blaðið - 02.03.2007, Síða 16

blaðið - 02.03.2007, Síða 16
ba sem getur ekki teng- g ið neinn áhuga á því sem er smátt fær falskan áhuga á því sem er stórt. John Ruskin FOSTUDAGUR 2. MARS 2007 kolbrun@bladid.net blaöiö Afmælisborn dagsms MIKHAIL GORBATSJOV STJÓRNMÁLAMAÐUR, 1931 KURT WEILLTÓNSKÁLD, 1900 Verk eftir for- mann Framsókn- arflokksins Helgi Skúli Kjartansson, Jónas Guðmundsson og J ón Sigurðsson Samvinnuhreyfingin í sögu Islands Verð: 800 kr. Sögufélagiö 2003 Gamla Sambandið, eða Sam- band íslenskra samvinnufélaga, var helsta viðskiptastórveldi islendinga lungann úr 20. öld. Það hrundi svo eins og spila- borg á nokkrum mánuðum þótt arftakar þess hafi bjargast inn í nýja öld með fullar hendur fjár. Fáir hafa haft jafn sterkar meiningar um gildi sam- vinnuhreyf- Jón Sigurðsson ingarinnar fyrir íslenskt atvinnulíf og Jón Sigurðsson, núverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Þetta litla kver sem fæst á Stóra bókamarkaðnum í Perlunni geymir framtíðarsýn leiðtogans á vöxt og viðgang samvinnu- hugsjónarinnar. Það kom út í tilefni aldarafmælis Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 2002 og ætti að vera skyldu- lesning öllum sem vilja átta sig á andlegum stoðum Jóns Sigurðssonar. Bókamarkaður Félags istenskra bóka- útgefenda er í Perlunni og stendur til 11. mars. Blaðlö hefur leitað uppi forvitnilega titla og vísar á eina bók á dag allt til loka markaðarins. Augliti til auglitis Laugardaginn 10. mars kl. 15 verður í Listasafninu á Akureyri opnuð sýning á Ijósmynda- verkum fjórtán alþjóðlegra listamanna sem allir vinna með portrett og sjálfsmyndir. Flestir þeirra eru franskir eða búsettir þar á slóðum, en sýningin er hluti af Pourquoi pas? — Franskt vor á fslandi og unnin í samstarfi við Arts Evénements og Culturesfrance, Franska list- viðburðaráðið. Sýningarstjóri er Isabelle de Montfumat og þátttakendur Alain Bublex, Nan Goldin, Cécile Hartmann, Hans Hemmert, Suzanne Lafont, Dominik Lejman, Yuki Onodera, Roman Opalka, Orlan, Philippe Ramette, Francois Rouss- eau, Yann Toma, Jean-Luc Vilmouth og Kimiko Yoshida. Breidd í kvikmyndaframboði vikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn, sem mikilla vinsælda naut á árum áður, hefur verið endurvakinn og sýning- ar eru í Tjarnarbíói á sunnudögum og mánudögum. Dagskrána má finna á filmfest.is og þar er einnig hægt að skrá sig í klúbbinn. „Það hefur verið lengi í umræð- unni að endurreisa Fjalaköttinn með einhverjum hætti og reyna að skapa breidd í bíóúrvalið. Það er búið að vera alveg skelfilegt vandamál í tutt- ugu og fimm ár, frá því Fjalaköttur- inn lagði upp laupana, að íslending- um hefur markvisst verið haldið frá annarskonar myndum en þeim sem Flollywood býður uppá með tilheyr- andi afleiðingum,“ segir Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Lands & sona, málgagns Islensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar (www.logs.is). Hátíð í bæ Hverjar eru þessar afleiðingar? „Afleiðingarnar eru helstar þær að hér hafa alist upp heilu kynslóðirnar sem hafa mjög takmarkaðan skiln- ing á lengd og breidd kvikmynda- formsins, enda hafa þær alist upp við einsleitt myndaúrval sem kemur frá Flollywood. Án þess að ég ætli að úthúða Hollywood sérstaklega þá er það efni einungis takmarkaður hluti af öllu litrófinu. Það á að vera metn- aðarmál okkar að hafa sem mesta breidd í kvikmyndaframboði og þetta er hluti af þeirri viðleitni. Samfara þessu er Alþjóðlega kvikmyndahátíðin, sem var ansi fín í fyrra, að ná sér á strik og verð- ur vonandi ennþá öflugri næst. Ég get haldið langa ræðu um það hvers vegna við eigum að halda alvöru kvikmyndahátíð á íslandi. 1 fyrsta lagi er það sterkt menning- arlegt kennileiti. Margar borgir í Evrópu og Bandaríkjunum nota kvikmyndahátíðir sem eitt af sín- um helstu kennileitum og maður finnur hvernig andinn í borgunum breytist þegar hátíð er í bæ. I öðru lagi er kastljósinu beint að myndum sem fara hvorki í kvikmyndahús né á myndbandaleigur - og í þriðja lagi er eitt helsta hlutverk slíkrar há- tíðar fólgið í ákveðnu kvikmynda- legu uppeldi, gefa áhorfendum að- gang að sem fjölbreyttastri flóru, því þannig verður til mismunandi menning. Það er mín skoðun að öfl- ug menning þrífist á togstreitu og andstæðum. Menn eiga að takast á um ólíkar skoðanir og hugmyndir.“ Hvað finnst þér einkenna valið á þeim myndum sem Fjalakötturinn sýnir? „Mér sýnist á prógramminu að verið sé að gera tvennt. Annars veg- ar að bjóða upp á nýlegar myndir sem hefðu ekki komið hingað að öðrum kosti og hins vegar er verið að bjóða upp á gamlar klassískar myndir sem er mikilvægt að bjóða upp á í kvikmyndahúsum því þær voru fyrst og fremst gerðar til að þess, auk þess sem það er allt önnur upplifun að sjá mynd í bíó en í sjón- varpstæki.“ Scorsese rýfur álögin Nýlega voru Óskarsverðlaunin veitt i Hollywood. Ég verð að spyrja þighvaðþérfinnst um niðurstöðuna. „Það er þrennt sem er athyglis- vert þar. í fyrsta lagi að þeir skyldu loks dröslast til að láta Scorsese hafa Óskarinn, reyndar alltof seint og fyrir kolvitlausa mynd. Það er hægt að benda á nokkrar myndir sem er skandall að hann fékk ekki Óskarinn fyrir: Taxi Driver, Ráging Bull og Goodfellas. Ef maður skoð- ar myndirnar sem fengu Óskarinn þau árin (Rocky, Ordinary People og Dances with Wolves) þá fölna þær í samanburði. Nú er Scorsese búinn að rjúfa álögin sem hvíldu á honum eins og Spielberg tókst með Schindl- er’s List. Síðn er sögulegt að Ennio Morri- cone skyldi hafa fengið heiðursverð- launin. Hann er einn mesti snilling- ur kvikmyndasögunnar og hefur samið tónlist við 400 kvikmyndir, þekktastur fyrir spagettívestrana. Breiddin í því sem hann hefur gert er ótrúleg en hann hefur aldrei feng- ið Óskarsverðlaun fyrr en nú. Ég hef verið ástríðufullur aðdáandi hans síðan ég var unglingur og dái þann mann og dýrka. Það þriðja sem vekur athygli mína er myndin sem var valin besta erlenda myndin, Líf annarra. Ég hef ekki séð hana en hún hefur fengið fína dóma. Ég er að vona að hún sé, ásamt nokkrum öðrum myndum á undanförnum misserum, vísbend- ing um að þýsk kvikmyndagerð sé að ná sér á strik aftur eftir fjölda- mörg mögur ár.“ Dr. Seuss fæðist Á þessum degi árið 1904 fæddist Theodor Geisel, betur þekktur sem hinn ástsæli barnabókahöfundur Dr. Seuss. Fyrsta metsölubók hans Kött- urinn með höttinn kom út árið 1957. Á ferlinum skrifaði hann 48 bæícur, þar á meðal nokkrar fyrir fullorðna, sem hafa selst í yfir 200 milljón eintökum. Hann vann einnig sem handritahöfundur og hlaut Óskars- verðlaun fyrir heimildarmynd um lífshætti Japana og fjórum árum síð- ar annan Óskar fyrir teiknimyndina Gerald McBoing Boing. Bækur hans Kötturinn með höttinn og Hvernig Trölli stal jólunum voru kvikmynd- aðar fyrir nokkrum árum og hafa notið töluverðra vinsælda. Geisel sem bjó og starfaði í göml- um turni í La Jolla í Kaliforníu lést í septembermánuði 1991,87 ára gam- all.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.