blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JAJýÚAR 2007 blaðið Meistari Jakob i Bítlalagínu Paper Back Writer má heyra lagið Frere Jaques eða Meistari Jakob í bakgrunni nokkrum sinnum ef lagt er vel við hlustir. Karlinn étinn Að gera hosur sínar grænar getur verið hættuleg iðja í dýra- ríkinu. Ákveðin tegund kvenköngulóa stundar það að leggja sér til munns karlkyns köngulær sömu tegundar sem líta ekki alveg eðlilega út. Innivera og skriftir á ísafirði „Ég gerði eiginlega bara ekki neitt um helgina, var bara heima að vinna," segir Elríkur Norðdahl rithöfundur. „Ég skrifaði alla helgina. Það er ekki óalgengt að þegar ég er fyrir vestan, á Isafirði, þá sitji ég lengi við og taki tarnir. Ég bý hér á ísafirði en svo þegar ég skrepp suður þá geri ég eitthvað skemmtilegt úr helgunum. Ég vinn iðulega fram á nótt við að skrifa en tek daginn seint því ég er svolítinn tíma í gang. Ég reyni að skreppa í mat og svona til foreldra minna og hringi í kærustuna sem er um þessar mundir I Finnlandi." Halldór Gylfason: Kótelettur í raspi og handbolti „Á föstudaginn var ég að vinna til fjögur en tók því svo bara rólega í faðmi fjöl- skyldunnar," segir Halldór Gylfason leikari. 1 „Á laugardags- kvöldið fór ég á þorrablót Þróttar sem var mjög fínt en svo er ég líka búinn að vera að horfa á þessa handboltaleiki eins og liklega flestir Islendingar. Fyrir leikinn á laugardag fór ég á gítartónleika hjá Kristni Árna- syni og undirbjó mig þannig andlega. Það var æðislegt og er mjög sniðugt fyrir svona leiki að fara á tónleika hjá frábærum listamönnum, það bæði róar mann og styrkir. Á sunnudags- eftirmiðdaginn heimsótti ég gott fólk og steikti svo kótelettur með raspi í kvöldmat og hafði kartöflur og rauðkál með." » Vegvísir að heimili mínu Staðhaettir Ég flutti úr Vesturbænum þar sem ég hafði búið alla mína tið hingað i Kópavoginn. Hér er rólegt og gott að vera og hverfið er barnvænt. Ég flutti úr gömlu í nýtt og það eru mikil viðbrigði. Bui Bentsen: Capone-broðir, fyrrum Vestur- bæingur sem hefur frelsast i Kópavoginn. meðlim ur Brain Police og faðir gefur okkur vegvisi að ibúð sinni. Hvað þarf að hafa með í för? Ekkert. Ég býð. Ég tel mig vera góðan gestgjafa og það er líklegt að ef þú sért að koma i heimsókn sértu að koma i matarboð þar sem konan mín töfrar fram góða rétti frekar en parti. Þannig er lífið hjá barnafjölskyldum. Næturlíf Næturlif er sama sem ekkert. Fyrir utan það að ég fer stöku sinnum að spila með hljómsveit minni Brain Police. Það eru aðrir og betri hlutir teknir við í mínu lífi. »r<i FiTiiuT^Trrn rnrrcj i Siðir og venjur Konan mín getur gert gott úr öllu og eldar oft matinn, ég er hins vegar með meirapróf í samlokugerð. Ég tek til og konan mín þvær þvott. Annars höfum við heimilisfólk- ið það fyrir venju að fara i langa og góða bíltúra. Leyfa litla stráknum að skoða umhverfið. Oft keyri ég niður að höfn og við skoðum skip og báta. T rr^: •I r! u I Lrl I r l — Hættur Gítarinn er kominn ofan í tösku og nú er allt tónlistardótið mitt komið i æfingahús- næði þannig aö engin hætta stafar af þeim græjum. Hvorki fyrir viðkvæm eyru né litla fingur sem vilja teygja sig í allt. Vert að sjá Ég á áritaða mynd af Michael Bolton. Við Capone-bræður skelltum okkur á Bolton- tónleika og áttum þar góða kvöldstund í apóteksilmvatnsfýluskýi. Við drukkum rauðvín með Bolton seinna um kvöldið og fengum þá áritaða mynd. Mikill heiður. Samfélag og menmng Á þessu heimili er sjónvarpsáhorf töluvert og mikið tekið í Playstation-tölvuna. Buzz-spurningaleikurinn er vinsælastur um þessar mundir og stundum fær sá litli að vera með. MICHAEL BOLTON ■’í-Jtí i Barist fyrir Frakkland Call of Duty 3 er fyrstu persónu skotleikur af bestu gerð. Leikurinn er byggður á orrustum úr seinni heimsstyrjöldinni og fetar spilarinn í fótspor manna af ýmsum þjóðern- um sem eiga tvennt sameiginlegt; þeir vilja frelsa Frakkland og drepa eins marga nasista og mögulegt er í leiðinni Margt er gott við leikinn Call of Duty. I fyrsta lagi eru skotbardag- arnir ofsafengnir og veit maður oft á tíðum ekkert hvaðan skotið er á mann og enn síður hvert ber að skjóta. Þetta skapar vissa spennu sem er nauðsynleg fyrir svona leiki. Grafíkin er góð og gervigreindin hjá andstæðingunum er oftast góð. Tónlistin passar síðan glimrandi vel við hasarinn og bætir hún enn meira á stemninguna. Einn helsti galli leiksins er sú ákvörðun framleiðenda að setja óþolandi míni-leiki inn í hann. Au- kaleikirnir þjóna engum tilgangi og er fátt jafn pirrandi og að þurfa að ýta á X, 0, snúa vinstri stýripinnan- um í hringi og ýta svo aftur á X, til þess að sprengja eina sprengju. Einnig eru vanhugsaðir aksturs- kaflar í leiknum sem valda frekar höfuðverk en ánægjuglotti. Að lokum hefði verið gott að fá smá tölfræði í lok hvers borðs til þess að hægt sé að sjá hversu vel maður stóð sig því oft á tíðum er erfitt að greina hvort maður náði að skjóta einhvern nasista. En þessir gallar, sama hversu pirrandi þeir eru, ná ekki að draga þennan góða leik niður í svaðið. Menn lifa sig að fullu inn í leikinn og það er það sem skiptir mestu máli, ásamt því að drepa nasistana. Það er bara spurning hvort ekki sé kominn tími til að friða nasista og veiða í staðinn til dæmis ítali eða Japana? viggo@bladid.net SLÁÐU BLETTINN #' \ PFPSI f M ■ SLÁÐU i GEGN! liU MAX A

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.