blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaöið m m m HVAÐ FINNST ÞÉR? i folk Er fjölskyldudrama í vændum? folk@bladid.net „Allt sem við gerum gerum við af mikill ástríðu." HEYRST HEFUR... Fréttablaðið stóð fyrir því í gær að finna tvífara þekktra íslendinga með hjálp heimasiðunnar my heritage.com. Margir urðu hissa þegar þeir sáu að samkvæmt út- tektinni er tvífari grín- arans Sveppa enginn annar en hjartaknúsarinn, sjarmörinn og íslandsvinurinn Viggo Morten- sen. Þetta hlýtur að setja Sveppa í annan flokk og býður upp á að hann sæki í önnur hlutverk en þau sem hann hefur einbeitt sér að hingað til. Nú þurfa Hilmir Snær og Björn Hlynur að fara að vara sig. Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu betur, segir frá þvf á heimasíðu sinni að hann hafi predikað við guðþjónustu í Nes- kirkju sl. sunnudag. Davíð sem þekktur er fyrir orðleikni og samfélagsrýni tók boðinu þegar sóknar- presturinn, Sigurður Árni Þórðarson, bað hann að sjá um predikunina. Davíð lagði stund á guðfræði f HÍ en sneri sér að öðrum hlutum, eins og alþjóð veit. Nú er aldrei að vita nema þessi predikun hafi kveikt neista hjá Davíð um að feta veg innan kirkjunnar og flytja bakþankana úr predikunarstól. Fyrsta árshátíð vetrarins var haldin með pomp og prakt á föstudagskvöldið og var það árshátíð 365 miðla. Nokkrar óánægjuraddir höfðu heyrst innan fýrirtækisins þar sem starfsfólk varekkisáttvið tímasetninguna. Fólk I var hins vegar mjög ánægt með kvöldið. Helgi Seljan, sem hóf ferilinn á Stöð 2, var mættur en kona hans starfar hjá 365. Hann segir frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi að mestu eytt kvöldinu í að svara kommentum um hugsanlega end- urkomu á stöðina og útskýra af hverju hann var þarna mættur. Sigríöur Dögg Auðunsdóttir ritstjóri Krókiuunr Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson, eiginmaður hennar, eiga og reka saman nýtt dagblað sem á að heita Krónikan og kemur út um miðjan febrúar. Eins og dyggir sjónvarpsáhorfendur sjá heitir blaðið sama nafni og danski stórfjölskyld udramaþátturinn sem sýndur var á sunnudagskvöldum á RÚV. Sigríður Jóhannsdóttir er hópstjóri í félaginu París A_„Ég hef kynnst nýjum vinum í gegnum félagið. Astríðan min * Hjúskaparvottorðs ekki krafist „Þú þarft ekki að sýna hjúskapar- vottorð þegar þú gengur í félagið en það er ætlað þeim sem eru einhleypir og hugsað sem félags- skapur fyrir þá sem eru einir eða einar,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, félagi í París, sem er félagsskapur einhleypra. Vettvangur fyrir fólk að hittast „Það var fyrir fjórum árum í apríl að ég stóð við eldhúsvaskinn og heyrði tilkynningu í útvarpinu um stofnfund félags einhleypra og ég hugsaði að þarna væri kannski félagsskapur fyrir mig,“ heldur Sig- ríður áfram. Hún hefur starfað með félaginu allt frá stofnun þess og er hópstjóri menningarhóps Parísar. „Félagið hefur það að markmiði að efla fé- lagslíf þeirra sem eru einir og er vettvangur fyrir fólk til að hittast og gera skemmtilega hluti saman. Félagið hefur verið góð viðbót við mína vinaflóru og ég hef kynnst mörgum nýjum vinum í gegnum félagið.” Einhleypa vantar oft félagsskap Sigríður segir að það hafi verið þörf fyrir svona félag. „Fólk sem er einhleypt vantar oft á tíðum félags- skap til að gera ýmsa hluti, eins og að fara í leikhús eða gönguferðir eða eitthvað slíkt. Flestir í samfélaginu eru í samböndum og gera þessa hluti með maka sínum.“ Pör hafa orðið til Sigríður segir að þrátt fyrir að félag- inu sé ekki ætlað að vera vettvangur fyrir fólk í rómantískum hugleið- ingu hafi orðið til sambönd innan fé- lagsins. „Það er til dæmis par i félag- inu sem kynntist í gegnum þennan félagsskap og er enn þá með. Þau koma saman á ýmsar uppákomur og stundum sitt í hvoru lagi. Það sýnir bara hvað félagið er skemmtilegt að fólk tímir ekki að hætta í því.” Stendurfyrir fjölbreyttum uppákomum Félagið stendur fyrir ýmsum föstum uppákomum og innan þess eru starfræktir hópar eins og menn- SU DOKU talnaþraut 8 7 2 1 5 9 6 3 4 4 6 9 2 3 7 1 5 8 1 3 5 6 4 8 7 9 2 5 9 8 3 i 6 2 4 7 6 4 1 9 7 2 3 8 5 7 2 3 4 8 5 9 6 1 9 8 4 7 6 1 5 2 3 2 5 7 8 9 3 4 1 6 3 1 6 5 2 4 8 7 9 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 7 8 3 1 2 5 9 4 5 1 3 9 7 6 8 9 1 3 4 8 8 5 2 3 8 4 6 2 1 1 7 5 ingarhópur, gönguhópur og ferða- hópur. Að sögn Sigríðar eru um 80 manns virkir innan félagsins sem hlýtur að þykja nokkuð gott. Það eru haldnir félagsfundir fyrsta laugardag í mánuði þar sem nýir félagsmenn er boðnir sérstaklega velkomnir. „Annars hvet ég fólk til að kíkja á heimasíðuna okkar, paris.is, en þar er hægt að kynna sér dagskrána. Fólk er velkomið hvenær sem er. Við hittumst líka alltaf einu sinni í viku á Kaffi Mílanó bara til að spjalla um daginn og veginn og þá koma þeir sem vilja hverju sinni.“ Allir hugsa jákvætt til Parísar Nafnið á félaginu segir Sigríður að tákni í raun ekki neitt sérstakt en flestir tengja París við borg elsk- endanna. „Við vildum einfaldlega velja jákvætt og skemmtilegt nafn og ekki hafa nafnið of formlegt. París er skemmtileg og lífleg borg sem allir hugsa jákvætt til. Einhvern tímann var það á dagskrá félagsins að fara í ferð til Parísar og það verður án efa einhvern tímann í framtíðinni.” eftir Jim Unger Á förnum vegi í hvaða sæti lenda íslendingar á HM í handbolta? Höskuldur Sveinsson, arkitekt Þeir lenda í 6. saeti. Sighvatur ívarsson, sölufulltrúi Ég spái þriðja til fjórða sæti. Björk Óðinsdóttir, nemi. Þeir lenda í 5. sæti. Karvel Strömme, eftirlaunaþegi Að sjálfsögðu lenda þeir í fyrsta sæti. Kolfinna Elíasdóttir, nemi ísland lendir í öðru sæti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.