blaðið - 10.03.2007, Side 12

blaðið - 10.03.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 10. MARS2007 blaöið Létust í fellibyl Þrír eru látnir og tugir slasaöir eftir aö fellibylurinn George gekk yfir norðvesturhluta Ástralíu í gær. Fjöldi heimila og rafmagnslínur eyðilögðust í þorpinu Port Hedland, en yfirvöld segja bylinn vera þann versta sem gengur yfir landshlutann trá árinu 1999. Tvöfalda fjölda hermanna í írak Stjórnvöld í Georgíu hafa tilkynnt að fjöldi georgískra hermanna í írak verði rúmlega tvöfaldaður á næstunni. Nú eru 850 georgískir hermenn í landinu, en ætlað er að fjölga þeim í tvö þúsund. Eftir fjölgunina verða einungis Bandaríkjamenn, Bretar og Suður-Kór- eumenn með fjölmennara herlið í Irak en Georgíumenn. Þyrluslys á Hawaii Fjórir létust og þrír slösuðust þegar þyrla með ferðamönnum hrapaði á eyjunni Kauai á Hawaii í Bandaríkjunum í gær. Þyrlan hrapaði á Princeville flugvelli, skömmu eftir að flugmaðurinn hafði tilkynnt um að hann ætti í vanda með hreyfilinn. Bush í Brasilíu: Tuttugu særðust Óeirðir brutust út í borginni Sao Paolo í Brasilíu við komu George Bush Bandaríkjaforseta, en hann hóf sex daga heimsókn sína um heimshlutann á fimmtu- daginn. Að sögn lögreglu særðust rúmlega tuttugu manns í óeirð- unum, en þúsundir manna höfðu flykkst út á götur borgarinnar til að mótmæla heimsókn forsetans. Lögregla beitti táragasi og kylfum eftir að hluti mótmælenda hafði kastaði steinum, flöskum og öðru lauslegu í átt að lögreglu. Að Brasilíuheimsókn Bush lok- inni mun hann leggja leið sína til Orúgvæ, Kólumbíu, Gúatemala og Mexíkó, en ætlunin með heim- sóknunum er að styrkja bönd ríkj- anna í heimshlutanum. Stigahönnun í sérflokki Stigalagerinn Dalbrekku 26 - www.stigalagerinn.is Kaupþing keypti Efri árin Margur nýtir sér boð um viðbótarsparnað til að tryggja sér betri tíð á efri árunum. Kaupþing lét gera úttekt á sölugögnum Allianz varðandi viðbótarlífeyrissparnað. Margoft kvartað til Fjármálaeftirlitsins ■ Eins og villta vestrið án lögreglustjórans ■ Vildu skýra út samanburðinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þessi markaður er eins og villta vestrið, bara án lögreglustjóra. Út- tektin virðist okkur heimatilbúin frá Kaupþingi og aldrei var leitað til okkar til að afla gagna eða fá svör við neinum liðum skýrslunnar. Okkur gafst því aldrei kostur á að koma okkar skoðunum á framfæri," segir Ágúst Daði Guðmundsson, forstöðu- maður Allianz á íslandi. Á síðasta ári óskaði Kaupþing eftir því við ráð- gjafarfyrirtækið IMG að gera úttekt á sölugögnum Allianz í tengslum við viðbótarlífeyrissparnað. Niður- staða ráðgjafarfyrirtækisins var í þá veru að fúllyrðingar í gögnunum væru ýmist villandi eða rangar og voru niðurstöðurnar síðan sendar út til fjölda viðskiptavina bankans. Til þess að fræða Helena Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Kaupþings, segir tilgang úttekt- arinnar eingöngu hafa verið þann að skýra betur út fyrir viðskipta- vinum skilmála sem fyrirtækin eru að bjóða. Aðspurð segir hún ekki hafa staðið til að nýta niðurstöðuna til frekari aðgerða. „Okkar lausn var sú að fá óháð fyrirtæki til að varpa ljósi á þessa skilmála þar sem okkur höfðu bor- ist ábendingar frá viðskiptavinum um ólíka túlkun. Við vildum bara skýra út samanburðinn og þær flækjur sem höfðu komið upp,“ segir Helena. „I okkar huga voru engin illindi sem komu þessu af stað og við ekki með neitt stríð í huga. Við sendum þetta til ein- hverra viðskiptavina okkar og þjón- ustufulltrúa til aukinnar fræðsíu." Ekki algengt Ragnar Harðarson, ráðgjafi IMG, segir sérstakar aðstæður hafa leitt til úttektarinnar þar sem þónokkrar kvartanir hafi komið fram. Hann telur eðlilegt að niðurstöðurnar hafi verið not- aðar í kynningarstarfi bankans. „f þessu tilviki stóð orð gegn orði og ákveðið að fá utanaðkomandi aðila til að meta hvar sannleikur- inn liggur. Kaupþing mat það sem svo að þeirra eigin gleraugu væru of lituð til að sýna fram á að farið væri með rangt mál,“ segir Ragnar. „Svona úttektir eru ekki algengar þar sem grunnnálgunin er að fá önnur augu til að meta hluti. f sam- keppnislegu samhengi, líkt og hér er, er þetta sjaldgæft." Vilja meiri ró Áðspurður segir Ágúst Daði fyr- irtækið ítrekað hafa kvartað undan vinnubrögðum Kaupþings til Fjár- málaeftirlitsins. Hann telur mikil- vægt að hagsmunir viðskiptavina séu hafðir að leiðarljósi. „Það sem okkur finnst verst í þessu máli er að Kaupþing banki getur opnað sama málið aftur og aftur en öllum þessum liðum hefur verið svarað til Fjármálaeftirlitsins. Við höfum margoft kvartað yfir vinnuaðferðum Kaupþings," segir Ágúst Daði. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi við FME og aldrei hefur staðið á svörum frá okkur. Við höfum óskað eftir fundum með Kaupþingi til að hafa þessi mál á hreinu en þeir hafa aldrei mætt. Það er okkar vilji að skapa meiri ró á þessum markaði." Ifíð vildum bara skýra út samanburðinn Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaupþings. GARÐHEIMAR heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.