blaðið - 10.03.2007, Síða 6

blaðið - 10.03.2007, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 bla6ið INNLENT AKUREYRI Lögga grunuð um ölvun Lögreglumaður er grunaður um ölvun á vettvangi banaslyssins í Hörgárdal um síðustu helgi. Þótti lögreglumaðurinn lykta af áfengi og var þess vegna tekið af honum blóðsýni. Málið hefur verið sent ríkis- saksóknara, að því er mbl.is greinirfrá. SJÓÐIR Jafnháar greiðslur til foreldra Jafnháar greiðslur verða greiddar til feðra og mæðra úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði BHM, BSRB og K( eftir 1. júní. Um er að ræða eingreiðslu sem háð erstarfs- hlutfalli og er það gert að skilyrði að umsækjandi taki að lágmarki þriggja mánaöa fæðingarorlof. HÉRAÐSDÓMUR Ætlaði að hefna innbrots Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 24 ára karl- mann, Gunnar Jóhann Gunnarsson, í 15 mánaða fang- elsi fyrir stórhættulega líkamsárás í Reykjanesbæ þann 27. nóvember. Þá réðist hann á annan karlmann og sló til hans ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuðið. Miðbær Garðabæjar Sam- kvæmt tillögunum mun nýi miöbærinn lita svona út. Breytt ásjóna Tillögur um deiliskipulag mið- bæjar Garðabæjar, frá Garðatorgi að Hafnafirði, verða kynntar bæj- arbúum á borgarafundi í dag. Sam- kvæmt samningi, sem undirrit- aður var í desember síðastliðnum, verðurbyggðurnýrmiðbæjarkjarni í Garðabæ á næstu 3 til 4 árum eftir hugmyndum sem Klasi hf. hefur þróað í samstarfi við Garðabæ og hagsmunaaðila á Garðatorgi. Samkvæmt þeim tillögum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir að húsið sem hýsir Hagkaup, Sparisjóð Hafn- arfjarðar og Betrunarhúsið við Garðatorg verði rifið. KATTASYNING Vorsýning Kynjakatta verður haldi 10. og 11. mars 2007 í Reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi Sýningin er opin frá klukkan 10-18 báöa dagana. Amór L. Pálsson fsleifurjónsson Frímann Andrésson SvafarMagnússon framkvæmdastjóri útfararstjóri útfararþjónusta dtfararþjónustíi REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Hugrúnjónsdóttir Guðmundur BaJdvinsson Þorsteinn Elísson EJJert Ingason útfararþjónusta útfarad)jónusta útfararþjónusta útfararþjónusta Sfieyar amlláí der að Höndum Onnumst aíía þœtti útj-ararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Vatnajökulsþjóðgarður Frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð er til umræðu hjá umhverfisnefnd Alþingis. Sitt sýnist hverjum um fyrirkomulag stjórnunar og Umhverfisstofnun er ósátt viö að vera ekki með i pottinum. > 4 y iv > ■ xyZ'&C' 9 ÍihV: Gagnrýni á frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarö: 27 nefndarmenn stjorm þjoðgarði Klikkun Óskynsamlegt fyrirkomulag Tilraunastarfsemi Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það á að skipa tuttugu og sjö manna nefnd yfir þjóðgarðinum. Að mínu mati er þetta klikkun og hvorki til þess að einfalda stjórnsýsluna né draga úr kostnaði. Við erum ekkert að tala um neina smáaura," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra. Frumvarp um stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs er til umræðu hjá um- hverfisnefnd Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu yrði þjóðgarðurinn ríkisstofnun undir stjórn umhverf- isráðherra. Gert er ráð fyrir fjórum svæðisstjórnum, sem í sitja tuttugu einstaklingar, og sjö manna aðal- stjórn. Alls munu því tuttugu og sjö einstaklingar koma að stjórnun þjóðgarðsins og ekki gert ráð fyrir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Óskynsamlegt fyrirkomulag Davíð Egilsson, forstjóri Umhverf- isstofnunar, segir ýmsar ástæður fyrir gagnrýni á frumvarpið. Hann fagnar engu að síður stofnun þjóð- garðsins. „Þetta er mikið framfara- skref en við teljum óskynsamlegt að setja sérlög um þjóðgarðinn sem séu á skjön við lög um náttúruvernd. Stjórnsýslan þarf að vera samræmd yfir landið og nýting opinbers fjár- magns sem best,“ segir Davíð. „Eg tel að þarna sé verið að víkja frá stefnu ríkisins í náttúrvernd þegar Umhverfisstofnun var stofnuð og um þetta eiga að gilda ein lög. Með einfaldri lagabreytingu er hægt að ná fram því markmiði að heima- menn geti haft virka aðkomu. Það fyrirkomulag sem lagt er upp með er afar flókið og óskynsamlegt, aðeins til að sundra eðlilegri stjórnsýslu." Leggst ekki gegn Asta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fulltrúi umhverf- isnefndar, segir kannast vel við gagnrýni á frumvarpið. Hún telur fyrirkomulagið ekki í samræmi við starfsemi Umhverfisstofnunar. „Flestir þeirra sem undirbjuggu frumvarpið voru heimamenn og vildu skiljanlega hafa hönd í bagga með stjórnun þjóðgarðsins. Þetta er ekki í samræmi við hugsun og hlut- verk Umhverfisstofnunar,“ segir Ásta. „Það er eðlilegt að staldra við því óneitanlega er þetta dálítið stílbrot á stefnumörkuninni. Ég lít á þetta sem tilraunastarfsemi sem hægt verður að taka til endurskoð- unar. Ég set fyrirvara gagnvart fyr- irkomulaginu en mun ekki leggjast gegn því.“ Tryggja aðkomu heimamanna Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, telur mik- ilvægt að sátt náist um stofnun þjóðgarðsins. Hún leggur áherslu á að Umhverfisstofnun komi þar að. „Mér finnst mjög mikilvægt að þjóðgarðurinn sé stofnaður. Hann er sameign þjóðarinnar og við höfum opinbera stofnun sem hefur lögbundið hlutverk að marka stefnu Að mínu mati er þetta klikkun Sigurjón Þórðarsson, þingmaður Frjálslyndra. Óskynsamlegt að setja sérlög um þjóðgarðinn Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar. Églítá þetta sem tilraunastarfsemi Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Við stjómun þjóð- garðs þarf mið- iæga stjórnun Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaöur Vinstri grænna. í umhverfismálum og um friðlýst svæði," segir Kolbrún. „Það þarf að tryggja algjöra aðkomu heima- manna og Umhverfisstofnun hefur verið að auka þá aðkomu mjög mikið á undanfarið. Við stjórnun þjóðgarðs þarf miðlæga stjórnun." Kennarar og launanefnd semja: Sex prósenta hækkun tryggð „Þessi niðurstaða mætir auðvitað ekki nema að litlu leyti því sem við vorum að vonast eftir. Launanefnd sveitarfélaga hafði ekki áhuga á að málið færi fyrir úrskurðarnefnd og við mátum stöðuna þannig að það kæmi ekkert meira út úr við- ræðunum við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um tillögu ríkissáttasemjara sem deiluaðilar hafa samþykkt. Viðræðurnar snerust um endur- skoðunarákvæði í kjarasamningi frá 2004 þar sem segir meðal ann- ars að taka eigi upp viðræður fyrir x. september 2006 og meta hvort efna- hags- og kjaraþróun gefi tilefni til Skynsamlegra en að vera án samnings Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara viðbragða. Kennarar töldu eðlilegt að samið yrði um 6 til 8 prósenta launahækkun. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var fá kennarar 30 þús- unda króna eingreiðslu 1. mai 2007, hækkunin um næstu áramót verður 3 prósent í stað 2,25 pró- senta auk þess sem allir hækka um einn launaflokk (3 prósent) 1. mars 2008. Kjarasamningurinn gildir til loka maí 2008. „Við töldum skynsamlegra að fall- ast á þessa tillögu en að vera samn- ingslausir um næstu áramót. Þá hefðum við farið fyrstir allra í kjara- viðræður og slíkt er erfitt. Þessi leið hefur þó tryggt kennurum 6 pró- senta launahækkun," segir Ólafur.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.