blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 25
blaðið FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 25 lengdar að vera aðeins sólisti því að þá ertu svo mikið einn, bæði við æfingar og ferðalög. Það er gaman að stunda það með og mér finnst alls ekki leiðin- legt að spila sóló. Það er mjög gaman og ég vil alls ekki sleppa því en ég held að ég geti ekki einblínt á það. Ég verð að spila kammermúsík líka og vinna með öðru fólki,“ segir Elfa. Býsjálftil pressuna Það vakti athygli þegar Elfa Rún hlaut verðlaun sem bjartasta vonin við afhendingu Islensku tónlistar- verðlaunana fyrir skemmstu. Þau eru þó ekki einu verðlaunin sem henni hafa hlotnast á undanförnum misserum. {júlí á síðasta ári hlaut hún fyrstu verðlaun í virtri alþjóð- legri keppni fyrir unga hljóðfæra- leikara sem kennd er við tónskáldið Jóhann Sebastian Bach og er haldin í þýsku borginni Leipzig. Alls tóku yfir eitt hundrað hljóðfæraleikarar þátt í þremur flokkum (fiðlu, sembal og píanó), þar af um 40 fiðluleikarar. Hún hlaut einnig sérstök verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn í úrslitum. Elfa er enn fremur eini íslendingurinn sem hefur sigrað í keppninni. Það liggur beint við að spyrja Elfu hvaða þýðingu það hafi fyrir hana að hljóta slík verðlaun. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður og frábær reynsla. Þetta kemur manni kannski eitthvað áfram líka. Það er auðveldara að koma sér á framfæri þegar maður er búinn að vinna svona verðlaun,“ segir hún. Elfa segist alls ekki finna fyrir því að fólk geri meiri væntingar til hennar eftir að hún hlaut verðlaunin en áður. „1 rauninni finn ég ekki fyrir neinni pressu nema þeirri sem ég bý til sjálf. Ég var svolítið stressuð þegar ég þurfti að koma fram rétt eftir verð- launin því að mér fannst ég þurfa að vera svo rosalega góð. Núna er ég búin að læra af reynslunni og reyni að líta á þetta sem jákvæða hvatn- ingu,“ segir hún. Nýlega var hún tilnefnd til hvatn- ingarverðlauna Evrópska menning- arsjóðsins Pro Europa. Verðlaunin verða afhent síðar í mánuðinum og verður Elfa viðstödd afhendinguna. Að öðru leyti segist hún ekki vita mikið um verðlaunin. „Ég fékk bara bréf í haust þar sem mér var tilkynnt að ég væri tilnefnd. Það var í gegnum kennarann minn sem hefur góð sambönd. Hann hafði mælt með mér,“ segir hún. Margir frægir og góðir hljóðfæra- leikarar hafa hlotið þessi verðlaun í gegnum tíðina og er Elfa því ekki í slæmum félagsskap ef hún hreppir hnossið. Nauðsynlegt að fá frí Elfa Rún er á leið aftur til Þýska- lands en íslenskir tónlistarunnendur mega þó eiga von á að heyra i henni á næstu mánuðum. „Ég kem í rauninni aðeins heim í hverjum mánuði fram á sumar. í næsta mánuði kem ég heim í nokkra daga til að æfa með pabba mínum því að við erum að fara að spila í Danmörku í byrjun apríl. Svo kem ég heim í lok apríl og spila með nýstofn- aðri barokksveit sem heitir Camerata Drammatica. Svo verð ég hérna aftur í maí til að spila á Listahátíð," segir Elfa. Aðspurð segir hún að sér finnist aldrei lýjandi að vera stöðugt að spila á nýjum stöðum og með nýju fólki. Þá fær hún seint nóg af tónlistinni sem hefur fylgt henni alla tíð. „Ég get ekki sagt að ég fái nokkurn tíma leiða á henni en auðvitað getur maður orðið þrey ttur þegar maður er búinn að vera að undirbúa eitthvað ákveðið í langan tíma. Maður þarf náttúrlega að fá frí inni á milli. Ég get ekki spilað og æft mig á hverjum einasta degi allt árið. Ég verð að fá einhver frí inni á milli. Núna í apríl fer ég til dæmis í vikufri til Frakk- lands með fjölskyldunni og það er nauðsynlegt til að safna kröftum," segir hún. Þegar tónlistin á ekki hug hennar allan gefur Elfa sér gjarnan tíma til að hitta vini og kunningja á kaffi- húsum, fara í bíó, ferðast eða njóta útvistar. „Þá hef ég líka mjög gaman af því að teikna þó að ég geri reyndar allt of lítið af þvi,“ segir hún. Kann vel við tarnavinnu Elfa finnur sér tíma til að sinna öðrum áhugamálum sínum og hugð- arefnum öðru hverju og segir hún að hún ráði að vissu leyti sjálf hvað hún eyði miklum tíma í æfingar. „Það fer líka alveg eftir verkefnum. Ég á það til að vera mjög sjálfhverf ef stórir tónleikar eru framundan en þess á milli reynir maður að gera eitthvað annað. Það er engin níu til fimm vinna að vera í tónlist- inni, stundum fer allur dagurinn í þetta, en sumir dagar eru rólegri en aðrir. Þetta er i rauninni tarnavinna. Mamma og pabbi eru bæði tónlist- armenn þannig að það hefur aldrei verið níu til fimm vinna á heimilinu. Það er oft unnið á kvöldin og engin regla á vinnutímanum,“ segir Elfa og bætir við að það eigi vel við sig. „Mér finnst gott að vinna í törnum. Mér finnst gott að geta einbeitt mér alveg að hlutunum og slaka svo á inni á milli,“ segir hún. Elfa Rún hefur náð langt á sínu sviði þrátt fyrir ungan aldur og segir hún að það sem skipti mestu máli til að ná árangri sé að hafa áhuga á því sem maður gerir. „Þú þarft að vera ákveðinn í að gera það sem þú vilt gera, setja þér háleit markmið og reyna að ná þeim. Þessu fylgir vissu- lega heilmikil vinna inni á rnilli en maður hefur náttúrlega gaman að þessu þannig að maður tekur ekki endilega eftir því,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir að lokum. einar.jonsson@bladid.net 1 Samkeppni og gróska „Standardinn er mjög hár i m Þýskalandi og það getur veríð mjög erfítt að komast inn “ i hljómsveitir og það em gerðar miklar kröfur. Það er þvi mikil samkeppni en um leið mikil gróska og það er i raun- , inni bara gaman, “ segir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikarí. 5. Veisluborð 6. Sálmabækur Sendu skeyti Skeytaþjónusta Póstsins er á www.postur.is eða (síma 1446 Skeyti standa alltaf fyrir sínu og bæði er Ijúft að senda þau og taka við þeim. Hvert sem tilefnið er: skfrn, ferming, brúðkaup, útskrift, ástarjátning, frábær árangur, þakklæti eða jólakveðja. Samúðarskeyti sýna í verki hlýhug sem oft er erfitt að koma orðum að. Á www.postur.is velurðu hvaða mynd á að vera á skeytinu og skrifar textann. Þú getur pantað skeyti fram I tlmann svo það gleymist ekki á stóra deginum! Pósturinn býður einnig upp á: • Hugskeyti • Almenn skeyti • Hraðskeyti 1. Blöðrur _________________________iu&Gdi . tfðiMB.'iajvvvuasflS 2. Terta 3. Hjónasærig 4. Hringar 7. Skirnarkjóll 13. Herðubreið 14. Hengifoss 15. Strandir Wt*m 16. Snæfellsjökull 17. Reykjavíkurtjörn 18. Reynisdrangar mmmm 19. Islenski fáninn 20. Holtasóley # 21. Fótboltastelpur 22. Rósabúnt 23. Liljur 24. Calla/Fenjadísir Pöntunarsíminn er 1446 eða á www.postur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.