blaðið

Ulloq

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 12

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafiiðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Sama trixið tvisvar Það eru rúmir tveir mánuðir þar til kosið verður til Alþingis. Fram- sóknarflokkurinn mælist ítrekað með tæplega tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er langt undir kjörfylgi flokksins, en hann fékk tæplega 18 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum. Það er óneitanlega mikill kosningafnykur af þeirri ákvörðun sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í gær. Nú á að hækka lánshlutfall fbúðalánasjóðs úr 80 prósentum í 90 prósent og hámarks- lánsfjárhæð úr 17 milljónum króna í 18. f lok júnímánaðar á síðasta ári greip ríkisstjórnin til sérstakra að- gerða í efnahagsmálum. Takmarkið var að draga úr þenslu og ná verð- bólgunni niður. Einn liður í fall og hámarkslánsfjárhæð annað úr ákvörðun félagsmá oessum aðgerðum var að lækka lánshlut- búðalánasjóðs. Það er ekki hægt að lesa [aráðherra en að stjórnvöld meti sem svo að búið sé að ná tökum á þenslunni. En er það raunin? í júní í fyrra mældist verðbólgan 8 prósent og hún fór mest í 8,6 prósent í ágúst. í janúar á þessu ári var hún komin niður í 6,9 prósent en í febrúar mæld- ist hún 7,4 prósent. Það þykir ráðamönnum kannski vera ásættanleg verðbólga. Það má kannski benda þeim á það að 7,4 prósenta verð- bólga er 4,9 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiðum Seðlabankans. Það verður að segjast að þetta er í hæsta máta undarleg ákvörðun hjá félagsmálaráðherra. í gær var matarskattur lækkaður. Vissulega mun það hafa áhrif á verðbólguna til lækkunar en það er líka alkunna að sá kostnaðarliður sem hefur haft hvað mest áhrif á verðbólguna er hátt fasteignaverð. Verð á húsnæði rauk upp eftir að íbúðalánasjóður hækkaði lánin í 90 prósent fyrir nokkrum árum. Þó bankarnir hafi fylgt í kjölfarið þá lagði íbúðalánasjóður línuna og stjórnvöld bera því mikía ábyrgð á þeirri þenslu sem varð á húsnæðismarkaði. Und- anfarið hefur fasteignaverð verið að komast í ákveðið jafnvægi en nú er hætta á að það muni hækka á ný enda segjast fulltrúar Kaup- þings, Glitnis og Landsbankans allir vera að skoða það að hækka sín lán aftur upp í 90 prósent. í Blaðinu í dag segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands, ákvörðun stjórnvalda koma á óvart. „... þetta er ekki liður í því að koma hér á jafnvægi og stöðugleika við þær aðstæður sem ríkja,” segir Gylfi. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur í sama streng. Hann segir þessa ákvörðun eiga eftir „að virka sem verðbólgufóður engum til gagns”. Líkt og fyrir kosningarnar nú átti Framsóknarflokkurinn á bratt- ann að sækja fyrir kosningarnar 2003. Skömmu fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum lofuðu framsóknarmenn 90 prósenta lánum. Það fór vel í kjósendur og flokkurinn hlaut góða kosningu. Nú er bara spurningin hvort sama trixið gangi tvisvar. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeifd: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 12 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöiö rzr ,u %Vé i'ir\l'v ^ YÁ FOSSf B^riV Vfr LœKkwum Wm\Jm 7% H iG YFi^ TfL lAyVHNNA/ Vr*KJó§uw\ Æ> BFRA OK^uTL SAMAf/ Vif 0G 1/féQ < mZ S'fMijT >ETTf\ JÍHÍ VF7LA feWulEGT FÓLR rv» - ísland verður áfram Evrópu- meistari í háu matvælaverði Matvælaverð lækkaði í gær. Það er vissulega rétt að byrja þessa grein á að fagna aðgerðum ríkisstjórnar- innar til að lækka matvælaverð. Ég geri heldur enga athugasemd þótt þessar aðgerðir komi fram fyrst núna, rétt tólf mínútum fyrir kosn- ingar. En því miður er staðreyndin eigi að síður sú að aðgerðirnar eru allt of takmarkaðar. Þær taka alls ekki á hinum eiginlega vanda. Því miður munu þær duga allt of skammt til að koma hér á eðlilegu matvælaverði. Gott skref... Aðgerðirríkisstjórnarinnar nú fel- ast fyrst og fremst í lækkun á virð- isaukaskatti og afnámi vörugjalda á fjölmörgum vörutegundum. Sem er sannarlega gott skref og í hárrétta átt. Til viðbótar hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar fjörutíu prósenta lækkun tolla og rýmkun á tollkvótum á sumum innfluttum matvælum. Tollalækk- unin, sem ætti samkvæmt öllu að vera langmikilvægasta aðgerðin, missir því miður marks. Þrátt fyrir að það hljómi óneitanlega vel að lækka tolía um heil fjörutíu pró- sent þá mun það hafa lítil áhrif. Sú aðgerð er því miður lítið annað en blekking. Tollarnir verða nefnilega eftir sem áður svo háir að innflutn- ingur verður áfram óhagkvæmur. Og þar sem tollkvótarnir eru seldir hæstbjóðanda þá heldur það verð- inu áfram uppi. Ókleifir tollamúrar og aðrar innflutningshömlur, sem til að mynda birtast í formi óhemju- flókins reglugerðafargans, munu áfram halda matvælaverði of háu á íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú eru eiginlega eins og að gefa bot- langasjúklingi verkjatöflu þegar uppskurðar er þörf. Það getur verið að verkjataflan slái á óþægindin en hún læknar ekki sjúkdóminn. ... endugarofskammt Gerum smá samanburð. Sam- kvæmt mati Hagstofunnar var verð á matvælum og óáfengum drykkjar- vörum á íslandi 62 prósent yfir með- alverði í Evrópusambandinu árið 2005. Noregur mældist næst á eftir ísland, 52 prósent yfir meðaltalinu. Sviss kom þar á eftir, 40 prósent yfir meðaltali. Matvælaverð á þeim Norðurlandanna sem eru í ESB, og Island á að geta borið sig saman við, var hins vegar töluvert lægra en á Is- landi. Þó reyndust þau öll nokkuð yfir meðaltalsverðinu. Danmörk reyndist 30 prósent yfir meðaltals- verði, enda er virðisaukaskattur þar í landi einkar hár, en matvæla- verð í Sviþjóð var hins vegar aðeins tólf prósent af meðaltalsverði í ESB. I Finnlandi var verðið ívið hærra, eða 16 prósent. Fyrir lækkunina í gær var ísland Evrópumeistari í háu matvælaverði. Hagstofan gerir ráð fyrir að að- gerðir ríkisstjórnarinnar nú muni lækka matvælaverð um níu prósent. Fjármálaráðherra vonast að vísu til að lækkunin verði meiri, en hans eigin Hagstofa segir það sem sé vera óskhyggju hjá ráðherranum. Fram- angreindur samanburður sýnir að því miður er líklegt að við munum halda hinum vafasama titli þrátt fyrir níu prósenta lækkun í gær. Ofverndunarárátta Landbúnaður á Islandi er lík- lega ein aflokaðasta atvinnugrein í heimi. Til að mynda eru fáar kjötafurðir sem komast yfir tolla- múrana og i gegnum reglugerða- farganið Þetta skrýtna kerfi hefur ekki aðeins skilað einu allra hæsta matvælaverði í heimi heldur eru bændur jafnframt meðal snauð- ustu starfsstétta landsins. I því ljósi má spyrja hvort það sé ein- ber tilviljun að landbúnaður er einmitt sá atvinnuvegur á íslandi sem er hvað lokaðastur gagnvart útlöndum? Höfundur er stjórnmálafræðingur Klippt & skorið r Olafur Níels Eiríksson, alþingismaður Framsóknarflokks í NA-kjördæmi, hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um flutning á starfsemi Fiskistofu. Alþingi ályktaði á þá leið að fela sjávarútvegsráð- herra að hefja nú þegar undir- búning að flutningi Fiskistofu út á landsbyggðina með aðalstöðvar á Akur- eyri og starfsstöðvar í Hafnarfirði, í Grindavík, í Ólafsvik, á Þórshöfn, í Fjarðabyggð, á Horna- firði og í Vestmannaeyjum og á (safirði. Leitast verði við að dreifa starfseminni sem jafnast á starfsstöðvarnar þar sem 8-15 manns starfi í hverri stöð. Flutningi stofnunarinnar skuli verða lokið innan tveggja ára," segir í frátta- blaðinu Bæjarins besta á (safirði. Þess má geta að Árni M. Mathiesen flutti Fiskistofu í glæsilegt hús að Dalshrauni 1 á meðan hann var sjávarútvegsráðherra en hann er einmitt Hafnfirðingur. Spurning hvað Vestfirðingur- innEinarK. gerir? jóðgarðinum í Skaftafelli hefur á fjár- lögum verið úthlutað 50 milljónum kr. til að lagfæra aðstöðuna við þjónustumið- stöðina í Skaftafelli. Framkvæmdir eru þegar hafnar og segir Ragnar Frank þjóðgarðsvörður á samfélags- vef Hornafjarðar að búið sé að ifl “ j hreinsa burt gömlu hreinlætis- S'.jr- tækin og nú sé húsið hreinlega WBtirÆ aðeins fokhelt, síðan verður allt innréttað uppá nýtt. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli verður 40 ára á þessu ári og verður haldið upþ á afmælið í sept- ember með magnaðri veislu. Þótt listi yfir afmæl- isgesti sé ekki fullgerður er Ijóst að forseti (s- lands og forsetafrú verða meðal afmælisgesta." Flensan hefur lagt marga að velli á þessum vetri og nú hefur Kaffihúsakór Landakirkju, sem ætlaði að leggja land undir fót, orðið að fresta för vegna veikinda stjórnandans, Óskars Sig- urðssonar," segir á heimasíðu Frétta í Vestmannaeyjum. ,Þetta átti að verða heilmikil för og átti að syngja bæði í Hafnarfirði og Reykjavík, í kaffihúsamessu [ Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju á laugardaginn, á Eyjakvöldi í Smáralind um kvöldið og við æskulýðsguðsþjónustu í Dómkirkjunni (Reykjavík á sunnudaginn með sr. Þorvaldi Víðissyni, æskulýðspresti þar. Nú hefur þessu öllu verið slegið á frest en þau ætla að mæta síðar." elin@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.