blaðið - 15.02.2007, Page 18
blaöið
VETUR
$ SUZUKI
..er lífsstíll!
SUZUKI BILAR HF.
Skeifunni 17. Sími 568 5100.
Sorgin í kroppi
albínóans
nnur Andrea Einars-
dóttir er ung myndlist-
arkona sem opnar sína
fyrstu einkasýningu
í Galleri Dvergi um
næstu helgi. Um er að ræða brot úr
seríu vídeóverka sem Unnur hefur
verið að vinna að undanfarið og
ber titilinn Melaninecholia.
„Verkin fjalla öll um albínóa á
einn eða annan hátt enda hafa þeir
verið mér hugleiknir í nokkurn
tíma. Það er mikil sorg yfir þeim
og til dæmis fjallar annað verkið
um andlegan og líkamlegan sárs-
auka. Þetta eru mjög mæddir albín-
óar sem eru þjakaðir af einmana-
kennd. Samfélagið dæmir þá sem
ljóta, þeir eru ljósfælnir og halda
sig að mestu í skugganum. Verkið
er satt að segja algjör viðbjóður og
þegar ég horfði á það í fyrsta sinn
fékk ég hálfgert sjokk þegar ég átt-
aði mig á því hvers konar viðbjóður
getur komið út úr manni,“ útskýrir
Unnur Andrea.
„Hitt verkið sem ég sýni í Gallerí
Dvergi er annars eðlis þó bæði verk-
in séu mjög tengd. Það fjallar um
mann sem er að spila á brauðpíanó.
Hann smyr hendurnar á sér með
„ Verkið er satt að segja
algjör viðbjóður og þegar
ég horfði á það í fyrsta
sinn fékk ég hálfgert sjokk
þegar ég áttaði mig á því
hvers konar viðbjóður get-
ur komið út úr manni."
smjöri og smyr píanóið. Útkoman er
einhverskonar hljóðfærasamloka.“
Kristín Björk Kristjánsdóttir
gerir tónlistina við verkin og seg-
ir Unnur að þeim hafi upphaflega
verið ætlað að þjóna tilgangi tónlist-
armyndbanda. „Þáttur Kristínar er
mjög mikilvægur í þessu öllu sam-
an og tónlistin og verkin eru mjög
samtvinnuð."
Unnur útskrifaðist úr myndlist-
ardeild Listaháskóla Islands árið
2005. Vídeóverk hennar og gjörn-
ingar hafa farið víða um heim og
meðal annars verið sýnd í Frakk-
landi, Þýskalandi, Kanada, Ind-
landi, Argentínu og Mexíkó.
„Verkin mín hafa farið til um 17
landa. Þetta eru ekki sýningar sem
ég hef sett upp sjálf heldur er um
að ræða ýmsar hátíðir og farand-
sýningar. Sá þáttur hefur því geng-
ið vel.“ Unnur sýndi nýlega í Pal-
estínu og segir hún það hafa verið
sérkennilega reynslu. „Það er mjög
erfitt að koma vestrænni menn-
ingu þangað inn, og sýningarstjór-
inn þurfti að fara í gegnum hindr-
anir af ýmsu tagi. Sýningin var
sett upp í Betlehem og var í raun
ætlað að gefa Palestínumönnum
innsýn í vestræna list. Það voru þó
nánast engir Palestínumenn sem
sáu sýninguna, aðeins útlendingar
búsettir í Palestínu og opinberir
starfsmenn sem vinna í menning-
argeiranum."
Unnur hefur í nógu að snúast
þessa dagana. „Ég hef verið að gera
ýmislegt fyrir utan myndlistina. Ég
er til dæmis i hljómsveitinni Cocta-
il Vomit sem er svona skemmtilegt
hliðarverkefni. Svo er ég að vinna
að sýningum sem haldnar verða í
sumar.“
Sýning Andreu verður opnuð í
Gallerí Dvergi, Grundarstíg 21, laug-
ardaginn 17. febrúar klukkan 18.
hihna@bladid.net
Verk eftir Cézanne kemur í leitirnar
Verk eftir franska meistarann
Paul Cézanne sem ekki hefur ver-
ið sýnt opinberlega í sextiu ár hef-
ur verið enduruppgötvað á Ítalíu.
Sýningarstjóri í Flórens fann verk-
ið í einkasafni en það var málað á
árabilinu 1860-1870 þegar Cézanne
lagði í vana sinn að heimsækja
Louvre í þeim tilgangi að taka
gömlu meistara endurreisnarinnar
sér til fyrirmyndar. Cézanne bjó í
París frá 1861-1870. Myndir hans
frá þessum tíma eru oft kenndar
við dökka tímabilið og verkið sem
fannst á Ítalíu er að mörgu leyti
dæmigert fyrir þann tíma. Verkið
er aðeins um 30 cm á hæð og er
gert eftir fyrirmynd málverks eft-
ir ítalska endurreisnarmálarann
Paolo Veronese. Það sýnir máltíð á
heimili Símons farísea. Málverkið
var síðast sýnt í Flórens árið 1945
en eftir þá sýningu hvarf það spor-
laust og engar eftirprentanir voru
til af því. Verkið verður sýnt á ný í
byrjun mars í Flórens.