blaðið - 02.03.2007, Page 34

blaðið - 02.03.2007, Page 34
OFMETIÐ Skoðanaskiptin VANMETIÐ Grímur Helgi Gíslason Aldur: 20 ára Hjúskaparstaða: Laus og liðugur Starf/menntun:Nemi ( Verzlunarskóla l’slands Bók: Það eru tvær, Svartur á leik og Fight Club. Kvikmynd: Það eru svo margar en ég verð allavega að nefna þrjár; Fight Club, American History X og The Departed. Skemmtistaður: Ég fer yfirleitt á Prikið eða Hverfisbarinnn. Staður i veröldinni: New York og London eru í uppáhaldi en ég myndi vilja ferð- ast um alla vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrirmyndir: Það er fólkið sem ég umgengst dagsdaglega, fjölskyldan og vinirnir. Draumurinn: Draumurinn er tvískiptur þessa dagana, annað hvort að sinna listagyðjunni eða viðskiptagyðjunni, það er annað hvort eða. Ég er að reyna að ákveða mig. Hamingjan felst í: Er ekki enn búinn að finna það út. Ætli fólk verði ekki bara að ákveða það sjálft. ísland er: Óþolandi þegar maður er of mikið á því en ómissandi þegar maður er lengi í burtu. Tónlist er: Það besta sem guð hefur skapað. Hundur eða köttur: Ég þoli ekki svona dýr af þvi að ég er með ofnæmi fyrir köttum og hræddur við hunda þannig að ég segi hvorugt. Bjór eða vín: Bjór. Inni eða úti: Það fer eftir veðri. Hægt eða hratt: Ég vil hafa rosalega mikið að gera, ég verð brjálaður ef það er of Ktið að gera. Penelope Cruz eða Cameron Diaz: Cameron Diaz. Nafn: Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir Aldur:18ára Hjúskaparstaða: Á föstu Starf/menntun: Nemi í Verzlunarskóla íslands Bók: Það er svo langt síðan ég hef lesið eitthvað annað en skólabækurnar. Ég er samt frekar mikið fyrir ævintýrabækur þannig að ég myndi mæla með bók sem heitir Abarat eftir Clive Barker. Kvikmynd: Moulin Rouge er uppáhaldsmyndin mín og svo verð ég líka að segja Singin’ in the Rain. Skemmtistaður: Ég fer nú bara í heimahús, finnst hálfhallærislegt að fara á skemmtístaði. Staður í veröldinni: Ég myndi vilja fara til Indlands en svo langar mig líka mikið til Parísar. Fyrirmyndir: Ég á eiginlega ekki neinar fyrirmyndir nema þá foreldra mína og fólkið I kringum mig. Draumurinn: Draumurinn er að vinna Eurovision. Hamingjan felst í: Ég þarf að fá að velta því betur fyrir mér. fsland er: (sland er best í heimi. Tónlist er: Tónlist er nú eiginlega bara lífið fyrir mér. Hundur eða köttur: Köttur. Ég átti kött og það er bara minna vesen heldur en að eiga hund. Bjór eða vín: Ég drekk ekki. Inni eða úti: Ég held að ég sé meiri útimanneskja. Hægt eða hratt: Ég vil miklu frekar hafa mikið að gera en lítið. Johnny Depp eða Brad Pitt: Johnny Depp án efa. segja Brad Pitt., Hvað finnst þér um fegurðarsam- keppnir? Mér finnst fegurðarsamkeppnir glataðar. Mér finnst eiginlega ekkert jafn giatað. Ef fólk notar þessar keppnir til þess að koma sér áfram þá er það kannski í lagi en mér finnst þetta það hallærislegasta sem ég hef séð. Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur í gildi 1. júlí? Mér finnst óþolandi þegar verið er að banna hlutina þó að ég sé með reykingabanninu. Mér finnst samt að staðareigendur eigi að fá að ráða því sjálfir. Mér finnst bara of mikið verið að banna hluti en ég er með því þannig séð af því að það hefur auðvitað jákvæð áhrif. Er spilling á fslandi? Já, ég held það en ég held að hún sé jákvæð að vissu leyti. Spilling þarf ekkert alltaf að vera neikvæð. Það er auðvitað mikið lifsgæðakapphlauþ á Islandi en við höfum það svo gott að kannski er sþilling í lagi, fólk er allavega ekkert að velta sér upp úr því. Það er samt eiginlega of erfitt að svara þessu. 'i* Hvað finnst þér um fegurðarsam- keppnír? Ef stelpur vilja endilega taka þátt til þess að upphefja sjálfa sig þá er það bara fínt en ég myndi aldrei taka þátt í slíku. Mér finnst samt óþolandi þegar þessar keppnir eru í gangi og femínistar missa sig yfir því. En þessar stelpur velja þetta sjálfar og það er eng- inn að neyða þær í neitt. Ef þeim finnst þetta gaman þá er það bara fínt fyrir þær en mér sjálfri finnst fegurðarsam- keppnir rosalega hallærislegar. Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur i gildi 1. júli? Mér finnst það bara mjög gott framtak og ég held ekki að fólk muni hætta að koma á staðina af þv( að það fær ekki að reykja. Það kemur bara algjörlega nýr hópur inn á staðina, fólk sem kom ekki áður út af miklum reykingum. Það er bara mjög jákvætt, staðirnir eru of reykmettaðir eins og er. Er spilling á fslandi? Já, sums staðar. Ég held að það sé alltaf spilling alls staðar. Ég held bara að hún sé kannski ekki jafn sjáanleg hér og annars staðar. Fólk spáir kannski ekkert nógu mikið í því og leiðir það hjá sér af því að það vill ekki velta þv( fyrir sér. Er fólk ekki bara alltaf í afneitun. % m Snyrtibudduna sína opnar að þessu sinni Paris Hilton en hún kemur fyrir í leiksýning- unni Ismerica- Take the Tour with Paris and Tyra sem leikhóp- urinn The Happy The- ater stendur fyrir. Eins og flestir vita er Paris Hilton ein mesta djammdrottning mann- kynssögunnar og snyrtibuddan hennar er samkvæmt því, vel troðin alls kyns dóti. Oftar en ekki á hún meira að segja sjálf heiðurinn af vörunum sem hún notar til þess að líta alltaf óaðfinnan- lega út. Snyrtibuddan Hvaða snyrtivöru veröurðu alltaf að eiga? Kannski svitalyktareyði. Ég hannaði einn um daginn. Hvað ertu alltaf með á þér? Sykurbleika varagljáann frá Nivea og tann þráðinn frá Reach. Hvað notarðu þegar þú ferð út á lífið? Ég nota ekki mikið af snyrtivörum og er frekar náttúruleg týpa en ég myndi segja að gloss, maskari, augnblýantur, sólarpúður, nokkrír augn- skuggar, kinnalitur og Cover Girl-aldursvarn- arkrem fyrir andlit og likama væri algert möst. Hvað langar þig í ? A new Make Up Line for your pets (it’s about time). (Snyrtivörur fyrir gæludýr er eltthvað sem mikil þörf er á.) Það nýjasta I snyrtibuddunni? Nýtt naglalakk sem heitir tár Ararabíuprinsins og er hannað af Britney Spears. Ilmvatnið þitt? Bara ég, Paris Hilton-ilmvatnið Fegrunarráð? Vertu þú sjálf, ef ekki hvað þá ...? FOSTUDAGUR 2. MARS 2007 m* Mjögfallegur og mjúkur gjafahaldari í í), í) <£>,£#G, G GJ-I skálum á kr. 4.990,- ■flotturjyrir stóru brjóstin, kemur í í), <D í), G skálum á kr. 4.990,- Elsta kynslóðin Elsta kynslóðin er svo sannarlega vanmetin á íslandi. Stjórnvöld hafa ekki minnsta áhuga á því að rétta kjör elstu kynslóðarinnar og loka augunum fyrri ástandinu í landinu. Þetta er til skammar. Gáfnafar fslensku þjóðarinnar. Þetta kom berlega i Ijós þegar forsvars- menn bankanna reyndu að telja almenningi trú um að kjörin sem þeir bjóða okkur séu í raun og veru betri en kjörin sem þeir bjóða almenningi í útibúum sínum erlendis, þrátt fyrir að vaxta- prósentan sé hér mun hærri, sem og lántökukostnaður og flest önnur gjöld. blaðiö Samkynhneigðar mörgæsir Yfirvöld í dýragarði í Þýskalandi hafa hætt við að slita í sundur samkynhneigð mörgæsapör sem búa í dýragarðinum en ástæðan fyrir því var að fá mörgæsirnar til að fjölga sér. Sökum þrýstings frá réttindasamtökum samkynhneigðra í Þýska- landi hefur nú verið hætt við áformin og dýragarðsstjórinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öll dýrin í garðinum hafi frjáls val þegar kemur að því hvernig þau vilja haga ástarlifi sínu. í skoðanaskiptunum mætast að þessu sinni Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir og Grímur Helgi Gíslason Ólöf og Grímur eru nemendur í Verzlunarskóla íslands og eru í aðalhlutverkum í nemendasýningu skólans sem er á fjölum Austurbæjar um þessar mundir. Skoðanir Ólafar og Gríms mætast um margt á miðri leið og eru þau sérstaklega sammála um að fátt slái feg- urðarsamkeppnir út í hallærisleika. Nýbyggingar Nýjar byggingar hafa risið á ótrúlegum hraða undanfarin ár og virðist ekkert lát vera á. Menn byggja og byggja eins von sé heilli þjóð til landsins innan tíðar sem setjast muni hér að og bráðvanti húsnæði. Eru fslendingar nógu margir til þess að gera allar þessar nýju byggingar að sfnum. Ferframboðið ekki að verða meira en eftirspurnin. Pitsur Hvar annars staðar í heiminum borgar fólk hátt í 3.000 krónur fyrir brauð með tómatsósu og áleggí, því pitsur eru litið annað. Fyrir það fyrsta þá eru pitsur ekkert sérstaklega hollar, hráefnið er ekkert sérstakt og pitsu-kompaníin spara allt hvað þau geta og setja eins lítið af áleggi ofan á flatbökurnar og mögulega er hægt.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.