blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaðið VETUR NÝR GRAND VITARA Verð frá 2.790 XL-7 Verð frá 3.190 SW/Pr JIMNY Verð 1.859 þús SX4 Verð 2.140 þús. Swift 4X4 Verð 1.799 SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. AFGANISI Talibönum boðið til viðræðna Hamid Karzai, forseti Afganistans, bauö talibönum til friðarviðræðna í ræðu sinni á helgistað sjíta-múslíma í höfuðborginni Kabúl í gær. Karzai nefndi talibana ekki beint á nafn, en sagðist bjóða óvinum stjórnvalda til viðræðna. Rúmlega fjögur þúsund manns létust í árásum talibana í fyrra, og hafa talibanar boðað hertari árásir. UTAN ÚR HEIMI Verktakafyrirtækið H.J. Bygg til skoðunar hjá Vinnumálastofnun: ■ Fyrirtækið heimsótt í vikunni ■ Beðið eftir svörum Erum ekki að gera neitt rangt, segir framkvæmdastjórinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Verktakafyrirtækið H.J. Bygg hefur verið tilkynnt til Vinnumálastofn- unar vegna grunsemda um að reka ólöglega starfsmannaleigu. Stofn- unin sendi fulltrúa sína á vettvang í vikunni til þess að skoða starfsem- ina betur og beðið er skýringa frá yfirmönnum fyrirtækisins. „Ég get staðfest það að við höfum verið í eftirliti hjá umræddu fyr- irtæki og sendum starfsmenn á vettvang til að skoða starfsemina. Heimsóknin gerði okkur staðfast- ari í því að inna enn frekar eftir svörum frá fyrirtækinu. Við erum nú í sambandi við yfirmenn fyrir- tækisins og bíðum eftir svörum,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Á rökum reist Guðjón Sólmundsson, umdæm- isstjóri Vinnueftirlitsins á Vestur- landi, var einn þeirra sem fóru í vettvangskönnunina í vikunni og segir grunsemdirnar hafa styrkst enn frekar í kjölfarið. Hann segir málið í farvegi þar sem skýringa verði óskað. „Við fórum í fyrirtæki sem eru með erlenda starfsmenn á vegum HJ Bygg og fengum staðfest frá forsvarsmönnum að þeir væru að leigja starfsmennina áfram,“ segir Guðjón. „Eftir heimsóknina benda allar líkur til þess að grunsemd- irnar séu á rökum reistar. Þetta eru á annan tug starfsmanna sem þarna voru við störf og málið er nú í farvegi.“ Ekkert til að tala um Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins segir ekki rétt að erlendir starfs- menn séu leigðir frá fyrirtækinu. Hann segir fyrirtækið hafa starfað með svipuðum hætti síðustu tvo Bíðum eftir svörum frá fyrirtækinu Gissur Pétursson, forstjóri áratugi. „Nei, þetta er ekki svona hjá okkur, við erum ekki að leigja út starfsmenn. Við bjóðum í verk og vinnum þau sem undirverk- takar. Við erum ekki að gera neitt ólíkt því sem við höfum gert síð- ustu tuttugu ár og því ekkert um að tala um í þessu máli,“ segir framkvæmdastjórinn. „Það eru öll fyrirtæki í bygginga- iðnaði að vinna fyrir hvert annað hingað og þangað. Er það er vinnu- leiga að vinna sem undirverktaki fyrir annað fyrirtæki? Ég bara spyr. Ég get ekki séð að við séum að gera neitt rangt.“ ’2íí'£aJ'--< Byggt á höfuðborgarsvæðinu Vinnumálastofnun grunar verk- takafyrirtækið H.J. Bygg um að reka ólöglega starfsmannaleigu. Taldir reka ólöglega starfsmannaleigu Suöurlandsbraut 10 Slmi 533 5B00 www.slmnet.is/strond Vströnd ' EHP. Singapúr: Tvær aftökur Tveir afrískir menn voru teknir af lífi fyrir fíkniefnasmygl í Singapúr í gær. Mennirnir, hinn 21 árs gamli Iwuchukwu Amara Tochi frá Níg- eríu, og hinn 35 ára gamli Okeke Nel- son Malachy, sem var án ríkisfangs, voru hengdir árla morguns í Changi- fangelsinu í austurhluta Singapúr. Tochi var handtekinn á alþjóðaflug- vellinum í Kuala I.umpur árið 2004 með heróín að verðmæti um milljón dollara. Malachy var sakfelldur sem hinn meinti viðtakandi efnisins. Tekinn af lífi Iwuchukwu Am- ara Tochi, 21 árs Nígeríumaður. 1 Singapúr eru afar ströng viðurlög við f í k n i e f n a - brotum og hafa stjórnvöldþarít- rekað hundsað beiðnir ann- arra ríkja og mannréttinda- samtaka um að þyrma lífi dæm- dra smyglara.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.