blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 30.01.2007, Blaðsíða 22
 •sV ' n Tilraunavefur Eðlisfræðistofa Raunvísindastofn- unar Háskóla íslands hefur sett á laggirnar sérstakan tilraunavef á slóðinni tilraunavefur.hi.is. Par er að finna safn alls kyns tilrauna, allt frá einföldum tilraunum sem allir geta gert til flóknari tilrauna sem þarfnast sérfræðinga eða sérstaks tilraunabúnaðar. Allar eiga þær þó að vera fróðlegar og skemmtilegar. Tilraunirnar eru flokkaðar eftir sviðum svo sem efnafræði, heitt og kalt, Ijós og rafmagn. Þær eru enn fremur flokkaðar eftir hættustigi og hverri tilraun fylgja varnaðarorð ef svo ber undir. Þess er gætt að tilraunirnar séu ekki hættulegar og því ekki unnið með hættuleg sprengiefni eða annað sem gæti valdið alvarlegum skaða. Þó er tekið fram á vefnum að sumar tilraunirnar geti verið hættulegar ef þær eru ekki fram- kvæmdar af vandvirkni. E alla daga Auglýsingasíminn er 510 3744 AGUR 30. JANUAR 2007 menntun Stúdentapólitík í algleymingi Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla (slands og Háskólafundar fara fram mið- vikudaginn 7. febrúar og fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Þrír framboðs- listar bárust til Stúdentaráðs og tveir til Háskólafundar. Notuð verður miðlæg kjörskrá og þvi geta stúdentar valið sér kjördeild eftir hentugleika. Stúdentum ber að framvísa persónuskilríkjum til að fá að greiða atkvæði. menntun@bladid.net Stærðfræði byggð á skilningi Á undan- förnum árum hafa stærðfræðikennarar tekið upp nýjar áherslur í kennsiu sem miða meðal annars að því að skapa nemendum raunveruleg viðfangsefni. frá stærðfræði yfir í aðrar greinar svo sem eðlisfræði og náttúrufræði mun auðveldari en ella. Sjálf kennir Þóra stærðfræði í efstu bekkjum Lindaskóla í Kópa- vogi og þar hefur hún talsvert samþætt stærðfræðina við aðrar námsgreinar svo sem tölvukennslu, myndmennt og heimilisfræði. „Þau vinna við hlutföll í tímum hjá mér. Síðan búa þau til form að piparkökuhúsi sem þau baka síðan í heimilisfræði. Þau þurfa að gæta að hlutföllunum og að strompurinn falli ekki ofan í þakið eða þakið of- an í húsið og þar fram eftir götun- um. Á Menningardögum skólans í desember eru síðan húsin til sýnis,“ segir Þóra og bætir við að þetta sé mjög skemmtilegt og að börnunum þyki þetta spennandi. „Maður er varla byrjaður að kenna á haustin þegar þau fara að spyrja hvenær við förum að undirbúa pip- arkökuhúsin,“ segir hún. Stærðfræði í víðara samhengi Næstkomandi föstudag stendur Flötur fyrir degi stærðfræðinn- ar en hann hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000. Hingað til hefur dagurinn verið haldinn í september en þar sem hann rakst á við námstefnu samtakanna og aðra viðburði ákvað stjórn Flatar að færa hann til fyrsta föstudags í febrúar. „Tilgangurinn með deginum er í raun tvíþættur, að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og einnig að nemend- ur komi auga á möguleika stærð- fræðinnar og sjái hana í víðara sam- hengi,“ segir Þóra. Kennarar hafa lagt sérstaka áherslu á stærðfræði á þessum degi og sums staðar eru stór verkefni unnin í tilefni hans. Flötur hefur á undanförnum árum gefið út þema- hefti um ólík svið stærðfræðinnar en í ár er bryddað upp á þeirri ný- breytni að útbúa sérstök verkefni sem eru aðgengileg á heimasíðu samtakanna flotur.ismennt.is. Nem- endur á öðru ári í Kennaraháskóla MyiÍ/Frikki ■ íslands þýddu verkefnin og bjuggu þau út og er hugsunin sú að kennar- ar geti prentað þau út og notað til kennslu. Sterkasta handboltaliðið Um mismunandi verkefni er að ræða fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig grunnskólans en öll eiga þau það sammerkt að tengja stærðfræðina við raunveruleik- ann. Þannig gengur til dæmis eitt verkefnið út á að nemendur eiga að raða saman sterkasta landsliðinu í handbolta og byggja valið meðal annars á tölfræðiupplýsingum um leikmenn. Einnig hefur verið sett inn þrauta- samkeppni á vefinn þar sem ein þraut er fyrir hvert stig. Hver bekk- ur getur sent inn eina lausn og verð- ur síðan dregið úr réttum lausnum og verðlaun send til viðkomandi bekkjar. Flötur hvetur að lokum alla kenn- ara til þess að gera stærðfræðinni hátt undir höfði á degi stærðfræð- innar. Aðalnámskrá ekki fylgt Fimmti hver leikskóli hefur ekki opinbera uppeldisstefnu sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könn- unar sem menntamálaráðuneytið lét gera á því hvort leikskólar fram- fylgi aðalnámskrá. f henni kemur fram að 21 prósent leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu og 21 prósent hefur ekki mótað eig- in skólanámskrá. Um sjö prósent leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanám- skrá. í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 1999 er kveðið á um að sérhver leik- skóli eigi að gera skólanámskrá á grundvelli aðalnámskrár leikskóla og að skólanámskráin skuli vera í samræmi við opinbera uppeldis- stefnu leikskólans. Menntamálaráðuneytiðgerðikönn- un á síðasta ári á afstöðu leikskóla- stjóra til aðalnámskrár leikskóla, skólanámskrár, mats á leikskólastigi, starfsmannahalds í leikskólum og samspils þessara þátta. Rafrænn spurningalisti var send- ur til allra leikskóla í maí á síðasta ári og var svarhlutfall 76 prósent. í vefriti menntamálaráðuneyt- isins kemur fram að í ljósi þess að könnunin gefi vísbendingar um að þessum ákvæðum aðalnámskrár sé víða ábótavant hafi ráðuneytið ákveðið að kalla eftir frekari upplýs- ingum. Skortir uppeldisstefnu og námskrá Um sjö pró sent leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu oinin skólanámskrá. nu iró- A jrki J blaöiö Vinirnir skipta máli Áhrif jafningjahópsins eru sterk I lífi ungmenna. Unglingar sem eiga vini sem gengur vel I námi eru líklegri en aðrir unglingar til að ganga einnig vel I námi. Þetta er meðal niður- staðna rannsóknar sem Rannsóknir & greining gerði meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á fslandi í fyrra. Símenntun og rannsóknir Rannsóknarstofnun og Símenntun- arstofnun Kennaraháskóla Islands hafa verið sameinaðar í eina stofnun, SRR, sem stendur fyrir símenntun, rannsóknir og ráðgjöf. Sólrún Kristinsdóttir veitir nýju * stofnuninni forstöðu. Meginhlutverk SRR er að veita þjónustu á fræðasviði uppeldis, menntunar og þjálfunar. Hún á einnig að vera farvegur fyrir miðlun þekkingar milli starfsmanna Kenn- araháskólans, annarra sérfræðinga á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar og þeirra sem starfa á vettvangi uppeldis og menntunar, náms og kennslu. Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu í grunnskólum Stærðfræðin færð nær veruleikanum Mikil gróska hefur verið í stærðfræði- kennslu í grunnskól- um hér á landi á síðustu árum sem má öðru fremur þakka nýju náms- efni sem krefst nýrra og breyttra viðfangsefna og vinnubragða. Hug- myndafræðin sem liggur að baki nýja námsefninu kallast stærðfræði byggð á skilningi barna og gerir hún aðrar kröfur til nemenda og kenn- ara en áður var. Áherslan er lögð á að skapa nemandanum raunveru- leg viðfangsefni sem byggja á fyrri þekkingu og krefjast virkrar þátt- töku hans. Þóra Þórðardóttir, stærð- fræðikennari og formaður Flatar, samtaka stærðfræðikennara, segir að hlutverk kennarans sé að skapa aðstæður til náms og styðja við þekkingarleit nemandans. „Kennar- inn þarf að spyrja spurninga sem fá nemandann til að taka næsta skref. Maður þarf að finna út hvað hann er að hugsa og átta sig á þekkingu hans og skilningi og spyrja hann þannig að hann finni sína leið,“ segir Þóra. Þó að ný vinnubrögð hafi verið tekin upp við stærðfræðikennslu hefur gömlu aðferðunum ekki end- anlega verið kastað fyrir róða held- ur eru þær notaðar í bland. Skiptar skoðanir hafa verið á nýja námsefn- inu bæði meðal foreldra og kennara en Þóra bendir á að nýir heimar opn- ist fyrir fólki sem skoðar og prófar efnið með opnum huga. „Ég hef hitt kennara sem hafa haft allt á hornum sér varðandi stærð- fræði yfirhöfuð og hellt sér svo út í það að kenna þetta námsefni með opnum huga og allt í einu finnst þeim langskemmtilegast að kenna stærðfræði," segir Þóra en bætir við að enn sé þó töluvert um að kenn- arar noti gamlar bækur við stærð- fræðikennslu. Ekki aðeins tölur á blaði I nýja námsefninu er mikil áhersla lögð á að tengja stærðfræð- ina raunverulegum aðstæðum og að þær séu ekki aðeins tölur á blaði. „Lífið býður þér ekki upp á upp- sett stærðfræðidæmi. Við fáum verkefni sem við þurfum að leysa,“ segir Þóra og bendir jafnframt á að með þessum hætti verði yfirfærslan

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.