blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaöið KoiúifiiíiÍ. Ef ég vildi eyðileggja þjóð myndi ég gefa henni of mikið af öllu og innan skamms væri hún orðin sýkt, gráðug, aumingi inn í merg. John Steinbeck Afmælisborn dagsms FRANKLIN D. ROOSEVELT FORSETI, 1882 BORIS SPASSKY SKÁKMEISTAR11937 VANESSA REDGRAVE LEIKKONA, 1937 kolbrun@bladid.net Sígild barnasaga Hjá Máli og menningu er komin út í kilju hin sígilda barnasaga Vefurinn hennar Karl- ottu eftir E. B. White með myndum eftir Garth Williams. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. Jón Arabel er í þann mund að stytta líf lítils gríss þegar hann mætir dóttur sinni Furu. Með snarræði fær Fura því fram- gengt að Völundur - eins og hún kallar grísinn - fær að lifa. (lífsbaráttunni nýtur Völundur þess að eiga góða vini, ekki síst hina stórsnjöllu kónguló Karlottu. Þessi sígilda og töfrandi saga fjallar um umhyggju og ást, ævintýri og dularfull teikn og daglegt líf dýranna á bænum. Mest fjallar hún þó um það hvernig vinátta og tryggð geta gert kraftaverk. Myndir frá heimsborgum Á kaffihúsinu Mokka á Skóla- vörðustíg stendur yfir Ijósmynda- sýningin Jaguar. Þar sýnir Guðmundur Heimsberg níu svarthvítar myndir frá Barcel- ona, Reykjavík og New York. Sýningunni lýkur 5. mars. Norðurljós og rafmagn álarahópurinn Gullpensillinn, fé- lagsskapur 14 mál- ara, sýnir verk sín í Gerðarsafni og lýkur sýningunni 14. febrúar. Daði Guðbjörnsson er einn þeirra lista- manna sem eiga verk á sýningunni en hann var einn af hvatamönnum að stofnun félagsins. „Hugmyndin kviknaði í samtali milli mín og Birgis Snæbjörns Birg- issonar,“ segir Daði. „Ég var að gæla við að stofna listmálarafélag en það varð nú ekki heldur varð til þessi fé- lagsskapur myndlistarmanna sem hittist og sýnir saman. Sýningin okkar í Gerðarsafni var ákveðin fyr- ir um tveimur árum og fékk vinnu- heitið Indigo eftir hinum sérstæða bláa lit.“ Norðurljós „Það er kannskídálítill Einar Ben í þessari mynd.“ VILT ÞU HAFA ÁHRIF Á ÞRÓUN DANSLEIKHÚSS Á ÍSLANDI? DANSLEiKFiUS SAMKEPPNi Leikfélag Reykjavíkur og fslenski dansflokkurinn óska eftir hugmyndum að dansleikverkum fyrir daðan hóp leikara og dansara Dansleikhússamkeppni LR og ÍD verður haldin 1 fimmta sinn í júní. Tilgangur keppni af þessu tagí er að styðja undir dansleikhúsformið og kanna möguleika þess. Frábært tækifæri fyrir fólk i listum til að hafa áhrif á þróun spennandi listforms sem enn er ungt á íslandi. LISTAI Fáöu hugmynd aö verki sem sameinar leikhús og dans og sendu hugmyndina og upplýsingar um þig til okkar fyrir 19/02/2007. 12 hugmyndir verða valdar til frekari þróunar. L Að TAKA ÁSKORUNINNI! 6 hugmyndir veröa valdar til útfærslu. Höfundar leggja til leikara/dansara til verkefnisins. Borgarleikhúsið ieggur til aðstöðu. Dansleikhússamkeppnin verður haldín á Stóra sviði Borgarleikhússins 7. Júní. Skipuð dómnefnd veitir verðlaun. Áhorfendur velja sitt eftirlætisverk. ■>i Útlistun á hugmynd ásamt upplýsingum um höfund/höfunda skal merkja "dansleíkhúskeppni"og senda með tölvupósti á borgarleikhus@borgarleikhus.is Móðir jörð Daði sýnir þrjú verk á sýning- unni, tvö stór málverk og eitt litið. „Annað stóra verkið heitir Norður- ljós. Myndin er í blásvörtum lit og þar er rafmagnsljósapera um borð í báti skáldskaparins um vetrarnótt og norðurljósin mála himininn. Það er kannski dálítill Einar Ben í þessari mynd: Annars vegar eru norðurljósin sem eru eitt það róm- antískasta sem til er á norðurhveli og hins vegar rafmagnið og raun- veruleikinn. Hitt stóra verkið heitir Ljóð til jarðarinnar en jörðin er hin stóra uppspretta alls - og er móðir okkar.“ Litla myndin heitir Indian Summ- er og er hugleiðing um andlega heima í tengslum við sahaja-jóga. Það var eins konar endurfæðing fyr- ir mig að byrja í jóga vegna þess að þar nær maður sambandi við and- lega heima og um leið nær maður betra sambandi við sjálfan sig og fær meiri jafnvægi í lífið. Mér líður miklu betur og finnst ég vera betri maður eftir að ég fór að stunda sa- haja-jóga.“ Gamanaðvinna Þegar Daði er spurður hvort hann megi ekki teljast afkastamikill mál- ari segir hann: „Afköstin eru allt- af að minnka og það verður sífellt seinlegra að búa til nýja mynd. Þeg- ar ég var að byrja feril minn málaði ég stórar myndir og var fljótur að mála. Nú eyði ég meiri tlma í hverja mynd. Mér finnst gaman að vinna. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem veitir manni ánægju.“ menningarmolinn Friöarleiötogi myrtur Á þessum degi árið 1948 var ind- verski friðarleiðtoginn Mohandas Gandhi myrtur í Nýju-Delí en tíu dögum áður hafði tilræði við hann mistekist.Gandhivarpólitískurleið- togi Indverja, fór fyrir friðsamlegri baráttu Indverja fyrir sjálfstæði frá Bretum, hreyfingu sem tugir millj- óna Indverja tóku þátt í. Morðingi Gandhis var Nathuram Godse, öfgafullur hindúi, sem skaut Gandhi þar sem hann var í þann mund að leiða bænastund. Godse reyndi að svipta sig lífi eftir morðið en mistókst. Á næstu dögum voru fjórir aðstoðarmenn hans handtekn- ir. Godse sýndi enga iðrun vegna glæps síns. Hann var hengdur í nóv- embermánuði 1949. Synir Gandhis höfðu beðið honum griða því þeir töldu að aftakan væri andstæð öllu því sem faðir þeirra hafði trúað á.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.