blaðið


blaðið - 15.02.2007, Qupperneq 6

blaðið - 15.02.2007, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 blaAiö INNLENT Keyrði upp tröppur Þrítug kona missti stjórn á jepplingi í austurborginni síödegis á þriðjudag. Bíllinn fór upp nokkrar tröppur og stöðvaðist á vegg við hliðina á inngangi í verslun. Litlu mátti muna að illa færi en til mikillar lukku slas- aðist enginn. Tjón ökumanns er hins vegar talsvert. REYKJAVÍK Handtekin vegna innbrota Fjögur ungmenni voru handtekin við verslunarmiðstöð í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt miðvikudags, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Eru þau grunuð um tilraun til innþrots í verslunarmið- stöðina og innþrot í fyrirtæki. Þau eru öll um 18 ára gömul. LÖGREGLAN Afsakanir ökumanna Lögregian fær hinar ýmsu skýringará ofsahraða ökumanna. Liðlega tvítugur piltur var stöðvaður á Vesturlandsvegi á 135 kílómetra hraða á þriðjudag. Hann sagðist vera að reynsluaka þílnum. Annar var stöðvaður og sagðist nauð- synlega þurfa að komast í ákveðna verslun fyrir lokun. NÝJIVÖRULISTINN ER KOMIN Hringið og pantið vörulista í síma 568 2870 eða á heimasíðu okkar www.friendtex.is " - ■ ■ ■ ■-' ■ ■ - ■ Getum bætt við okkur góðum sölufulltrúum á stórhöfuðborgarsvæðinu, frábært tækifæri fyrir þá sem vilja auka tekjur sínar Létt fyrir línurnar I _ i og eggjalaus Frískandi kostur VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.ls Börn að leik Einungis 44 prósent ungmenna sögðust setjast niður með foreldrum sínum og ræða málin. Mynd/Frikki ^ ii Tll' _ m 1 iilfeg v Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna um aðstæður barna: w Islensk börn ein- mana og utangarðs ■ íslendingar í miðjunni í menntamálum ■ Heilsufar barnanna mjög gott Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Það er sláandi hvað íslensk ung- menni eru einmana," segir Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um niðurstöður nýrrar skýrslu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) um velferð barna í ríkustu löndum heims. Tíu prósent íslenskra ungmenna sögðust vera einmana og finnast þau vera utangarðs í samfélaginu og mæld- ist hlutfallið hér á landi hærra en í flestum öðrum ríkjum sem rann- sóknin náði til. Björk segir þetta vera skilaboð til foreldra að setjast niður með börnum sínum og ræða við þau, ekki einungis þegar þau eru lítil heldur einnig fram eftir aldri. „I skýrsl- unni segir að einungis 44 prósent íslenskra ungmenna segjast setjast niður með foreldrum sínum og ræða málin. Þetta hlutfall ætti að vera miklu hærra. Við viljum það öll og vonandi gerum við eitthvað til þess að bæta ástandið.“ UNICEF kynnti nýja skýrslu um velferð barna og ungmenna í rík- ustu löndum heims í gær. Litið var til sex þátta við gerð skýrslunnar, efnahagslegra gæða, heilsufars og öryggis, vina- og fjölskyldutengsla, menntunar, áhættuhegðunar og tilfinninga ungmenna um eigin vel- líðan. Niðurstöðurnar benda til þess að ríki í norðurhluta Evrópu standi sig best, en þau eru efst á listum í um helmingi þáttanna. Velferð barna mældist mest í Hol- landi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi. Tölulegar upplýsingar frá íslandi vantaði hins vegar í fjölda tilfella. Björk segist fagna gerð skýrsl- unnar og að verið sé að skrásetja vel- ferð barna í OECD-löndunum. „Hins vegar er sláandi að tölulegar upp- lýsingar vanti frá íslandi í mörgum þáttum og þess vegna er okkar staða ekki sambærileg í öllum tilvikum. Stjórnvöld verða að taka þetta til skoðunar." Heilsufar barna og ungmenna á íslandi mældist mjög gott og skip- aði ísland annað sæti á listanum, en Svíþjóð toppsætið. Þar er tekið tillit til tíðni ungbarnadauða, hlutfalls barna sem fæðast undir meðalþyngd, bólusetningar barna gegn helstu Foreldrar þurfa að setjast oftar niður og ræða við börnin sín Björk Einisdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla barnasjúkdómunum og dauðsfalla vegna slysa, sára, morða eða sjálfs- víga. ísland er í efsta sæti yfir heilsu ungbarna og er tíðni ungbarnadauða á Islandi sú lægsta í heimi. Bólusetn- ingum á íslandi virðist að vissu leyti vera ábótavant, en þar er ísland í 12. sæti. íslendingar eru í miðjunni hvað varðar menntamál barna og ung- menna í rannsókn UNICEF. Þar var litið tillæsis, stærðfræðigetu, vísinda- kunnáttu, hlutfalls ungmenna í skóla og hlutfalls þeirra sem reikna með að fá starf sem krefst lítillar kunn- áttu og þekkingar. Björk segir ljóst að varðandi menntaþáttinn standi Is- lendingar ekki nógu vel. „Þessar nið- urstöður eru í takti við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa verið gerðar og sýna meðal annars 25 pró- senta brottfall úr framhaldsskólum.“ Skemmdarverk í Hafnarfirði: Þrír í haldi vegna skemmda Lögreglan metur skem- mdirnar Mikið tjón varö víðsvegar um Hafnarfjörð aöfaranótt miðvikudags. Þrír piltar á aldrinum 15 til 17 ára voru handteknir í gær grunaðir um fjölda skemmdarverka víðsvegar um Hafnarfjörð aðfaranótt miðvikudags. Einn þeirra var búinn að játa þegar Blaðið fór í prentun í gær, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Talið var að yfirheyrslur myndu standa yfir fram á kvöld. Gíf- urlegt tjón hlaust af þessum verknaði. Piltarnir beygluðu og brutu rúður í að minnsta kosti 30 bílum. Slóðin eftir þá er um allan Hafnarfjörð en iðnaðarhverfið gegnt álverinu, hest- húsin við Kaldárselsveg og Vellirnir eru meðal þeirra svæða sem þeir heimsóttu. Samkvæmt upplýsingum frá trygg- ingafélögum eru það einungis ein- staklingar sem eru með kaskótrygg- ineu oe bílrúðutrveeineu sem eru tryggðir fyrir skemmdarverkum ef þeir sem frömdu verkin finnast ekki. Einstaklinearnir sitia hins veear alltaf uppi með sjálfsábyrgðina en algengast er að hún sé tæplega fimm- tíu búsund krónur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.