrikalegasti í heimi. I því samhengi þurfum við að beita skattkerfinu til að lækka fjöllin og hækka dalina. Við ætlum að jafna leikinn í samfélaginu. Það er okkar sígilda jafnaðarstefna í hnotskurn. Stórsókn í menntamálum Undirstaða nýrrar stefnu í at- vinnumálum er stórbrotin mennta- sókn á öllum skólastigunum fjórum. Menntasókn okkar munum við hefja þegar að loknum kosningum í vor. Við eigum að setja okkur ný við- mið í menntamálum sem kallast á við það besta í veröldinni. Mennta- stefna okkar jafnaðarmanna grund- vallast annars vegar á nýrri stefnu og meira fjármagni í menntakefið. I menntun felst að okkar mati upp- spretta framfara í efnahags-, at- vinnu- og velferðarmálum á nýjum tímum. Náum samstöðu um eflingu menntakerfisins til að gera það sam- keppnishæft við nágrannalöndin. Það er grunnurinn að þekkingar- þjóðfélaginu og sókn til fjölbreytts atvinnulífs og bættra lífskjara allra fslendinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Enn einn angi Baugsmálsins fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Nú eru það Jón Ásgeir Jóhann- esson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem eru ákærðir. Sjö möppur fullar af nýjum upplýsingum voru lagðar fyrir dóm- inn og kvartaði saksóknari. Einnig var óskað eftir því að bæta nokkrum við þá 120 sem gætu verið kallaðir til sem vitni. Öllum til skelfingar hrundu möppurnar í gólfið og vatnskanna með. Spurning hvort skjöiin séu á sínum stað eða hafi áhrif á niðurstöðuna? Því hefur verið fleygt að Reynir Traustason, ritstjóri Isafoldar, sé á leiðinni á ritstjórnargólf ið hjá Birtíngi. Að Isafoldartíma- ritið verði skrifað innan um starfs- menn Mannlífs. Reynir var ritstjóri Mannlífs en sagði upp, stofnaði (sa- foldmeðsynisínum Jóni Trausta og ætlaði nú aldeilis að slá gamla blaðið sitt út. Með breyttu eign- arhaldi verður hann aftur tengdur Mannlífi og þarf að kúra vel yfir tölvuskjánum eigi keppinautarnir ekki að fá að lesa yfir öxlina áhonum. Og klippari sagði frá því í síðustu viku að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefði spilað ( glæsilegu partíi Bakkavarar- bræðra í afmæli fyrirtækisins fyrir nokkru. Ekki alls kostar rétt og leið- réttist því. (töluvpósti sem klippara barst frá sálarmeðlimi stóð: „Það getur verið að einn eðafleiriúrtéðri hljómsveit hafi komið þarna fram ásamt öðrum hljómlistar- mönnum, sem skeður oft og iðulega, en Sálin kom þarna hvergi fram." Partíið varvæntanlega mjög glæsilegt en hefði síst verið síðra hefði öll hljómsveitin mætt. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.