blaðið

Ulloq

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 14

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 14
14 FOSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöið folk@bladid.net HVAÐ Fékkstu þér einn kaldan í Flí^NST tilefni bjórafmælisins í gær? |3 |H 1« f „Nei, veistu ég er ein af þeim sem hafa aldrei lært að A L-l JL m • meta þennan drvkk!" ..... Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður. Margrét Frimannsdóttir var ein þeina sem greiddu atkvæði gegn tillögunni um að leyfa bjórinn þann 1. mars 1989. Síðan eru liðin átján ár og hefur drykkjumenning íslendinga breyst til muna síðan þá. HEYRST HEFUR BLOGGARINN... LÍTIÐ hefur borið á Rósu Ingólfs- dóttur í kastljósi fjölmiðlanna und- anfarið. Þó er fróðlegt að rifja upp orð hennar um kvenréttindakonur frá árinu 1989, í ljósi femínískra ræðna í dag. Hún sagði að „kven- réttindakonur sem eru alltaf að djöflast út i karlmenn eru konur sem hafa beðið mikinn ósigur í svefn- herbergi sínu“. Ætli femínistar séu bara svona taps- árir...? ALLT er hverfult í fjölmiðlabrans- anum líkt og öðrum brönsum. Heyrst hefur að Svavar Halldórs- son hafi sagt upp störfum á Stöð 2, en hann stjórnaði þætt- inum Pólitíkin sem var sýndur á stöðinni á sínum tíma. Svavar var áður á fréttastofu Otvarps og hefur því marga fjör- una sopið. Hann ku þó vera með einhver járn í eldinum... HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær dauð og ómerk ummæli þess efnis að Bubbi Morthens hefði „fallið“. Bubbi var ekki viðstaddur dóms- uppkvaðninguna og spurning hvort hann hafi fengið sér einn sígarett- usmók af til- efninu. Hvað sem því líður er Bubbi risinn ogfékkhann 700.000 krónur í bætur og hefur nú efni á 1077 sígarettu- pökkum... Á FÓLK-sfðunni í gær var ranglega staðhæft að Ásdís Hannesdóttir hefði unnið í árdaga Sjónvarpsins með Ólafi Ragnari Grímssyni. Hið rétta er að hún vann með Ólafi Ragnarssyni. Eru hlutað- eigandi allir beðnir velvirðingar á mistökunum. þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 lað 5 7 8 9 1 2 3 5 7 4 7 8 7 3 2 1 8 3 6 4 2 9 7 1 4 5 2 4 9 1 2 7 8 4 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 5-26 © LaughingStock Intemational Inc7dist. by United Media, 2004 Megum við fá frakkann þinn lánaðan? Við ætlum í bíó. Lognið eftir Stormskerið Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Sverrir Stormsker gefur út nýja plötu í dag. Hann hefur vikið frá húmornum og er hættur að klæm- ast, í bili. Nýjasta afurðin er tekin upp í Asíu, þar sem Stormskerið hefur haldið sig meira og minna undanfarin tvö ár. „Það er hvergi betra að taka upp en í Taílandi,“ segir Sverrir. „Hér á klakanum er tíu stiga frost, menn drekkja sorgum sínum í brennivíni og verða gjaldþrota á leið frá bens- ínstöðinni. f Taílandi er hins vegar 30 stiga hiti, þar gleðjast gumar yfir tveimur staupum og keyra skellihlæjandi af bensínstöðinni eftir að hafa fyllt á tankinn í öllum skilningi.“ Sverrir hefur rakað af tvískipta skeggið, vörumerki sitt. Er hann nýr maður? „Jú, vörumerkið er farið en varan er eins. Ég lenti í ástarsorg fyrir tveimur árum þegar æskuástin yfirgaf mig og fór fjandans til og ákvað að halda áfram að lifa lit- lausu og gleðisnauðu lífi, eins og áður en ást okkar fór að blómstra. Því ákvað ég að snúa dæminu við og fór yfir í annan heim, sem er Asía. Þar tók ég gleði mína á ný eftir þrúgandi þunglyndi, sem ég má þakka henni Myru sem syngur á plötunni. Hún er alveg grenjandi góð söngkona. Hún hafði sjálf í raun ekki hugmynd um það fyrr en ég heyrði hana syngja þegar við vorum saman í sturtu og ég dreif hana því í stúdíó. Hún trúði sjálf ekki eigin eyrum þegar hún heyrði afraksturinn og spurði þráfaldlega; „Er þetta virkilega ég.“ Það má segja að hún sé blanda af Janice Joplin og Celine Dion. Raddsviði hennar er nær takmarkalaust og hún leikur sér að g-nótunni fyrir ofan háa c-ið án þess að fara í „Hún hafði sjálfí raun ekki hugmynd um það fyrr en ég heyrði hana syngja þegar við vorum saman í sturtu og ég dreifhana því í stúdíó." falsettu, en það hef ég ekki heyrt hjá neinni íslenskri poppsöngkonu með sömu tilfinningu og trukki. Hún fer jafnlétt með g-nótuna og g-strenginn og g-blettinn.“ Af fyrrum skjólstæðingum og uppgötvunum Sverris má nefna Stefán Hilmarsson, Öldu Björk Ólafsdóttur, Eyjólf Kristjánsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Barða í BangGang, Geir Ólafsson og fleiri. Fáum við ekkert að kynnast Myru? „Það efast ég um. Hún var ófáan- leg hingað upp á kaldan klakann, enda er hér 10 stiga gaddur, bæði á landinu og í hjörtum fólks samkvæmt minni góðu landkynningu og hún var því ekki mjög spennt. Þess vegna verða engir útgáfutónleikar. Þar fyrir Su doku utan getur engin íslensk söngkona sungið þessi lög mín sem hún fer svo léttilega með.“ Sverrir hyggst leggja undir sig Asíumarkað. Hann lætur vinkonu sinni Silvíu Nótt eftir Evrópu. „Platan sem öll er á ensku mun að öllum líkindum verða gefin út um alla Asíu snemma á næsta ári. Hún er sem sagt ekki þaulhugsuð fyrir íslenskan markað sem er frekar svona takmarkaður. Ég leyfi Silvíu Nótt, vinkonu minni, að eiga míní-markað eins og A-Evrópu og svoleiðis úlpukraðak og dandalast þar með sitt naflablöðruljóskupopp en ég verð meira í þessu fullorðins hágæðakultúrballöðum fyrir fólk með snefil af smekkvísi.“ Sverrir segist eiga yfir 3000 lög sem hann geymi öll í kollinum. En hvernig lög eru á plötunni? „Þetta eru svona feitar hetjuballöður og hugljúfir tilgerðarlausir saknaðarsöngvar til stóru ástarinnar í lífi mínu. Algjörlega frá hjartanu. Textarnir eru tregafullir og grátbólgnir og afar persónulegir en fólk er kannski óvant slíku í dag í íslensku tónlistarlífi þar sem allt gengur út á að kópera annarra manna söngva og tilfinningar og fá sem mest í kassann á billegastan hátt.“ En Sverrir hefur einnig önnur járn í eldinum. Hann hyggst setja upp söngleik sem kallast Adolf og Eva og fjallar um þau Adolf Hitler og Evu Braun. Hann gerir ráð fyrir að hann fari á fjalirnar í september á næsta ári. Framtíðarsýn... „Ég er orðinn svo gamall að ég not- aði einu sinni Alta vista til að leita að drasli á netinu. Mæspeis og jútjúb ermálið ídag, en bæði fyrirbærin eru fötluð. Mæspeis ferlega sló á köflum, t.d. ferþessi lagaspilari oft ekkert í gang fyrr en eftir dúk og disk. Svo mætti alveg setja upp þann möguleika á mæspe- isinu að maðurgæti spilað tónlist random. Jútjúb er oft líka drulluhægt. Og oft eru myndbrotin í drullugæð- um. Það verður eflaust hlegið að hvoru tveggja eftir 5 ár þegar eitt- hvað miklu flottara verður komið til sögunnar. Dauði myndbandaleigunn- ar (eða öllu heidur DVD-leigunnar) eryfirvofandi. Það gerist um leið og myndveitur eins og Skjárinn standa undir nafni og fara að bjóða nákvæm- lega sama - eða betra - úrval og leigurnar. Islenska sjoppan er líka á hröðu undan- haldi. Klukkubúðir eru teknar yfir. “ ^ Gunnar Lárus Hjálmarsson www.this.is/drgunni/gerast.l ... heiðursbleyður... „Það er ótrúlegur afleikur hjá formanni Samfylkingarinnar að koma íveg fyrirað Jón Baldvin Hannibalsson skipi heiðurssæti Samfylkingarinnar ÍReykjavík íkomandi kosningum. Gamlir kratar hljóta að velta því fyrir sérá hvaða vegferð flokkurinn sé og > spyrja má hvort verið r' aðsé að hrekja Jón Baldvin og félaga út í »>' sérframboð?.“ Björn Ingi Hrafnsson http://bingi.blog.is ... minnkandi markhópur „/gær varö mér þaö á að skrifa lofgjörð um Framsókn á bloggið mitt. Það hefði ég aldrei átt að gera. Aðsóknin að síðunni minni hrundi niður í nánast ekki neitt. Þó varþetta mjög fræðileg og gáfuleg grein um framsóknarmenn og flokkinn þeirra. Ég gerði heilmikla úttekt á framsókn- arpúkanum og nefndi nokkra góöa framsóknarmenn til sönnunar mál- flutningi mínum og bauð þá flesta vet- komna yfir til Samfylkingarinnar, eig- inlega alla nema Guðna sem vill vera áfram i Framsóknarflokknum, en allt kom fyrirekki. [...] Berað skilja þetta sem svo að venjulegir Islendingar vilji losna við Framsóknarflokk- inn úr íslenskri pólitík og setja á safn?“ HERMAN Anna Kristjánsdóttir http://velstyran.blogspot.com eftir Jim Unger

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.